Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 12
Ein af óhjákvæmilegum afleið- ingum okkar sögulegu forsefa- kosninga fyrir hálfu öðru árj var sú, að laust varð embætti þjóð- minjavarðar. Sjálfsagt hefur þá margur maður fengið innblástur af Jþví tagi, sem grípur suma VS RÆÐIR VIÐ ÞÓR MAGNÚSSON ÞJÓÐMINJAVÖRÐ UM ÞJÓÐARANDLITIÐ Og nú er ég hér staddur, vestur í þjóðminjasafni, á einum laugar- dagseftirmiðdegi og farinn að spjalla við nýja þjóðminjavörðinn okkar, hinn þriðja í röðinni með því starfsheiti. — Hvenær hófst áhugi þinn á fornfræðinni? — Það var nú nokkuð snemma. Ég kom hingað suður til Reykja- vikur 11 ára að aldri, til vetrar- dvalar í skóla, og það var víst fá- um dögum eftir komu mina hing- veru gekk ég svo á fund dr. Kristjáns Eldjárns, sem ég var orðinn talsvert málkunnugur, vegna tíðra ferða minna í þjóð- minjasafnið, og tjáði honum að mig langaði til þess að afla mér sérþekkingar á þessu sviði- — Og hann hefur gefið þér holl ráð’ — Já. Hann sagði að visu að það væri engan veginn víst að mín biði nein rósabraut, þótr ég legði þetta fyrir mig. Hér væri Að fortíð skal hyggja „Sjálf erum við ekki annað en stundarfyrirbæri - hlekkur í óendanlegri keðju kynslóðanna" menn í hvert einasta skipti, sem embætti liggur á lausu. Þetta sál- arástand er eitthvað í ætt við áhug- ann á nýjum trúlofunarfréttum, sem var svo algengur í fásinninu hérna á íslandi í gamla daga. Nú er allur hrollur efasemd- anna um garð genginn, embætti þjóðminjavarðar er ráðstafað og spámenn geta snúið sér að öðrum viðfangsefnum. En þeir, sem ein- hver kynni hafa haft af Fornleifa- félagi og þjóðminjasafni, munu varla draga í efa, að vél hafi tek- izt valið í þetta virð'ijega embætti. að, sem farið var með mig í þjóð- minjasafnið til skemmtunar og fróðleiks Ég starði frá mér num- inn á alla þessa nýstárlegu hluti, og svo er ekki að orðlengja það, að ég kom þangað velflesta sunnu- daga upp frá því og þreyttist aldrei á að skoða þetta allt sam- an og hugsa um það. — Þú ert þá eiginlega fæddur með bakteríuna í blóðinu? — Já, við getum orðað það svo Og snernma á menntaskólaárum minum var ég örugglega viss um, hvaða ævistarf ég vildi velja mér. Undir lok minnar menntaskóla- heldur fátt um stöður í þessum fræðum og alveg eins líklegt að engin slík yrði laus, einmitt þeg- ar ég kæmi frá námi, reiðubúinn að hefja störf. Hins vegar sýndiát sér engin ástæða fyrir mig að iáta þetta draga kjark úr mér, og sízt skyldi hann letja mig, ef þetta væri vilji minn. — Og svo hefur þú tekið til óspilltra málanna? — Já, já. Ég fór utan og lauk prófi við Uppsalaháskóla í Svíþjóð og hef svo unnið hér frá því ég kom heim frá námi. — Fannst þér ekki erfitt að 876 T I M I N N SHNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.