Tíminn Sunnudagsblað - 04.05.1969, Blaðsíða 11
vfð Kögur, skammt utan við Nes-
hjáleigubæ.
Hvað Frosti ihefur verið lengi á
leiðinni yfir Loðmundarfjörð er
ekki gott að segja. Maður gæti lát-
ið sér detta í hug ekki minna en
tvo eða Iþrjá tíinia. Heisitar eiru djúp-
symdiir og seiimir á suindi. Þó er það
misja'fmt, oig fer þaið ef'tir því, hvoirt
þeir eru djúp- eða grumnsyndir.
Þar sem Frosti synti yfir fjörðinn,
telja kunnugir menn, að þrír menn
á báti séu 20—25 mínútur að róa
í logni landa á milli.
Neshjáleiga er yzti bærinn að
norðanverðu við Loðmundarfjörð.
Þar bjuggu hjónin Árni Einarsson
og Þórdís Hannesdóttir í mörg ár
með stóram og myndardegan barna-
hóp. Þann sama dag, sem Frosti er
á heimleið frá Seyðisfirði, var Árni
bóndi við útistörf. Sér hamn þá
gráan hest á sjávarbakkanum
skammt utan við túnið. Hesturinn
fetar ofur hægt og stefinir á Nes-
háls. Árni gengur að honum og
verður heldur undrandi, er hann
sér, að hesturinn er rennvotur og
sikeifur ofsalega, reilkiulM' í spori og
fjarska þreytulegur.
Árni þekkir hestinn ekki, en sér,
að hann á ekki heima í sveitinni.
Hann hnýtir spotta upp í hestinn
og teymir hanrv í hús, gefur hon-
um gott hey, breiðir yfir hann
teppi og hlúir að honum sem bezt
má vera Hressist hesturinn og
fljótt.
tfannes bóndi Árnason á Grund
í Borgarfirði seigiist muna vel
eftir hes'tinmm, þeigar hann
kom upp á bakkann fyrir utan bæ-
inn. Hann var þá fimm eða sex ára
gamall. Honum er minnisstætt,
hve hesturinn skalf mikið, þegar
pabbi hans teymdi hann í húsið.
Spor eftir hestinn neðan i sjávar-
b-akkanum sámsit ieimg'. á eftir, sagði
Hannes.
Sigurður Jónsson á Sólbakka
segist muna vel veðurfar og sjó-
ieiði, dagiimn sem Frosti synti yfiiir
Loðmundarfjörð. Hann átti þá
heiima á Seiljamýri í Loðlmimndar-
firði. Hann segir, að fjörðurinn
hafi að m.estu verið slöttmr, en amst
anlkaildi og dál'M vindlkviika, seim
Frosti hefur haft á hlið yfir fjörð-
inn. Hefur hann því fengið margar
kvikur á leiðinni yfir höfuðið, svo
að fyllt hefur eyru, augu og nasir.
Þrátt fyrir það náði Frosti settu
marki með frægð og sóma.
Þegar Sigfús frétti, að Frosti
stæði við stall hjá Árna í Neshjá-
leigu fékk hann bát með sig til
Loðmundarfjarðar, lagði hnakk og
beizli við Frosta og faélt á Nesháls.
Eflaust hefur Frosti skilað hús-
bónda símum með ljúfu geði heim
í Hofströnd
Svo var það nokkrum árurn síð-
ar á krossimjesisudag, að ég var
að ganga fyrir fé mitt norður í
Skriður. Éig var koimin til baika
suður á Landsenda. Þá mæti ég
Sigvarði Benediktssyni á Hof-
strö.nd, ríðandi á Grásikjóna sínuim,
með Frosta í taumi undir reiðingi.
Sigvarður snarast af baki, heilsar
mér og segir um leið:
„Það er gott að hitta þig. Ég
kom við heima hjá þér til að fá
fréttir af sfkriðuraum. Ég er að fara
upp í Bóndastaði að sækja Tóta
Einarsson — hann er ráðinn næsta
ár á Hofströnd. Hvernig eru skrið-
urnar með hesta?“
Ég segi, að skiriðurmar séu snjó-
litlar og sæmilega góðar nema
Nadda'gikkinnin — í hemni sé
þykk og brótt föun, sem kom í
síðasta snjókásti. Sigvarður biður
mig að fylgja sér .yfir skrið.urnar,
ef ég telji, að kleift sé að koma
hestunum yfir þær. Ég segi, að
slæmt sé að hafa ekki reku til að
laga fyrir hestana, en það tefji að
sækja hana heim í Nes.
