Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 20
á Hólum, Ólafssonar biskups í Skálholti, Gíslasonar. Séra Þorkell Ólafsson var raddmaður mikill og segir um hann í Annál 19. aldar, að hann hafi verið talinn mestur söngmaður sinnar fcíðar í Hóla stifti, og ef til vill á öllu íslandi, bæði að raustu og kunnáttu. Sagt er, að einhverju sinni á efri árum sr. Þorkels, en hann varð maður garnall, hafi hann og sr. F'ríðrik Þórarinsson prestur í Viðidals- tungu, sem var 25 árum yngri og hinn mesti raddmaður, setið að sumtoli og sungu þá mikið, en er sr. Þorkell tók að mæðast kvað hann þetta: „Þegar við hittumst himnum á, hvorugur verður móður. Og saman skulum syngja þá. séra Friðrik góður.“ Þorkell maður Ingveldar andað- ist fjórum árum eftir giftingu þeirra, frá fcveimur ungum börnum, Finnboga á fjórða ári, og Ingigerði Gróu, á þriðja ári. Finnbogi Þor- kelsson lærði trésmíði vestur í Ólafsvík og kvæntist. þar Karólínu Arngrímsdóttur. Þau áttu fjögur börn, og fluttu vestur til Winnipeg í Kanada um síðast liðin aldamót. En Ingigerður Þorkelsdóttir giftist Hjalta Jóhannssvni frá Víðivöllum í Staðardal. Bjuggu þau á nokkrum stöðum, bæði sunnan og norðan Steingrímsfjarðar, en lengst í Vatnshorni í Þiðriksvalladal. Þau eignuðust fjóra syni, en tveir þeirra dóu ungir, annar af slvsför- um. XI. Björn Björnsson (f- 1809, d. 1908). Hann var frægur söng- maður, eins og Sæmundur toróðir hans og þeir frændur fleiri, skrif- ari ágætur og bókbindari, vel hag orður og fróðleiksmaður mikill. Var hann um áratugi forsöngvari í Tröllatungukirkju og er mælt. að ef hann forfallaðist og gat ekki mætt til starfsins hafi kirkjugest- um fundizt sem enginn söngur væri. Svo hefur verið sagt um -söng þeirra bræðra, Björns og Sæmund- ar, að enda þótt röddin væri mikii bæri hitt þó meira frá, hve blæ- fögur hún var. BjÖrn vann á búi foreldra sinna, þar til hann kvænt- ist og fór sjálfur að búa á Klúku í Miðdal, þar sem faðir hans hafði þá verið við búskap að undan förnu. Fer sr. Björn um það svo- felMurn orðum: „Vorið 1848 hafði ég verið hér fyrst við búhokur þrjú ár, síðan tvö ár sem grashús maður, með konu minni háaldr- aðri og lasburða, hjá syni okkar elskulegum, Birni. sem tók við kot- inu í fardögum 1846 og byrjaði búskap. Hafði hann aldrei fyrr úr okkar brauði farið. heldur stöð ugt og vel þjónað.“ Að líkindum hefur Björn ekki haft annað kaup hjá föður sínum, en nokkur kindaeldi og máski hestfóður. Sem ungur maður er hann sagður sparneytinn og sam- hal-dssamur, og því græðzt nokk- urt fé á þeim árum. Og svo mikið er víst, að þegar sr. Björn lenti i vandræðum með að svara úti ofan- álaginu á kirkjuna, þá lagði eng- inn sona hans jafnmikið fram og Björn. Gengið hefur sú saga, sem ég trúi miðlungi vel, að á yngri ár- um í föðurgarði hafi Björn keypt brennivín á tunnum, og selt út aft- ur í potta- og pelatali á vetrum, er þrotnar voru vínbirgðir manna frá sumarkauptíð. Þegar tunnurn ar voru tómar orðnar, skírði Bjðrn þær Þuríðar og orti sálma um. Kvað þetta vera upphaf að einurn þeirra: „Þarna liggur Þuríður heitin, • við þig var margur piltur áleitinn, af því þú varst fríð kona fundin. Farðu vel, nú komin er stundin. Meðan þinn ég mældi út svitann, margan 9kiiding fallega litan fékk ég, meðan fjörið var heitast. Fjarski er, hvað fcímarnlr breytast." Séra Björn var hófsemdarmað- ur og siðferðisgóður, eins og Sig- hvatur Borgfirðingur segir um hann, er því næsta ólíklegt, að hann hefði litið brennivínsokur hýru auga eða leyft það á heimili sínu. Finnst mér sennilegra, að þessa Þuríðarsátona hafi Björn ort í orðastað annarra. tíl dæmis kaup manna. Næsti bær við Klúku er Gests- staðir, sem eru aðeins innar i dalu- um og liggja lönd jarðanna sam an. Þegar Björn hafði búið á Klúku í 15 ár og var liðlega fimm- tugur að aldri, hóf búskap á Gestsstöðum Daði Bjarnason, máð ur um þrítugt, dugnaðarforkur hinn mesti, óvílsamur og nokkuð ágengur. Myndaðist snemma rígur á miilli bæjanna vegna ágengni Ðaða, e« Björn lét koma á móti neyðarlegar vísur um nágranna sinn. Þegar Daði beltti Klúkuland orti Björn: „Allt sér notar ágirndín og sá handarsterki. Yfir potar oddvitinn okkar landamerki." Á einhverjum stað í engjum jarðanna, kvað lækjarsytra skilja á milli slægjulanda K'lúku o| Gestsstaða, vár þá venja Daða að slá einnig bakkann Klúkumegin, ein-s langt og hann gat seilzt til með orfinu sínu rnegin frá, og taka það hey einnig. Þá kvað Björn: „Út hann réttir armana, eru það fornir leikir, og beggja megin barmanna, bezt sem hundur sleikir.11 Á efstu árum sínum er rnælt, að Björn hafi kveðið þetta: „Eg man bezt mitt æsku vor, ungdómsglaum við riðinn. Önnur flest mín ævispor eru sem draumur liðinn.“ Herdís skáldkona Andrésdóttir hefur lýst Birni svo, þegar hann var 74 ára gamall, að hann hefi verið tæpur meðálmaður á hæð, en knálegur og fjörlegur í öllum hreyfingum. Ekki friður maður sýnum, en svipurinn óvenju greind ar- og góðiegur. Á efri árurn sínum skrifaði Björn upp atonanök, sem höfðu inni að halda veðurspádóma eftir sjálf- an hann, auk fcímatalsins. Að vlsu fengust þá prentuð almanök eða dagatöl og kostuðu ekki mikið, að því er nú myndi talið. Samt sem áður var það ti'l, allt fram á 2. tug þessarar aldar, að einn og annar fékk laglega skrifandi unglinga trl að 9krifa upp fyrir sig dagatal, svo að ekki þyrfti að kaupa prentað almanak. Má í því sambandi minna á Jón Sigurðsson forseta, sem á æskuárum skrifaði upp dagatöl fyrir nágranna sína og ritaði á eitt þeirra þessa alkunnu vísu, er hann hafði ort: „Almanaksins skrifuð skrá skal árstímann vísa sómamanni seggjum hjá, signor Jóni Kúlu á “ Raunar var þá ólíku saman að jafna og síðari tímum, því að um m TÍMIN N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.