Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 8
Ifísnaspjall Gamla
Þá skal aftur tekið til að
spjalla um vísur við lesendur
Timans.
Fyrir nokkru hitti ég góðan
vin, sem ekki taldi rétt að tína
svona saman vísur sitt úr hverri
áttinni, um hin ólíkustu efni í
sama þáttinn — „sitt beinið frá
hverri tíkinni“. heldur velja sér
sta'kt efni í hvern þátt og láta
svo sem 7—10 skáld bregða á
— og yfir — það ljósi, hvert
á sína vísu. Vel gæti þetta ver-
ið athugandi, ef áframhald verð
ur á spjalli okkar. En í þetta
sinn verða aðdrættir með svip-
uðu sniði. Mér datt í hug, að
birta hér meðal annars vísur
eftir gömul og að mestu gleymd
skáld. Eða við skulum segja hag
yirðinga.
Séra Pétur Pétursson á Víði-
völlum var kjarnyrtur í bezta
lagi. Til vinar síns eins kvað
hann — og skynjum við þar
mikla sögu að baki.
Sárt er að vita vina sinn
fram af bjargsbrún hárri hrapa,
höggvast, skerast, iífi tapa,
vildi ég því vara minn.
Þóra, seinni kona séra Péturs,
óilst að nokkru upp hjá hon-
um og fyrri konu hans. Af
mörgum vísum hans til Þóru,
tek ég hér tvær: Þessi er um
hana, ungling:
Auðs ei neina ásýnd ber,
útlits-hreina snótin,
þessi eina mun þó mér
mæðu reynast bótin.
Segja mætti mér, að þar hefði
gamii maðurinn ekki orðið fyrir
vombrigðum. — „Við seinni
konu mina,“ nefnir hann
þessa:
3. þáttur
Silkirósax sýndust augu
sverðaspenni geðs um ból
glöð sem ljósagulli lauguð
geislum renni morgunsól.
Eins og allir vita var Júlíana
Jónsdóttir í Akureyjum fyrst ís-
lenzkra kvenna til að gefa út
ljóðabók. „Stúlka" hennar kom
út 1876 Birti ég hér fáeinar
Vísur hennar. Logn og sólskin
kallar hún þessar, en þá verð-
ur að hafa í huga, að fyrrum
var aldrei talað um að straua
lín, eða strjúka, heldur bolta
eða boltadraga. Sakar og ekki
að minnast þess, að samleikur
sólar og sævar umhverfis
Breiðafjarðareyjar getur orðið
undursamlega fagur:
Værð hefur þegið stormur
sterkur,
stundar ei á nokkurn þjóst,
boltadreginn silkiserkur
sævarmeyja hylur brjóst.
Þar á glit og gullna stafi
geislum ritar sólin skær,
þegar vitjar vörm úr hafi
vor og hita sinn oss ljær.
Til vinkonu sinnar kveður
hún, og erum við óneitanlega
nokkru fróðari um stúlkuna á
eftir:
Baugts ef reinin hjartahlý
harmi leynir sárum,
sjónarsteinar synda í
siifurhreinum tárum.
En ef sinnast silkigná,
svo þú minnist harma,
líkt og tinniur leiftra þá
ljósin þinna hvarma.
:
Leggjum vöð nú Stúlku á
hilluna að sinni. En þegar Júlí-
•ana var eimu sinni spurð, hvern-
ig henmi liði, svaraði hún:
Mina ef sjá vilt hagi hér,
hryggða er á slær skugga,
hafðu þá í huga þér
hrakið strá við glugga.
Ofurlitið skulum við nálgast
nútímann og gamga við hjá ásta-
sk'áldinu mikla, Gísla Brynj-
ólf'ssyni. Um eina ástmeyna
kveður hann:
Hvort sem heldur tál eða
trygg
trú er í huga þínum,
þig ég ejna hæfa hygg
hug að svala mínum.
En þegar svarið við spurning-
unni var fengið:
Svo er fullnað Freyju tál,
fölna ei skal af harmi,
þó dauðans stundum drekk-
um skál a
að dýrurn svanna barmi. 8
Eftir alla- þessa ástarharma 1
væri kannski ekkj svo vitlaust ■
að rifja upp, hvað Vestur-ís-
lendingurimn Gestur Jóhanns-
son leggur til málanna. Veit ég,
að margir af eldri kynslóðinni
þekkja þessar stökur:
Höfuðþing í heimi veit,
harmar kring þó geysi,
til að ringa tárin heit
tilfinmingaleysi.
Viti menn, um mæðu braut
mólið grenni ljósa,
en sjálfur kenni, þung er
þraut
það að brenna og frjósa.
Mun nú mál að kveðja með
vísu Brynjólfs Oddssonar:
Næði einlæg ósk og mitt
áform vilja sínum,
fengju þessar stökur stytt
stundir vinum mímum.
776
1 t IU 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