Við teymdum hestana og gekk
vel með þá í Naddagil. Þar bund-
um við hestama við stóran stein.
Ekki leizt okkur sem bezt á stóru
fönnina í norðurkinninni og var
ekki leið að koma hestunum yfir
hana nema troða í hana fasta slóð.
Efst í kinninni var skaflinn gríð-
arþykkur og brattur, og lá við
hemgju efst. Við tiróðuim og þjöpp-
uðum sem við bezt gátum og voo-
uðum að þetta hóidi hestunum.
Ef hestur fær umbrot í miklum
hliðbratta snarast hann á hliðina
undan brekkunni og veltur eins og
hjól brelktauna á enda. Ég vissi uim
tvo hesta, sem fengu umbrot í
þessari kinn: Þeir ultu báðir niður
í gilbotn, og var ðað skjóta amnan
í gilbotninum. Geirmundur Eiríks-
son á Hóli átti hestinn. Þegar Hóls-
Gráni valt niður var kinnin snjó-
laus neðan til og þar er eggja-
grjót. Hitt tiMélllið á'tbi sér stalð
•nokkiruif árum áður, þanrn hest
átti séra Vigfús Þórðarson á Hjalta
stað. Só hestur meiddist íítið. Það
bjargaði honum, að þykk fönn vaj
y.fir öllu eggjagrjóti í kinn o§
gillbotni.
Þagar vi'ð Siigvarður vorum bún
ir að gera slóðina eins og við bea
gátum, teymir Sigvarður Grá
skjóna í hana Ég gekk fyrir neð
an og studdi við hestinn til at
sporna við, að hann færi á veltu.
ef hann hlypi í. Gráskjóni fetað,1
Iétt slóðina, án þess að sleppa 5
með fót.
Við fórum svo til baka að ná :
Frosta, sem beið bundinn við stein
t gilinu. Sigvarður teymir Frosta
ein ég igieiPig fyrir neðan eiins og fyrrí
ferðina og styð við hestinn Rétl
þegar við erum að sleppa yfir
fönnina, þar sem hún er hæst og
bröttust, þá hleypur Frosti í með
alla fætur í einu og rennur um
leið á hliðina og niður fyrir slóð
ina. Ég geri sem ég get að standa
við hestinn Sigvarður heldur kná
lega í tauminn Þá vill svo illa til
að beiziliið slifna.r, og uim leið srar
ast hesturinn um hrygg og renr
ur örs'tubt á hiMðtoni. Ég hef sæm„
lega víðspyrnu í þéttum snjó fvrir
neðan Frosta, og með einhverju
móti get ég stöðváð hestinn. Þakk-
aði ég það reiðfærinu, sem g:óoað-
ist niður í snjóinn og eins þyi. að
hesturinn hreyfði ekki fót Éflaust
var hesturinn mjög hræddur og
þorði ekki að hreyfa sig, og það
bjargaði honam
Sigvarður kom eins og örskot
tiil mín. Ég vsir sem spelka við
Frosta, þar sem hann lá marflat-
ur á hliðinni á brattri för.ninni eft-
ir veltuna Sigvarður béizláði hann
nú og við gátum snúið honuiri und
an' brekkunni og létum hann
standa upp Fórúm við með liann
á milli okkai niður fönnina i gil-
boitinton og síðam upp gilið á saima
stað og áður. Tróðum við enn bet-
ur slóðina, einkum þar sem Frosti
sökk í, og nú gekk líka allt vel að
koma honum siðasta spölinn yfir
skriðurmar.
Endalok Frosta urðu þau, að
hann rann til í moldargötu inni
í Jökulsárfjalli undir heybandi og
lærbrotnaði. Varð að skjóta hann
þar á staðnum. Þar féll hinn mesti
sundgarpur sinnar samtíðar með-
al hesta, sem spurnir eru af.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
371