Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 18
var stúdent og assistent á fsafirði, og bjargaði sér þannig frarn með vinnu sinni á sumrum en róðrum um vorvertíð, að hann loks var dimitteraður af séra Páli Hjálmars- syni á Stað á Reykjanesi, fyrrum rektori Hólaskóla.“ Saamundur Björnsson var tvi kvrontur og átti mörg börn með báSam konum sínum, en auk þess gat hann börn með fjórum öðrum konum, eitt við hverri, og e- það á sinn hátt nokkur mannlýsing. Þótt mönnum beri saman um, að Sæmundur hafi verið laglega hag- orður og ef til vill alloft kastað fram tækifærisvísum i kapp við tengdason sinn Þorlák, sem var vinnumaður á næsta bæ og kunn- ur hagyrðingur, þá er mér ókunn- ugt um þá framleiðslu nema eina vísu, sem Sæmundur mælti af munni fram, þegar erlent verzlun arskip sigldi í fyrsta skipti inn á Stéingrímsfjörð, um 1850—1860. Er hún á þessa leið: „Margt á ævi manns til ber, mega það lýðir sanna. Steingríms inn á fjörðinn fer ferjan útlandanna." Sjálfsagt hefur verið líkt á kom- ið með þeim tengdafeðgum, að þeir hafa lítið sem ekkert skrifað nið- ur af skáldskap sínum, enda margt af því dægurflugur, hefur þvi ekki varðveitzt nema lítið eitt, er sam- tíðarmenn lærðu og geymdu í minni. Það, sem þeir ekki kenndu afkomendum sínum eða skrásettu hefur svo með öllu glatazt. Eftir farandi sögn lýsir vel kjarnyrtum tilsvörum Sæmundar og jafnframt veikleika hans gagnvart brennivínl. Einhverju sinni á fyrstu búskap- arárum Sæmundar á Gaurshamri, fór hann að sumarlagi kaupstaðar- ferð norður í Kúvíkur, sem þá mun hafa verið eini verzlunarstaðurinn við vestanverðan Húnaflóa Margir voru f kaupstað og ös mikil í krambúð og vöruskemmum. Þar var þá Jón Salomonsson verzlunar- stjóri. Sæmundur kom snemma dags og lagði ríka áherzlu á að fá afgreiðslu þegax i stað, þar eð hann ætti þurra töðu heima sem hirða þyrfti fyrir kvoldið, en sól- far var og þurrkur góður Þó að mikið væri að gera í verzluninni hafði Sæmundui sitt mál fram og fékk afgreiðslu strax, þótt einhverj ir aðrir stæðu þvi nær. 411miklu síðar uim daginn varð Jón verzlun arstjóri þess var, að Sæmundur var alls ekki farinn heimleiðis, heldur gekk um meðal fólks á „plássinu" kófdrukkinn. Gengur Jón þá til hans og segir: „Nú, svo þér eruð hér ennþá Sæmundur minn.“ „0, já, já,“ segir Sæmundur. „S'kítur á sér engan skildagi og skreppur úr helvízkum rassi þeg- ar honum sýnist.“ Eftir að Sæmundur fór frá for- eldrum sínum i Tröllatungu, mun hann hafa verið í húsmennsxu á Kirkjubóli í Tungusveit og siðar bóndi þar og í Arnkötludal, en flutti um fertugsaldur norður yfir fjörðinn að Gautshamri, og bjó þar til æviloka í rúm 20 ár. Fyrri kona hans var Kristín Jónsdóttir, sem var níu árum yngri en bóndi hennar og andaðist aðeins þrítug að aldrL Börn þeirra voru finun, en tvær dætur dóu á barnsaldri. Þau sem ti! aldurs komust voru: Benedikt, síðar bóndi á Finnboga- stöðum í Árneshreppi, en meðal barna hans var Sæmiundur, er drukknaði í Steingrímsfirði haust- ið 1912, og Steinunn, kona Þorlóks H. Guðmundssonar, sem fyrr er get ið. Þau áttu einn son að