Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 5
af því að það fer ekki saman við rikjandi söguskoðun nútímans, heldur verður að finna á því skýr- ingu, hvers vegna það fellur ekki. aS söguskoðun nútímans, eða. ef það reynist ekki unnt, að játa hreinskilnislega að söguskoðun nú tímans fái ekki staðizt. II. Öldum sarnan var það skoðun fslendinga, að íslendingasögur hefðu að geyma sannar frásagnir af mönnum og viðburðum söguald ar. Þær hefðu verið skráðar svn skömmu eftir að atburðir gerðust. að mál hefðu ekki blandazt að neinu ráði. Þjóðin hefði að auki lagt stund á sagnlist, þannig að sög urnar hefðu sroátt og smátt móí azt í meðferð sagnamanna og ver- ið tilbúnar til ritunar, þegar itt- öid hófst snemma á tólftu öld Þegar farið var að rannsaka sög- úrnar á vísindalegan hátt, kom það fljótt í ljós, að þessi skoðun stóðst ekki. Það sannaðist, að ýmis legt, sem í íslendingasögum stóð. gat ekki hafa verið skrifað á tólftu öfld — það hlaut að vera skrifað á þrettándu öld og raunar surnt síðar. Þetta breytti viðhorfi manna til íslendingasagna smátt og smáít. Sannleiksgildi sagna, sem skráðar voru þrjú til fjögur hundruð á.'- um eftir að atburðir gerðust, hlýt- ur að orka mjög tvímælis. að ekki sé meira sagt. Og að lokum var kveðið upp úr um það, að íslend- ingasögur væri skáldskapur, þeg- ar bezt léti studdur gömlum sagna minnum Ekki hafa allir viljað una þess- um boðskap, og hefur af því ris- ið nokkur umræða milli þeirra, sem vilja trúa sannleiksgildi sagn- anna, og hinna, sem telja þær skáldskap. Hefur þetta orðið til þess, að báðir aðilar hafa haldið nokkuð einstrengingslega á sínum máLstað, en það hefur sennilega leitt til þess, að rannsóknir á sögn- unum hafa ekki farið fram á hrein uim vísindalegum grundvelli, held ur haft verulegan keim af áróðri Rannsóknir hafa að mjög miklu leyti beinzt að því að sanna, að vms ir staðir í sögunum væru yngri en áður hafði verið álitið, og hefur niðurstaðan oftast orðið sú, að elzta gerð sögunnar sé litlu eldn en elzta þekkt handrit sögunnar Það hefur komið fyrir, að reynt hefur verið að sanna, að saga sé ennþá vngri en elzta handrit sög- unnar er, þar sem i öðru og yngra handriti kernur fyrir atriði, sem ekki gat verið skrifað fyrr en stð- ar. Þessi sönnun hefur ekki ver- ið tekin til greina. þar sem ekki hefur þótt fært að ákvarða sögu yngri en elztu handrit hennar. Tvö grundvallaratriði til aldurs- ákvörðunar íslendingasagna hafa enn ekki verið rannsökuð, og fyri en þau hafa verið rannsökuð, verð ur ekki unnt að skera með neinni nákvæmni úr um ritunartírna ís- lendingasagna né sannleiksgildi þeirra né yfirleitt, livernig þæi urðu tii Þessi atriði eru í fyrsta lagi þróunartími hverrar einstakr- ar sögu, og í öðru lagi þau skii. sem verða í frásögn Islendinga sagna af atburðum um eða up]> úr árinu 950. Til þess að skilgreina, hvað hér er átt við með þróunartíma sagn- anna, er sennilega auðveldast að taka dæmi: í Njálu koma fyrir at- riði úr lagamáli, sem vart eru til- komin fyrr en á síðustu áratugum þrettándu aldar. Þar er Kolbeins unga getið á þann hátt, að það virðist vera ritað á fyrri hliúa þrettándu aldar. Þar koma emn- ig fyrir ættrakningar, sem líkur benda til, að séu gerðar um miðja tólftu öld eða fyrr. Að sjálfsögðu