Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 21
þær inundir voru prentuð ísienzk almanök ekki fáanleg að staðaldri. En það, sem gaf hinum skrifuðu almanökum Björns á Klúku alveg sérstakt og óvenjulegt gildi, voru spár hans um veðurfarið. Sagt er. að almanök þessi hafi verið keypt og seld víða um sveitir, og jafn- vel hafi sumir bændur hagað ásetningi búpenings í samræmi við veðurspár þeirra. Ég minnist þess, að á barnsaldri heyrði ég talað um „Klúkuspádóma“ með tö’uverðr, virðingu, en þá mun ejörr, hafa verið fyrir allöngu hættur að skrifa almanök og veðurspár, þar eð hánn var þá háaldraðut orðinn og sjónin biluð En sálarkröftum sínum mun hann hafa haldið óskertum til æviloka, og skorti þó aðeirts fáa mánuði í fírætt. er hann andaðist. Enginn efi er á þvi, að Björn hefur verið nærgætur um veður- far, og spá er spaks géta. Að þvi var vikið fyrr, að séra Björn hélt dagbækur alla ævi og Bjöm sonur hans eftir hann, eri 'séra' Hjálmar hafði byrjað færslu þeirra; ög hafa þær þvi náð yfir nokkuð á aðra öld. Það lítið, sem ég hefi kynnzt dagbókum, bæði nú og fyrritíma- manna, eru veðurlýsingar þeirra rauði þráður. Svo er einnig um dagbækur Tröllatungufeðga. þótt vitanlega sé um margt annað getið jafnframt. í spám sínum hefur Björn á Klúku því haft við að styðjast, daglegan véðurfarsanrtál, um metra en 100 ára skeið. Og má nærri geta, að það hefur verið greindum og athugul- um manni sem honum mikil hjálp við veðurspárnar, og stuðlað>þar að réttum ályktunum. Björn hóf búskap á Klúku vor- ið 1846, eins og fyrr er sagt' óg bjó þar æ síðan, unz hann-lét af búskap sökum aldurs. Kona hans var Helga Sakaríasdóttir frá Hey- dalsá. Þau munu hafa eignazt seytján börn alls, en tíu þeirra náð fullorðinsaldri. Þau sem upp kom- ust voru: Finnbogi, bóndi á Klúku éftir föður sinn. Hann kvænt- ist Valdísi Sæmundsdóttur, frænd- konu sinni og voru þau bræðra börn. Þeirra dóttir var Guðrún, kona Þórðar bónda Þórðarsonar á Klúku. Valgerður, giftist ekki og átti ekki börn, svo að mér sé kunnugt- Ingibjörg, giftist Friðriki Magnús- syni frá Skáldsstöðnm í Reykhóla- sveit. Þau bjuggu um hríð á Gest< stöðum í Miðdal, en voru áður ýmist í húsmennsku eða við búskap á ýmsum bæjum í Tungu- sveit og Kollafirði. Börn þeirra voru þrjú. Guðrún Björnsdóttir, giftist ekki en átti eina dóttur barna, að nafni Guðbjörgu, með Eymundi Guð- brandssyni í Bæ á Selströnd. Guð- björg Eymundsdóttir átti Guðjón ívarsson, ættaðan úr Árnessýslu, og munu þau hafa eignazt fjögur börn. Ragnheiður Björnsdóttir átti Jó- hann Jóhannsson á Valda- steinsstöðum í Hrútafirði. Sonur þeirra var Björn, fyrrum skóla stjóri á Vopnafirði. Björn Björnsson, bóndi á Hól um í Reykhólasveit. Hann átti Ást- ríði Brandsdóttur frá Kambi og munu þau hafa eignazt að minnsta kosti fimm börn. Björn náði há um aldri eins og faðir hans og and- aðist 95 ára gamall. Jón Björnsson, var lengi vinnu maður í Húsavík og átti Sigur- laugu Guðmundsdóttur að konu. " Þeirra’börn munu hafa verið fjög- ur eða fimrn. Sakarías Björnsson. Hann kvænt ist Kristínu Brynjólfsdóttur frá Heiðarbæ. Þau fóru til Vestur- heims um 1885, ásamt börnum sínum, en Helga dóttir þeirra varð eftir í