Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 21
um vair því ærinn sultur, en gott aitlæti- Þar var Hallgrímur þrjá vetur. Á lausu blaði, er fylgir uppkasti þáttar þessa, með annarri og við- vaningslegri rithönd og öðrum lit (uppkastið er ritað á bláan pappír), stendur eftirfarandi grein, og hér að mestu orðrétt tilfærð: Hall- grimux var á Surtsstöðum, er hon- um var í fyrsta sinn gefið jóla kerti, og át hann það sjálfa jóla móttina. Hann kvaðst ekki hafa vit- að, hvað hann ætti að gera við kertið. — Meðferð hans var sú á mötunni af fyrstu kind sinni, er hann slátraði, að hann lét gera úr henni kæfu. Setti hann lifrina pg bló'ðmörinn saman við kjöt- og mörmaukið, og át svo kæfuna út undan næsta vetur, er hann gekk á beitarhúsin. .Átti hann kæfuna í kollu, er hann geymdi í beitarhús- unum. Hann var þá á Ketilsstöð- um í Hlið. „Vorið 1825 kom Hallgrímuir vistferlum að Ketilsstöðum í Jök ulsárhlíð. Hann var þá seytján ára og ekki hærri en svo, að hann náði meðalmanni undir hönd, og orkulítill að því skapi, enda hafði hann lengst af liðið mikinn sult, eftir að hann kom austur. Hann var pá og enn harla klæðlítill Al- eiga hans var ein ær og einn geml- ingur, er hann kom að Ketilsstöð um. Á Ketilsstöðum bjó Björn Sig urðsson og Þuríður Björnsdóttir sýslumanns að Burstarfelli. Kona Björns hét Þorbjörg, og var dótt- ir Stefáns prests (Scheviings) í Presthólum. .. .“ Við þetta verður þó þá athuga- semd að gera, að Þuríður, móðir Björns Sigurðssonar á Ketilsstöð- um, var ekki frá Burstarfelli, held ur dóttir Björns, lögréttumanns í Böðvarsdal, Ólafsonar, prests í Kirkjubæ, Ásmundssonar. En Björn var sonur Sigurðar Hallsson iar frá Njarðvík, Einarssonar. Þor björg á Ketilstöðum var áður gift Eiriki bónda Grímssyni á Skinna- lóni, og var þeirra son Magnús, cand.theol. í Kaupmannahöfn. „í Ketilsstöðum hafði HaJlgrím ur aillgott fæði, en aftur á móti mjög þreytandi vinmu, þar á með- al erfiða smalamennsku á sumrin upp um brött fjöll Á vetrum hirti •hann þá fé og hesta móti öðrum mannd, þannig að þeir gengu sína vikuna hvor á beitarhús, en þá hirii hinn 120 ær og sjö hesta heima. Á hverju kvöidi áttu þeir að mala fjárðong (tíu pund) af komi. En svo voru þeir kraftalaus ir, að þeir urðu að amnast það i samlögum hin fyrstu tvö ár, sem Hallgrímur var á Ketilsstöðum. Enda þótt Hallgrímur hefði betri viðurgerning á Ketilsstöðum en áður, gat honum ekki farið þar firam að vejti og kröftum vegna kyrkings þess, er í hann var kom inn af of langvinnum sulti, erfiðis er á hann var lagt og einnig kíg- hósta, er hann hafði þar um tíma, svo að oft seldi hann því upp er hann hafði borðað. Þannig gekk hin fyrstu prjú missiri, er hann var á Ketilsstöðum. Fjórða missirið, eða annan -vet urinn, sem hann var þar, þá rak stóran hval þar út á sandinn og kom töluvert af honum heim i Ketilsstaði. Þá fékk Hallgrímur fyirst að borða eins og þörfin krafði, eftir að hann kom á Aust urland, enda fór hann þá að taka framförum og aukast vöxtur hans og orka. Hallgrímur var í sex ár í vist á Ketilsstöðum eða til þess er hann varð 23 ára. Þá vildu foreldrar hans fá hann heim til sín. Haust- ið áður en hann fór, seldi hann því kindur sínar