nafni Guð- mund. Þorlákur varð bráðkvaddur norður á Homi vorið 1869, aðeins 36 ára gamall. Hann mun oftast hafa verið í vinnumennsku, og ef til vill húsmennsku stundum, lik- lega lengst af hjá þeim Hafnar- hólmshjónum, Jörundi Gísla syni og Guðbjörgu Jónsdóttur. Hann var hagorður í betra lagi og hraðkvæður mjög, en þótti gálaus i orðum og níðskældinn, er svo bar undir. Kom það ekki hvað sízt nið- ur á húsbændum hans, er voru mestu sómahjón. Sem sýnishora þeirra yrkinga nægir áð nefna þennan vlsupart: * „Heima áég í hundsrassi, hjá Guðbjörgu og JörundL“ Jörundur var sonur Gísla hins ríka, Sigurðssonar i Bæ á Selströnd. Jörundi var mein að því, hve afar fljótfærinn hann var og þá um leið nokkuð bögumæltur. Þegar Gísli faðir hans lézt, mun honum hafa hrotið af munni eitt og annað sem firungar gátu hengt hatt sinn á- tilefni af þvi orti Þorlákui lang- an sálm, og er þetta upphaf að: „Valtur mjög er veraldarauður, virðar segja, faðir minn dauður liggi og sé lagður í foldu, líkast til er ausinn þar nioldu.“ Þriðja barn Sæmundar og fyrri konu hans var Kristín, sem giftist Jóni Magnússyni bónda á Bassastöð- una, bróður Magnúsar hreppstjóra, Magnússonar á Hrófbergi. Þau slitu samvistuim, en áttu áður son og dóttur. Sonurinn var Magnús Júlíus bóndi í Vatnshorni í Þiðriks- valladal og síðar í Feigsdal vestur. Dóttirin var Ragnheiður Kristín, kona Gríms Stefánssonar í Húsavík, sem einnig var af Tröllatunguætt, eins og fyrr er greint. Með seinni konu sinni, Guðrúnn Bjarnadóttur frá Þórustöðum í Bitru, átti Sæmundur þrjú börn, sem upp komust, eins og með fyrri konunni, en einhver munu hafa öá- ið ung. Elzt þeirra, er til alduts komust var Valdís, sem giffist frænda sínum Finnboga Björns- syni á Klúku í Miðdal. Yngri voru tveir synir, Björn og Lýður, er fóru til Vesturheims og nefndu sig Lín- dal. Utan 'hjónabands átti Sæmundur fjögur börn, eins og fyrr er sagt. Með Elínu systur fyrri konu sinnar átti hann son, Bjama að nafni. Hann flutti norður á Gjögur í 4r- neshreppi og kvæntist þar, en^ áttl ekki börn með konu sinni. Áðnr en hann 'kvæntist átti hann eina dóttur, er Guðrún hét, með Karó- línu Jónsdóttur. Guðrún giftist Níelsi Jónssyni, bónda á Grænhól á Gjögri, og munu þau hafa verið systkinabörn. Með Ingibjörgu Sigmundsdóttur frá Húsavík í Steingrimsfirði, á+ti Sæmundur son að nafni Ingimund. Ingimundur bjó í Veiðileysu og í Byrgisvík í Ámeshreppi og var tvíkvæntur. Hann drukknaði í Húnaflóa haustið 1882, ásamt Þor- steini á Kjörvogi og þeim öðrum, er þar báru beinin. Ingimundur átti fimm börn með báðum konum sínum, hefur hann orðið kynsæll mjög og á mikinn fjölda afkom- enda, sem of langt mál yrði hér upp að telja. Þess eins má geta, að Sigríður dóttir hans giftist Guð- mundi bónda í Byrgisvík og munu þau hafa eignazt tólf börn. önnur dóttir Ingimundar var Ólöf, kona Ingimundar Jónssonar á Svanshóli í Bjarnarfirði. Þeirra börn munu hafa verið sex eða sjö auk fóstur- barna. Með Guðrúnu Jónsdóttur, sem var systir fyrri konu Sæmundar 882 TÍMINN — StTNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.