konia miklu fleiri daemi til greina. en þetta verður látið nægja. Einn- ig er hugsanlegt, að við rannsókn kæmi miargt nýtt fram, sem ástæða þætti til að gefa gaum. En þarna' höfum við þróunartíma sögunnar um hálfrar annarar aldar skeið að minnsta kosti. Hugsanlegt er að írumgerð sögunnar sé gerð um eða fyrir árið 1150 og síðaa hafi stöðugt verið bætt inn á hana nýj- um og nýjum atriðum, eftir þvi sem afriturum þótti ástæða til Hugsanlegt er einnig, að sagsr. sé ekki rituð fyrr en á síðustu áratugum þrettándu aldar, en hafi þá byggt að verulegu leyti að eldri heimildum ritu.ðuim. Hitt er vart hugsanlegt, að sagan sé rit- uð undir aldarlok þrettándu ald- ar sem algerlega sjálfstætt skáld- verk. án beinna ritaðra heimilda, því að þá verður óskýranlegt það, sem greinilega hefur verið ritað fyrr. Nú er það svo, að fæst af þ>’i sem í íslendingasögum stendur skrifað, er unnt að tímasetja ná kvæmlega. Sú vitneskja, sem fyr- ir hendi er um miðja tólftu ölö, er að sjákkögðu 1 flestum tiifeli- um einnig til í lok þrettándu ald- ar. Hins vegar er það ekki hugs- anlegt, að vitneskja, sem ekki er fyrir hendi fyrr en á þrettándu öld, sé fest á bækur á tólftu öla. Þess vegna er miklu auðveldara að taka þau dæmin, seni siðar eru til komin. og álykta út fri þeim una ritunartíma sagnanna. Af þeim sökurn þarf að gæta mikillar var- úðar um ályktanir um ritunartíma sagnanna og verður að taka mik- ið tillit til hugmynda fyrri tíðar fræðimanna. er oft og tíðum kunna að hafa haft með höndum gögn, sem nú eru löngu glötuð. Enda þótt margt af þvi, sem gæti verið ritað á tólftu öld, gæti einnig verið ritað á þrettándu öld. eru samt margir leiðarsteinar til þess að fara eftir. Verðgildi rask- ast mjög á síðari hluta tólftu a!d- ar. Líklegt er, að hugmyndir þrett ándu aldar manna um fornt verð- gildj hafi eitthvað raskazt. Ekki ,-r ósennilegt, að unnt sé að draga af því nokkrar ályktanir um ritunar- tíma sagnanna. Við vísindalega rannsókn á þróunartíma sagnanna er sennilegt, að í ljós kæmu ýmiss ný atriði, sem ekki hafa verið hug- leidd áður. Hitt atriðið, sem ég gat um áð- an, eru þau skil, sem verða í frá- sögn í sögunum um og upp úr ár- inu 950 Frásögn af mönnum og atburðum fyrir þann tíma er yfir- leitt óraunsærri, persónulýsingar ómennskari, tímasetning atburða ónákvæmari. Þessu sama bregður einnig fvrir. þegar frásögnin fjar- lægi-st í rúmi. frásagnir af atburð- um, sem gerast utan lands. Það er vart hugsanlegt, að orðið hefðu tímaskil í frásögn í skáldsögum. sem ritaðar eru rneira en þrjú hundruð árum eftir að þeir atburð ir gerðust, sem sögurnar bvggj i á. Sama gildir raunar um heimildar- rit, skráð jafnlöngu eftir að at- burðir gerðust. Það er vart hugsanleg önnur skýring á þessu fyrirbrigði en tím- inn eftir 950—970 sé kominn inn í söguminni þeirrar kynslóðar, sem rilaði sögurnar. En það bendir bá ákveðið til þess, að ritunartíminn hafi verið á fyrri hluta tólftu ald- ar. Dæmi um söguminni: Allt fram til 1148 getur Ari fróði ritað upp sagnir. sem hann nam af Halli í Haukadal um atburði sögualdar — atburði, sem menn, er Hallur sjálf ur gat þekkt, voru sjálfir viðriðn ir. Lengra nær söguminni ekk: Þ( IÍM1NN — SUNNIÍDAÍÍSIMLA® S6S

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.