fóstri hjá Guðjóni alþingis- manni Guðlaugssyni og Ingibjörgu fyrfi konu - hans. Helga giftist Torfa Gúðimmdssyni frá Geir- ■ Tnundarstöðuirt. - Sæmundur Bjornsson. Hann var búfráeðingur frá ólafsdal og stund- aði eitthvað barnakennslu. Kvænt- rst Ingibjörgú' Guðniundsdóttur Ijósmóður, ert’ hún d'ó ‘eftif barns burð snemriia árs 1899. Áður en Sæmundúr giftist átti h'ann dóttur, Ilíramínu, með Sigríði Bjarnadótt- ur í Tröð í Álfíafirði véstra. Hann mun um margt hafa líkzt föður- bróður sínuin ög alniafna, Sæ- iriundi á Gautshámri- Léttlyndur " og glaðvær sem hann, hagorður og • söngmaður mikill. Fór til Vestur- heims um síðast liðin aldamót Jóhann Öjörnsson, var yngstur barna Björns á Klúku, f. 1870. Sagður hafa farið í siglingar, og er mér eigi annað um hann kunnugt. XII. Þrúður Björnsdóttir (f 1811, d. 1887). Hún var yngst barna séra Björns, og átti Halldór Magnússon frá Hrófá, Jónssonar Þau bjuggu fyrst á Hrófá, en reisfu svo nýbýli í Vonarholti um 1845 og bjuggu þar í tíu ár, voru s'MV ar í húsmennsku á Tindi og 1 Miðdalsgröf Þar, sém þau reistu nýbýlið mun hafa verið fora sel- staða frá Arnkötludal. í Vonárholti var búið ti! ársins 1935, en síðan ekki, þótt oft hafi verið nytjað að einhverju leyti síðast liðin 34 ár. Þau, Þrúður og Halldór, eignuðust tvö börn, sem bæði dóu nýfædd. í æsku minni heyrði ég um það talað, að Þrúður hefði verið van- stilt og veikluð á geðsmunum. og var sá heilsubrestur rakinn til dauða barna hennar, að einhverju eða öllu iejdi. Hér hefur verið sagt frá öllum börnum sr. Björns Hjálm arssonar og nokkrum afkomend- um þeirra, en það er þó aðeins brot af Tröllatunguættinni allri, því að engir núlifandi manna eru nafngreindir og fjölmargra ann- arra er ekki að neinu getið. Væri ættin talin frá sr Hjáim ari, sem aldrei hefur þó verið gert, yrði hún enn fjölmennari, þar sero hann átti sex börn auk sr. Björns Þau komust að vísu ekki öll til aldurs eða eignuðust afkomendur, en eitt þeirra, Jón Hjálmarsson bóndi í Skálholtsvik og yngri bróðir sr. Björns, átti tiu börn og varð mjög kynsæll. Margir afkom endur hans staðfestust í Bitru og Hrútafirði, en lítið sem ekki norð- ur um sýsluna. VIII- Árið i.885 var Óspakseyrarsókn lögð undir Tröllatunguprestakall. og prestssetríð flutt að Felli í Kolla firði. Tuttugu árum síðar eða -svo voru kirkjurnar 4 Felli og i Trölla- tungu lagðar niður, en ný kirkja reist á Kollafjarðarnesi. sem þá var gert að prestssetri Þegar svo séra Jón Brandsson. prófastur á Kollafjarðarnesi. lét af embætti vorið 1951 var Kollafjarð- arsókn lögð undir Staðarprestakall í Steingrimsfirði. en Óspakseyrar- sókn undir Prestsbakka i Hrúta firði. Kollafjarðarnes er þvi ekki prestssetur lengur og heldur ekki hið fornfræga prestsetur, Staður í Steingrímsfirði, því að með.töp um frá 1952 var prestsetrið flútt út í Hólmavíkurþorp, og nafni prestakallsins þá um leið breytt í Hólmavíkurprestakall. Þegar Tröllatunga hætti að vera prestsetur flutti þangað ungur bóndi, Jón Jónsson, bónda Hall- dórssonar á Laugabóli i fsafirði, ásamt konu sinni Halldóru .Tóns- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 885

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.