Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 13
Þetta er Þjóðmlnjasafnlð við Hringbraut og þjóðminjavörðurinn, Þór Magnússon. Á þessum stað get- um víð fengið innsýn i liðnar aldlr, þar sem rætur okkar liggja. Þangað ættu sem flestir að leggja lelð sína, svo að þeim lærist að glöggva sig i lífi og háttum Horfinna kyn- slóða og meta menningarerfðir okkar. Án tengsla við liðinn tíma erum við sem rótarslitlnn vísir, van. megnug að leggja rétt mat á okkur sjálf. En þar að auki mun það reyn- ast mörgum skemmtiganga að reika um sali Þjóðminjasafnsins i góðu tóml og virða það fyrir sér, er þar er til sýnis. setjast i sæti þess ágæta manns, sem skipaði þessa stöðu á undan þér og naut óvenjulega almennr- ar virðingar og vinsælda? — Jú, að vísu. En þó stóð ég að mörgu leyti vel að vígi: Starf- ið var ágætlega mótað. Allt í föst- um skorðum og hefðbundið. Auk þess var ég búinn að vinna hér um árabil og þekkti bæði starfs- fólkið nér og aðstæður allar. — Þar með hefur þú losnað við marga þá byrjunarörðugleika, sem orðið hafa mörgum manninum þungir í skauti, þegar líkt hefur staðið á? — Já. Það hefði verið allt ann- að að koma, öllu ókunnugur. — En nú er líklega mál til kom ið að snúa sér að fornfræðinni, jg þá þeim þætti hennar, sem senni- lega er einna almennastur áhugi á, það er kumlum heiðinna manna á íslandi. Ég hef einhvers staðar lesið það, að það sé hrein- asta undantekning að rekast á fornmannskuml hér á landi, sem ekki hefur verið rænt og ruplað af grafarræningjum fyrri alda. Er þetta í raun og veru svona? — Já, þetta er alveg rétt. Að vísu bendir ýmislegt til þess, að menn hafi varla verið búnir eins ríkulega í gröfina hér, eins og víða í öðrum löndum, en hitt er þó enginn efi, að þessi óhugnan- lega iðja að ræna grafir dauðra manna, hefur verið geysilega al- geng hér, líklegjy langt fram eftir öldum. 1 — Hvernig getið þið verið viss ir um að umrófið sé endilega af manna völdum? — Jú, það er nú ekki svo mjöe erfitt að sannfærast um það. Bein- in liggja þá ekki í eðlilegri af- stöðu hvert til annars, heldur eru öli á tvístringi, og sömuleiðis hlut- ir, ef einhverjir eru. — Ræningjarnir hafa þá ekki alltaf hirt allt fémætt? — Þeim kann að hafa þótt sumt of ómerkilegt til þess að hirða það, nú og svo hefur þeim blátt áfram getað sézt yfir ýmislegt innan um moldina, því að trúlega hafa þeir stundum þurft að hafa hraðar hendur. Maður, sem brýtur haug til þess eins að hrifsa þaðan vand að og verðmætt sverð, er kannske ek'ki að tast við að liggja á hnján- um til þess að leita að glerperl- um úr hálsfesti, og þannig mætti lengi telja — Þú sagðir áðan, að þessi ó- hugnanljega iðja hefði trúlega hald izt við langt fram eftir öldum. Bendir það ekki til stórra hauga. úr því að menn vissu um legstaði manna öldum saman eftir dauða J>ess, sein heygður var? — Okkur virðist sem hér hafi ekki verið orpnir háir haugar. Hitt er 'vafalaust, að það hefur lif- að lengi í munnmælum, mann fram af manni, hvar, tiltekinn mað ur hefur verið jarðsettur. Auk þess eru svo kumlateigarnir, heimagraf reitir þess tíma, þar sem margir menn voru jarðaðir skipulega á sama stað, um þá hafa kunnugir menn áreiðanlega vitað, löngu eft- ir að hætt var að nota þá. Hitt er svo aftur jafnvíst, að stóru hólarnir olíkar, sem sumir hverj- ir bera „haugs“nafn (til dæmis Gunnarshaugur), hafa aldrei ver- ið legstaðir manna. — Það er eitt, sem mig langar til þess að spyrja um, áður en r I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 877

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.