Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Page 5
unnarleysi við skáld. Þetta mun
þó vera þjóðsaga, en ekki sann-
Ipnæli. Banamein Sigurðar var
Éekkusótt, sem þá var oft svo
þefnd — með öðrum orðum misl-
ingar, sem hingað bárust snemma
sumars 1846 og urðu mörgum að
íjörtjónl. Hitt má vera, að hann
hafi sökum lífernis síns og ör-
birgðar, sem af því leiddi, verr
þolað sóttina en ella myndi, þótt
'góð aðbúð væri alls ekki einhlít.
Atlir vita, að Sigurður Breið-
fjörð var gæfuHtill maður á ver-
aldar vísu. Hann var kominn af
grónum, breiðfirzkuni ættum, mikl
um hæfileikum búinn og bauðst
tækifæri oftar en einu sinni til þess
að koma ár sinni fyrir borð í Iíf-
inu. Hann átti þess ungur kost
að sturida handiðnarnám í Kaup-
•mannahöfn, er raunar varð ekki
nærri öllum gæfuvegur, og frænd-
ur hans og vinir skutu síðar sam-
an handa honum fé, svo að hann
gæti numið dönsk lög. En einmitt
þá var teningunum kastað. Hann
sóaði farareyri sínum og hraktist
að því búnu til Grænlands, þar
sem hann dvaldist síðan árum sam-
an beykir í þjónustu Grænlands-
verzlunar.
Þótt sjálfur ætti hann dvöl milli
Grænlands köldu kletta, þar sem
fólkið kunni engin skil á kenn-
íngum, stuðlum, höfuðstöfum og
endarími og engin stúlka girnist
að heyra hann kveða mansöng,
orti hann rímur sínar eigi að síð-
ur. Og þegar að mansöngvunum
kom, flaug hugurinn stundum
heim á fornar slóðir í Breiðafjarð-
areyjar:
Móðurjörð, hvar maður fæðist.
mun hún cigi flestum kær,
þar sem 1 jósið lífi glæðist
og lítil sköpun þroska nær?
Jú, ég minnist, fóstra forna,
á fjöllin keibu, sem þú ber.
f keltu þinni kvölds og morgna
kvikur leikur muni sér.
Smala hlýðinn hjarðarfjöldinn
heim að líður stekkunum,
þar eg síð á sumarkvöldin
sat í víðibrekkunum.
Fóstra, já, mér féll í lyndi
faðmi á að hvílast þín,
toyggði eg þá með æskuyndi
ofursmáu húsin mín.
Þau voru full af auði örum,
í ekkert langa þurfti meir,
alls kyns gull og föng úr fjörum
fluttum þangað bræður tveir,
Skipta sínum skerfi mátti,
skyldi þeygi munur á:
Þúfur sínar sérhvor átti,
sem að eyjar voru þá.
Við með yndi friðarfesta,
fénaðar þá oss skortur var,
vorum kindur, kýr og hestar
að kroppa strá um eyjarnar.
Firrtir nauð vlð föngin undum,
flest ágæti varð að bót.
Þó af auði okkar stundum
urðu þrætumáliu Ijót.
Einvíg þreyttum huga herðtr,
handa neyttum máttar þá
og með bcittu svigasverði
sárin veittum eigi smá.
Hér á iandi eg þó uni,
ölium þrautum langt er frá,
en sárþreyjandi mænir munt
móðurskautið hvíta á.