og það annað, er honuim var óhægt að flytja með sér, og þannig varð þá aleiga hans þrjátíu ríkisdalir. Var það allur gróði hans á Austurlandi. Hafði hann þó engu eytt fyrir munaðar- vöru. Og ekki hafði hann heldur átt þá sældardaga, að það yrði til þess að rýra eigur hans“. VI Nú er það hvort tveggja, að lok- ið er að segja af herleiðingu Hal- gríms og þar með af uppvexti hans, eftir að hann fór úr foreldra- húsum, svo og hitt, að þrotnir eru þeir kaflar þáttarins, er Kristján Jóin'asson skrifaði upp eftir Hall- grími sjálfum á Narfástöðum, átt- ræðum öldungi. Hef ég haft hér á þann hátt, að ég hef tekið upp kafla orðrétta, langa eða skamma, og eru þeir allir auðkenndir með tilvísunarmerkjum. Hins vegar hef ég fellt niður nokkuð af frásögn- inni, mest til þess að gera lengra mál styttra, og í sumum tilfellum, þar sem var svo hvað öðru líkt, að ekki var beinlínis þörf fyrir að taka það með En eins og segir í greinargerð Konráðs, bætir hann svo við tveimur sí'ðustu köflunum til að. gera þáttinn fylki. Hinn fyrri þeirra heitir Heimför Hall- grims óg U'm bústaði hans, en hinn síðari Taldir hinir næstu niðjai Hallgríms. En eins og ég sleppti með viija •‘vrsta kafla þáttarins, . Uppruni Hallgríms og ætt. svo mun ég og ekki heldur taka með þennan síðasta Vi] ég þó eigi láta hjá líða að geta þess, að þeir tveir, — upphaf og endir ritgerðarinnar eru þó forvitnilegasti hlutinn, að minnsta kosti frá sjónarmiði fræði mannsins. Hins vegar taldj ég þeirra ekki þörf vegna sögunnar. en óhjákvæmilega hefðu þeir lengt þetta mál mjög Má og á það benda, þeim er eftir vildu sýna að viða má fá upplýsingar um ætt Hallgríms í rituðu máli, þar eð hann er kominn af einum hinna allra fjölmennustu og sterkustu ættstofna, þingeyskra En allt um það — við skulum fylgja Hallgrími svolítið lengra. Við skulum fylgja honum heim! Og nú er það Konráð 'sem einn segir frá: „Hallgrímur segir ekkert af heimför sinni. Hann kom að aust- an vorið 1831 og var síðan á Hraun- koti til vorsins 1835 Vigdís, móð- ir hans (f um 1777), andaðist á Hraunkoti 3 september 1834 Vor- ið eftir (1835) brá faðir hans búi, enda kominn um sextugt (f. 1775). Hóf þá Hallgrímur búskap á Hraunkoti og kvæntist það ár. 21 september, frænku sinni, Sigriði Illugadóttur frá Baldursheimi. Bjuggu þau á öllu Hraunkoti til vorsins 1839. Það vor hafa þau flutt að Hallbjaraarstöðum í Reykjadal, er Jónas, bróðir Hall- gríms, er átti Guðrúnu Þorsteins- dóttur frá Geiteyjarströnd og var seinnd maður hennar, flutti bú sitt frá Hallbjarnarstöðum að Hraun- koti. Á Hallbjarnarstöðum bjuggu þau Hallgrimur og Sigríður gcðu búi í 21 ár eða til vorsins 1860 Þaðan fluttu þau á hálfa Kálfa- strönd við Mývatn það vor. en bjuggu þar aðeins tvö ár eða til vorsins 1862. Fluttu þá bú sitt að Hofstöðum í Mývatnssveit og bjuggu þar til vorsins 1867 Frá Hofsstöðum fluttu þau að Helga- stöðum í Reykjadal og bjuggu þar síðan móti séra Jörgen Kröyer önn ur fimm ár eða til vetrarins 1872 Eftir það fluttu þau að Garði í Að- aldal og bjuggu á hálflendu peirr- ar jahðatf móti Þo»grími Halldórs- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 789

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.