Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 18
er okkert í lieiminum til,
sein bjargar því landi.
Segja má, að í ljóðum Guðmund-
ar sé íslenzk náttúra allsstaðar ná-
læg, en hann er of smekkvís höf-
undur til þess, að hann láti sér
verða það á að semja væmnar og
froðukenndar náttúruiýsingar.
Hann yrkir um norðlenzkan pilt,
sem villist á öræfunum og verður
að lokum úti sunnan fjalia. Lýs-
ingin á hringsóii hins villta manns,
er hreinasta snilid. Hann er annað
slagið að rekast á spor í leirflög-
um:
Eins manns i fyrstu en loks.
eftir þrjá eða fimm...
þegar hinn villti er búdnn að fara
nógu oft í hring. — Kvæðinu lýk-
ur svo með þessum orðum:
Hér fundust löngu seinna
hans blásnu bein. —
Brekkan er svolítið grænust
á einum stað.
Mig langar að biðja lesendur að
nema staðar við þessar línur. Mér
er til efs, að þau séu mörg, kvæð-
in í íslenzkum nútímakveðskap,
sem geta státað af svona snjöllu
og áhrifamiklu niðuriagi.
Þegar talið berst að ljóðum Guð-
m-undar Böðvarssonar, verður lík-
lega flestum einna fyrst fyrir að
nefna Rauða steininn og Vísuroar
Við hverfisteinitin árið 1936, en
Kvöld í smiðju. Tvær hæðir, Und-
ir óttunnar himni og Hörpuskel
gleymast heldur ekki þeim, sem
einhvern tíma hafa lesið þaU. Og
hann yrkir eitt af sínum áhrifa-
mestu kvæðum um gömlu aftöku-
Þeir sem senda Sunnu
daosblaðinu efni til
birtingar, eru vinsam
leqa beðnir að vanda
til t-andrita eftir föna
um oq helzt að láta vél
rita þau ef kostur er
F-kki má bó vélrita
bé«ar en í aðra hverja
lírty.
786
öxina okkar íslenzku, sem nú er
geymd hérna í þjóðminjasafninu.
Honum verður aftur og aftur reik-
að þangað sem öxin gamla stend-
ur í horni sínu og harnn veit ekki
fyrr en hann er farinn að strjúka
ryðbrunnið blað hennar — og ald-
irnar streyma framhjá:
Og fallvötn tímans þreyttu
þrotlaust skeið. ..
Að lokum birtist skáldinu andi
öxarinnar. Hún tekur til máls og
segir frá ýmsu, sem hún hefur
orðið áskynja; Þegar þeim lestri er
lokið, segir skáldið:
Og skelfing dauðans, mögnuð
myrkri list,
sem mara hug minn tróð,
mín erfðafylgja um alda-
langan veg
frá ofurseldri þjðð. ..
Ef þetta er ekki kynngi, — ja,
þá legg ég einhvera alrangan skiln
ing í það ágæta orð.
Ekki er það ótítt, að skáld byrji
með glæsilegum hætti, en daprist
svo flugið, þanndg að kvæðið stend
ur ekki við öll þau loforð, sem það
gaf í 'upphafi. Þessi veila er bless-
unarlega sjaldgæf í ljóðum Guð-
mundar Böðvarssonar. Þó get ég
ekki stillt mig um að nefna eitt
kvæði eftir hann, sem mér hefur
alltaf fundizt þessu marki brennt.
Það heitir Of seint. Fyrsta erindi
þess Ijóðs er gersamlega galla-
laus smíð, með hniðmiðaðri stíg-
andi, þar sem engu orði er of, né
van. En strax í næstu vísu á eftir
er talað urn „hversdagsleg vinnu-
brögð“ á — satt að segja ósköp
hversdagslegu máli. Og einhvern-
veginn verka seinni vísurnar tvær
á mann eins og nokkurskonar
skyldu-viðbót við fyrstu vísuna,
þótt í þeim seinni séu að vísu á-
gætar línur, i og með.Það er fagurt
að tala um að breiða moldina yfir
þann látna, eins og sæng:
— Það er marklaust að
minnast þess nú,
þegar moidin er yfir
þig breidd. . .
Þessar línur eru langt fyrir ofan
mína gagnrvni
En línurnar:
. . .að ég átti þér ótjáða þökk
Aldrei verður hún sögð. ..
hefðu að minni hyggju átt að vera
lokaorð kvæðisins. Það hefði verið
afar áhrifamikið að ljúka fögrum
eftirmælum með þeirri snjöilu og
hógværu játningu. Mér hefur orð-
ið svo tíðrætt um þetta kvæði
vegna þess, að mér hefur alltaf
fundizt það svo ágætt dæmi um
ljóð, sem ekki vantar nema ein-
hvern herzlumun, til þess, að
vera hreinasta perla.
Það, sem hér hefur verið sagt,
má ekki skoðast sem nein fræði-
leg skilgreining á verkum þessa
merka höfundar. Hér bafa t.d.
ekki verið nefnd nein dæmi úr
hinum yngri bókum hans. Það
væri ærið efna í tvo þætti jafn-
langa. Vissulega væri tímabært að
gera honum þau skil, sem hann
verðskuldar. Rekja val og meðferð
yrkisefna hans, gera grein fyrir
sérkennum hans og stöðu hans í
íslenzkum bókmenntum. Allt slíkt
tal yrði einungis hálfkák og verk-
leysa í stuttu blaðarabbi. En þetta
verk þarf að vinna. Guðmundur
Böðvarsson byrjar eitt kvæði sitt á
þessa Leið:
Sumir yrkja ævintýri,
aðrir lifa það. —
Sjálfur hefur hann gert hvort
tveggja. Hon-um hefur tekizt að
vera bæði bóndi og skáld og báð-
um pörtum trúr, Siálfsagt hetur
han-n stundum haft einhverjar á-
hyggjur útaf veðurfari og verð-
1-agi liandbúnaðarafnrða, en hann
hefur einnig verið sá hamingju-
maður að eiga sér ann-að bú, sem
óháð var þessu hvoru tveggja. Ég
á ekki aðra ósk betri íslenzkum
bændu-m til han-da, e-n að þe-ir
reyni að taka ha-nn sér til fyrir-
myndar. Hann hefur sannað það
eftirmin-nilega. að skáldskapur og
búskapur era engar ósættanlegar
andstæður, j-afnvel ekki þótt vélar
og verkmenini-ng hafi haldið inn-
reið sína í sveitirnar. Hitt ætti
ekki að þurfa að segja þeim, sem
til þekkja, að aldrei eru men-n bet-
ur á sig komnir til andlegra starfa,
heldur en eftir útiveru undir beru
lofti.
Og þeir, sem vilja vinna að því,
að bókmenntir haldi áfram að vera
almenningseign á íslandi, geta ver-
if talsvert bjartsýnir á meðan hér
á landi eru til bændur á borð við
Guðmund Böðvarsson.
1 I m I N N - SUNNUDAGSBLAÐ