Hann barst heim til móðurjarð-
arinnar, hvar hann hafðl fæðzt. En
gæfan hafði ekki slegizt í fylgd
með honurn. Hann kvæntist, og
kona hans gerðist honum fráhverf,
enda hafði hann frá henni farlð í
reiðuleysi. Hann kvæntist aftur,
var sakaður um tvíkvæni og dæand-
ur til hýðingar. Hann staðnæmdist
nokkur ár við búskap vestur I
Breiðuvík á Snæfellsnesi og flosn-
aði upp. Hann fluttist suður á Sel-
tjarnarnes og síðan inn í Reykja-
vík. Við þau búferli lenti hann þeg-
ar í stappi, og voru brigður born
ar á, að hann væri sannur beykir
að iðn, þar eð hann vantaði sveins-
bréfið. En fyrst og fremst stóð
yfirvöldum stuggur af honum sök-
um þess, að hann var drykkju-
•maður af því tagi, að hann sýnd-
ist ekki eiga viðreisnar von, o®
þar á ofan orðinn flogaveikur. I
kaupstaðnum var íhann sekur fund
inn um ávísanafölsun, og fyrir það
var lionum dæmd fimmtán daga
fangelsisvist, enda þótt hann
greiddi sjálfur skuldina fljótlega.
Hann var bezta rímnaskáld ís-
iendinga um langan aldur, og ótald
ir voru þeir, sem yljuðu sér við
kveðskap hans, bæði um hans daga
og lengi síðan. Þetta frelsaði hann
þó ekkl M þvl, að Fjölnismenn,
sem um sumt íentu í hafvillum
eins og ógeðþekkar stefsetningar-1
•hugmyndir þeirra vitna um,
negldu hann á kross i hita vand- •
lætingar sinnar, líkt og handa
landsmönnum að hrækja á. Þetta
gerðist um sama leyti og tvíkvæn-
ísmiálið var að heíjast, svo að flest
iagðist þá á eitt að auðmýkja hann.
Hann galt þess, að hann var full-
trúi gamallar Sfcáldleifðar, sem
mönnum nýs tíma var í nöp við,
þótt sjálfir ættu þeir rætur sínar
í þeim jarðvegi, en kannski kom
hér líka ti'l, að Fjölnir vildi ná
sér niðri á Sunnanpóstinum. Sig-
urður lá vel við höggi, því að í
rímnakveðskap hans var margt
óskáldlegt og smekkvana, þótt
höfuð bæri hann og herðar yfir
aðra, er á þau mið sóttu samtímis
honum. í •meginatriðum höfðu
Fjölnismenn rétt fyrir sér í deil-
unum við Sigurð, að dómi þess, er
öllum málum skipar að lokum —
eftirtímans. Samt voru þeir skefja
lausir og einstrengingslegir í af-
stöðu sinni og ekki skyggnir á það,
hvað rímurnar höfðu verið íslend-
ingum og voru enn á þessum tíma.
Sigurði varð þessi vægðarlausa
árás skáldbræðranna eigi lítil raun
ofan á annað, er á hann stríddi,
og heiðari væri skjöldu.- Fjólnis-
manna, ef þeir hefða farið vægi-
legar með vöndinn en þeir gerðu
í þetta sinn.
Það væri því synd að segja
Mfið léti blitt að Sigurði Breiðfjörð.
Yfirvöldin kváðu upp yfir honum
'hýðingardóm og fangelsisdóm.
Mestu fagurkerarnir á hans dög-
um fordæmdu skáldskap hans eins
freklega og orðið gat og brugðu
honum jafnvel um vitsmunaskort.
Lauslyndi hans sjálfs felldi á hann
þann dóm, sem óumflýjanlega
leiddi til ógæfu og vanvirðu.
Menn jörðuðu hann með næsta
lítilli viðhöfn. Dómkirkjuprestur-
inn, séra Ásmundur Jónsson, flutti
enga ræðu við útför hans, og gift-
ingarhringurinn var tekinn af konu
skáldsins að veði fyrir greftrunar-
kostnaðinum. Ekki er ótrúlegt, að
sumum góðum mönnum hafi þótt
landhreinsun að dauða vandræða-
skáldsins. Og kannski hafa þeir
haft að sumu leyti rétt fyrir
sér, úr því sem komið var.
En reyndar var Sigurður Breið-
fjörð efcki dauður. Hann hélt
áfram að lifa. Seytján árum síðar
árið 1863, reisti Kvöldíélagið í
Reykjavík minnisvarðann góða á
leiði hans, og ura langa framtíð
r f M I N N - S UNNUDAGSBLAÐf(
1013