Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 16
 minjavorður að lokum, og það virð ist hitta býsna vel í mark. ☆ Þar með er samtalinu lokið, en ég hef um margt að hugsa, þar sem ég geng út í eilifa og enda- lausa R'eykjavíkurrigninguna. -Ég veit ekki, hve margir af nú- lifandi Reykvíkingum hafa skoð- áð þjóðminjasafnið sér að ein- hverju gagni. Enn síður 'veit ég tölu þeirra, sem aldrei hafa stig- ið þangað fæti, þótt þeir gangi fram hjá húsinu svo til dags-dag- lega, árum saman, en mig grun- ar þó, að þeir séu nokkuð margir. Nú má vitanlega segja, að lið- inn tími sé liðinn og komi aldrei aftur — og satt er það. Hitt er þó jafnvíst, að við sjálf erum beint framhald þess lífs, sem lifað hef- ur verið í þessu landi. Það er ekki svo ýkjalangt síð- an íslendingar voru eingöngu bændaþjóð, sem bjó í torfbæjum og baslaði fyrir lífi sínu með orfi og hrífu. Andlegt og líkamlegt atgervi þessa fólks hefur gengið í arf til okkar og er að verki í okk- ur, hvort sem við gerum okkur það ljóst eða ekki. Þess vegna er þeim tíma ekki á glæ kastað, sem til þess fer að kynna sér sem bezt þann jarðveg, sem við erum í Þjóðmin jasafninu er fieira a‘ð sjá en sverð og spiótsodda, mannabeln úr fornum dysjum og brunaleifar frá Bergþórshvoli. Þar er líka fleira að sjá en gamla predikunarstóla og aðra kirkjumuni. Meðal þess, sem minnir á daglegt líf fólks, eru þessi tæki, sem notuð voru við- hákarlaveiðar og kven- búningar frá ýmsum tímum. sprottin upp úr. Við eigum að kenna börnunum okkar að skilja aðstöðu og daglegt lífsstríð for- feðranna, svo að þau eigi auðveld- ara með að leggja rétt mat á nú- tímann og færa sér kosti hans í nyt. Við sjálf erum ekki annað en stundarfyrirbæri, einn lítill hlekk- ur í óendanlegri keðju kynslóð- anna. Og það er siðferðileg og mannleg skylda okkar að sjá um, að ekki myndist óbrúanleg gjá milli fortíðar og framtíðar. —VS. TfMINN 880 SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.