Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 14
við hættum sð tala um grafir dauðra: Hafa aldrei fundizt merki um líkbrennsiu hér á landi í forn- öld? — Nei. Alls ekki. Af þeim rösk lega þrjú hundruð fornmannakuml um, sem með vissu hafa fundizt hér á landi, er ekki eitt einasta til orðið við líkbrennslu. Að vísu er ekki alveg fyrir það að synja, að þetta geti hafa átt sér stað hér á landi. en undarlegt er þó, að ekki skuli hafa komið í ljós eict einasta atriði, sem bendir í þessa átt. — En er það nú víst, .að bessi siður hafi verið svo ákaflega al- gengur annars staðar, til dæmis á hinum Norðurlöndunum? — Jú, þetta var afar algengt til forna, en rannsóknir á hiniim Norðurlöndunum benda eindregið til þess, að þessi siður fari mjög minnkandi eftir því sem líður á víkingaöld, vafalaust fyrir áhrif frá kristnum sið- Enda er það göm ul og ný saga, að stefnur gera boð á undan sér, ef svo má að orði kom ast, hugmyndir síast inn í fólk og fara að hafa áhrif, oft löngu áður en stefnan er orðin alls ráðaadi. — Ég er með sama marki brenndur og flestir aðrir, sem eitthvað lesa bækur, að mér verð- ur oftar hugsað til Njálu en flestra annarra bóka. Telur þú Njálu skáldsögu, eða hefur fornleifafræð in staðfest eitthvað um sagnfræði- legt gildi þeirrar bókar? Þjóðminjavörður brosir góðlát- lega að svo barnalegri spurningu: — Ja, það er nú erfitt að sanna eina ákveðna sögu með fornleifa- rannsóknum. Hins vegar er engin skynsamleg ástæða til þess að ef- •>st um, að helztu persónur sög- unnar hafi verið til í raun og veru. Við skulum aðeins líta á frægasta atburðinn í bókinni, sjálfa Njáls- brennu. Pornleifafræðin sannar með fullri vissu, að á Bergþórs- hvoli hefur orðið stórbruni nálægt árinu 1000, en samkvæmt sögunni á sá atburður að hafa átt sér stað árið 1011, sumir annálar segja þó 1010. Þær aldursákvarðanir á brunaleifunum frá Bergþórshvoli, sem gerðar voru í Danmörku, benda einmitt nákvæmlega til þessa tíma — auðvitað með þess- um vanalega fyrirvara um tiltek- ið árabil til eða frá. — En þið fundað þó aldrei brunarústirnai'' af skála Njáls bónda? — Nei. Það, sem fannst, var brunarúst af stóru fjósi og sofn- húsi. Hvort tveggja mjög fornlegt og neðst allra mannvistarlaga þar á staðnum- — En hafi nú eldurinn frá NjáL brennu kveikt í þessum húsum, hvers vegna fannst þá ekki skála- rústin sjálf? — Ég held, að svarið við þe^s- ari spurningu liggi nær en marg- an grunar. Það vill nefnilega svo til, að hólraninn, sem bærinn stendur á, og hefur alltaf staðið. það menn vita, er næstum eina nothæfa bæjarstæðið í allri landar- eigninni, Umhverfi Bergþórshvols er marfiatt og ákaflega lágt, að eins átta metra yfir sjó. Auk þess er þar víðast hvar votlent Hó.l- inn, sem Bergþórshvolsbærinn stendur á, er eiginlega í brennu lagi, með tveim grunnum lægðum Austasti hóllinn, sem kallaður er Floshóll, er lang-hæstur. Þar ot óeðlilegt bæjarstæði, því að bratt er upp á hólinn og næðingssamt þar uppi, enda hefur sannazt með prófgryfjugrefti, að þar hafa aldrei verið aðrar byggingar en útihús vestan í hólnum. Hins vegar veit- ir Floshóll talsvert