Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 7
ir, hvort sem verk þeirra eru betri eða verri en verk þeirra manna, sem við viturn nöfn á. Efcki er það heldur tvímælalaust, að Snorri haíi verið beztur rithöfundur þeirra manna, sem vitað er um nöfn á. Ekki er það tví'mælalaust. að Sturia Þórðarson hafi verið verri höfundur en Snorri. En það ge” ist, að nafn Snorra er tengt Heims- kringlu, það er tengt sögu Noregs og sögu víðar um Norðurlönd. Nafn hans verður af þeim sökum þefcktara utan lands en þeirra ann arra, sem ' skrifað hafa bækur á sama tíma, og þegar til lengdar lætur, verður sá ávallt beztur, sem er þekktastur. Héðan af skiptir raunar engu máli, þó að sannaðist, að Snorn Sturiuson hefði enga bók ritað hann hefur unnið sér öruggan sess sem mesti ritsnilingurinn á guIV aldartímum íslenzkra bókmennta Smátt og smátt safnar tíminn verkum einstakra timabila á fárra manna hendur. Sagan þekkir yf- irleitt aðeins nöfn fárra manna á hverjum tíma, og smátt og smátt færir sagan afrek hvers tíma yfir á nöfn þeirra fáu manna, sem þekktir eru, hvort sem þeir hafa þar nærri komið eða ekki. Nafn Snorra Sturlusonar er þekkt frá þeim tfma, er fornar bækur voru skrifaðar á íslandi. Sú tilhreiging er rík að eigna honum sífellt meira og meira af þvi. sem ritað var á þeim tíma. VI. Þá er komið að staðþekkingu og áttatáknunum. Ef við göngum út frá þvi, að „suður í Laugarnes og Engey'1 merki, að höfundur Njálu hafi verið til húsa norðan Laugar ness, verðum við einnig að beygja okkur undir þá staðreynd, að í Njálu segir „suður í Vannalæk11 og álykta út frá því, að höfundar Njálu sé ekki að leita f Reykholti, því að hann kunni ekki skil á átta- táknunuan þar. Og enn vandast rnálið, þvl að í Njálu segir enn- freniur „upp til Þrándargtls“ og Ihefur höfundur Nj'álu þá verið bú- setfcur neðan Þrándargils 1 Dölum vestur, en þar fer hann ekki alveg rétt með I lýsingu staðhátta, að kunnugra manna sögn Þessar átta táknanir benda þvl als ekki á Snorra Sturluson, heldur fremur frá honum, ef eittbvað væri. Til þess að þetta bendi á Snorra Sturlu son, þarf sem sagt að hirða það úr, sem gæti bent á hann, en láta eins og hitt sé ekki til. Og hafa slík vinnubrögð að vísu viðgengizt í íslenzkum fræðum, en eru jafn- öhafandi fyrir það. Hitt er svo annað mál, að ekki þarf annað en að lesa Njálu ■ il þess að ganga úr skugga um, að þessar áttatáknanir eru alveg óháð- ar því, hvar höfundur Njálu er staddur og hver hann er. „Suður í Laugarnes" merkir það, að Laug- arnes er í suður frá Varmalæk, þar sem sagan gerist, þegar um þetta er fjallað. „Suður í Var-na- læk“ merkir suður frá HöskuJds stöðum og „upp til Þrándargils“ merkir upp frá Hrútsstöðum, hvort tveggja af sömu orsöicum. Allar þær áttatáknanir í N]álu, sem ekki eru bundnar við ákveð- inn viðmiðunárstað, eins og þær sem hér að framan greinir, benda til þess, að sagan sé rituð við Eystri-Rangá neðanverða, á svæð- inu kringum Odda, og hefur það verið rakið áður, og er því þarf- laust að rekja það hér. VII. „En frá Valgarði er kom,nn Kolbeinn ungi“, stendur skrifað í Nj'álu. Það er eitt einkenni Njálu, eða fyrri hluta hennar, að ættir eru raktar lið fyrir lið til Sæmund ar fróða. Þetta er eitt af þvi, sem bendir til þess, að sagan, eða að minnsta kosti frumgerð hennar, hafi verið rituð ekki mjög seint á tólftu öld, sennilega ekki löngu eft ir dauða Sæmundar fróða 1133. Við athugun á ættrakningum bæði að fornu og nýju kemur í ljós, að rafcið er til manns eða manna, sem komnir eru á efri ár eða eru ný- lega horfnir af þessum heimi. þeg- ar ættin er rakin. Þó eru vissulega til undanteikningar frá þessu, beg- ar rakið er til mjög þefcktra manna ef niðjar þeirra eru síður þekktir. Nú hefur Sæmundur fróði vissu lega verið mjög þekktur maður á sinni tíð og lengi síðan, en hins vegar verður að telja, að sonarson- ur hans, Jón Loftsson, hafi verið þekktari maður. Hann bar ægis- hjálm yfir aðra höfðingja á land- inu, að vitnisburði þeirra manna, sem honum voru samtíða. Auk þess var hann dóttursonur Noregs feonungs. Það er þvl næsta ól'K- legt, að ætt Oddaverja sé ekki rakin lengra en til Sæmundai fróða, eftir að Jón Loftsson er kom inn á efri ár eða þegar hann er allur árið 1197. Eins má það mik ið vera, ef ekki hefði verið rakið til Páls biskups fljótlega eftir aida mótin 1200. í þeim stað i Nj'álu, þar sem Kolbeins unga er getið, er fyrst rakin ætt lið fyrir frá Úlfi aurgoða til Sæmundar fróða, en síðan er ekki lengur rakið lið fyrir lið, heid ur stendur „en frá Valgarði er kominn Kolbeinn ungi“. Það er stílbrot að rekja ætt frá öðrum bróðurnum lið fyrir lið, en geta aðeins um einn fjarlægan ættingja hins, og er næsta ósenni- legt, að það sé upprunalegt Lik- Iegra er, að þessari leiðbeiningu um ættartengsl Kolbeins unga hafi verið skotið inn í frásögnina síð- ar, á þeim dögum, þegar hann va>- uppi. En hugsum okkur samt, að höfundur Njálu hafi kosið að brjóta stílinn, svo ósennilegt sem það er. En þá kemur að öðru at- riði, sem engan veginn er skýran- Iegt, og það er h-vers vegna hann rekur annars vegar ætt lið fyrir lið til manns, sem uppi er um 1100, en getur hins vegar um mann, sem uppi er á þrettándu öld. f þessu tilfelli hlaut höfund- ur Njálu að rekja ætt Sæmundar fróða áfram til Páls biskups eða Sæmundar Jónssonar. Það er því í alla staði harla ósennilega annað en ættartölur Sæmundar fróða i Njólu séu ritaðar löngu fyrir daga Snorra Sturlusonar og að nafni Kolbeins unga hafi verið skotið inn í löngu síðar, um daga Snorra Að sjálfsögðu er ekki útilokað, að það innskot sé verk Snorra. pó að margir aðrir geti þar hafa um vélt. En það er jafnvíst, að það, sem fyrr er ritað, getur ekkj ver- ið verk Snorra. Af því, sem að framan er sagt, verður því ekki séð, að nein þau rök hafi komið fram, er styðji þá kenningu, að Snorri Sturluson hafi ritað Njálu. □ T f M I N N - SUNNUÐAGSBLAÐ 871

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.