Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 3
Lakinn, sem Svíar kalia, er af kyni þorskfiska, en
þrífst þó í ósöltu vatni. Hann er breiðmynntur og út-
eygður og ekki nettfríSur. En hann er góSur matfisk-
ur. Hann er veiddur með sérkennilegum hætti.
Það er gert á nýium, giærum ís, og vatnsdýpið má ekki
vera meira en einn metri. Tréhamar er notaður við veiðina.
ísinn er brotinn með honum, þegar fiskurinn syndir ná-
lægt isnum, Við það lamast hann í bili.
*4~- > -
Fiskurinn leitar til hrygningar á
staksteinóttum leirbotni. Hrygnan
sýnir hængnum Ijósan kvið sinn.
Hængurinn syndir undir hana, og
fiskarnir gæla hvor við annan með
uggunum.
Þeir synda þannig i hringi, fast hvor
við annan, hraðar og hraðar. Allt í
einu byltir hængurinn sér á bakið, og
sviljar hans blandast hrognum hrygn-
unnar. Þetta er margendurtekið.
Þannig geta fiskarnir haldið áfram
í allt að fjórar klukkustundir sam-
fleytt. í hrognunum er ofurlítill
lýsisdropi sem veldur þvi, að þau
sökkva ekki alveg til botns.
■ ^ '■;_ ■ ■
Hrognin klekjast út á fjórum til
fimm vikum, og seiðið leitar á
grynnra vatn og felur sig við steina.
Ársgsmalt flytur það sig á meira
dýfi
Þessi fiskur getur lifað á hundrað
metra dýpi á sumrin. Það eru gömlu
flskarnir sem kjósa mest dýpi. Oft
verða þeir blindir og afla sér fæðu
um nætur.
Þetta fiskakyn lifir t. d. í fjallavötn
um Svíþjóðar jafnvel allt að þúsund
metra yfir sjárarmál, Þegar Lappar
veiða það, fleygja þeir fiskinum
ævinlega.
Simm1
T I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
867