skjól þeim bæ, sem stendur á miðhólnum. Vest- asti hóllinn er aftur á móti í það mikilli fjarlægð frá Floshól, að þar er ekki lengur um neitt skjól að ræða, enda hefur sá hóll aldrei byggður verið. Þannig benda allir staðhættir til þess, að bærinn hafi frá fyrstu tíð staðið á þeim stað, sem hann enn stendur, einnig bær Njáls. Um þetta allt geta menn les- ið í Árbók Fornleifafélagsins 1951 —1952, en þar er gagnmerk rit- gerð eftir þá Kristján Eldjárn og Gisla Gestsson um allar rann9Ókn- ir, sem gerðar hafa verið á Berg- þórshvoli. — Þú átt þá við það, að bær- inn á Bergþórshvoli hafi strax eft- ir brennuna verið endurbyggður á nákvæmlega sama stað? — Hví ekki það? Er nokkur fjarstæða að hugsa sér, að menn hafi strax á eftir fjarlægt allar minjar um voðaverkið. Mokað allri ösku og öðru rusli út úr hinum brunna bæ og síðan byggt nýjan ökála í sömu tóftinni. Aftur á móti var fjósið stórt, eins og áður getur. Það er pláss fyrir fimmtán bása við hvorn lang vegg og flór í miðju. Sem sagt þrjátíu gripa fjós. Ekki er neitt frekar líklegt, að sá, sem næstur settist að á jörðinni, hafi haft svo mikið um sig sem Njáll og hans menn. Hann endurreisir því ekki þetta stóra fjós. Svo grær yfir rúst ina og brunalagið bíður ósnortið í jarðlögunum, þar sem fjósgólfið áður var. Annars getum við nú líklega seint vitað í smáatriðum, hvað gerð ist þarna á bænum á þessum ör- lagaríku haustdögum fyrir 958 ár- um. En gerir það svo mjög mik- ið til? Njála getur haldið áfram að vera okkur brunnur listar og lífsvizku, svo sem hún hefur ver- ið liðnum kynslóðum. Það er alla vega ekki í kot vísað að leita til hennar, hvað sem líður sannleiks- gildi einstakra atriða. Hlutverk fornleifafræðinnar er einkum að sýna þróun í búskapar- háttum, húsabyggingum, vopna- búnaði, skartgripatízku og svo framvegis, fremur en að sanna eða afsanna tiltekna sögulega atburði. — Þá er líklega bézt að snúa sér að nútíðinni. Hvað eru marg- ir skráðir gripir í þjóðminjasafn- inu núna? — í aðalsafninu eru nú um 16.500 munir. — Ekki eru þeir aliir til sýnis? — Nei, nei. Þetta er ekki nærri því allt í því ástandi, að það þoli að liggja frammi, en auk þess er ekki neitt nálægt því, að húsrýmið leyfi slíkt. — Þú sagðir áðan „aðalsafnið“. Hver eru hin? — Til dæmis mannamyndasafn- ið. í því eru nú um 23—24 þúsund Ijósmyndir, flestar teknar fyrir og um seinustu aldamót. Auk þess er svo ljósmyndaplötusafn frá göml- um Ijósmyndastofum. Það munu vera samtals um 400 þúsund plöt- ur. Elzta safnið mun vera frá Sig- fúsi Eymundssyni, en nú eru um hundrað ár síðan hann byrjaði að taka myndir. Við vitum nöfn nær allra þessara mörgu einstaklinga og allt er þetta skráð og aðgengi- legt — og mjög mikið notað. Bókaútgefendur, dagblöðin og enn fleiri aðilar fá mjög oft lánaðar ljósmyndaplötur til eftirtöku Og það eru fleiri sérsöfn hér, til dæmis safn Jóns Sigurðssonar, Vídalínssafnið — það er Jón Vída- lín konsúll, ekki biskupinn sálugi. Og síðast en ekki sízt er Ásbúð- arsafnið, sem Andrés í Ásbúð safnaði á langri ævi og arfleiddl 878 T t M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.