Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Qupperneq 8
Per Lagerkvist: Jóhann Ég heiti Jéhann, en er kallað- ur Frelsarinn, því mér er ætlað að frelsa mennina á jörðinni. Það er ég, sem er útvalinn til þessa hlutverks og þvi kalla ménn mig þetta. Ég er ekki eins og aðrir, enginn hér í bænum er eins og ég. í brjósti mínu hefur Herrann kveikt þann eld sem aldrei slokn- ar, og alltaf finn ég hvernig hann brennur og brennur þarna innan í mér dag og nótt. Ég er mér þess meðvitandi að ég á að frelsa þá, frelsarí að mér skuli fórnað fyrir þá. Fyr- ir trú mina, sem ég predika yfír þeiim, skuiu þeir endurleysast. Já, ég veit, hvernig ég verð að trúa, verð að trúa fyrír þá. Að allir, sem efast — að allir, sem hungrar og þyrstir og ekki Ú saðning, eiga að endurnærast af mér. í örvinglan og neyð hrópa þeir tii mín, — og ég slæ náðar- striki yifir allt með mildri misk- unnseminnar hönd, og gjöri allt gott á ný. Jó, ég á að frelsa mennina á iörðinni. Síðan ég var fjórtán ára hef ég vitað að ég var útvalinþ til þessa. Síðan þá er ég öðruvísi en allir hinir. Ég er heldur ekki búinn eins og aðrir, — þegar þár verður munur- inn greindur. í treyjunni ber ég tvær raðir af sitfurhnöppum og um mittið er bundinn grænn lindi en rauður um arminn. í snúru um hálsinn hef ég svo vindlakassa rnerki sem á að tákna unga og fagra konu, hver merking þess er man ég ekki lengur, en svona er ég nú klæddur. En festa á ósýni- legan þráð urn ennið ber ég stjörnu sem ég hef höggvið út úr blekbyttu. Hún ljómar og tindrax 1 sólinni og má sjá hana um langan veg. Birta hennar er slik að allir hljóta að taka eftir henni. Komi ég út á götuna, góna all- ir á eftir mér. Þeir verða alveg undrandi. Sjáið Frelsarann, segjá þeir hiver við annan. Því þeir vita að sá er maðurinn. Þeir vita að ég er kominn til að frelsa þá. En þeir skilja mig ekki enn. Trú þeirra er ekki sú sem hún ætti að vera. Ekki eins og mdn. Inni í þeim brennur ekki eldur, eins og í mér. Því hef ég orðið að tala til þeirra, kenna þeim að trúa, því hef ég orðið að dvelja hér um hríð. Mér finnst það svo undarlegt, — þeir sjá frelsara sinn og heyra raust hans, hann er hér mitt á meðal þeirra, og þó skilja þeir hann ekki. En einn dag munu augu þeirra opnast, og þeir munu sjá hann eins og hann er. í dag var markaður. Ég var uppi á torginu og predikaði eins og vanalega. Bændurnir stöldr- uðu við með kerrur sínar. Allir söfnuðust um mig. Ég talaði um allt það sem mér bjó í brjósti, um boðskap minn sem ég á að gera heiminum heyrinkunnan, um að ég væri kominn til að endur- leysa þá, að fyrir mig skyldu þeir öðlast frið. Þeir hlýddu á fullir at- hygli og ég held að orð mín hafi verið þeim hugsvölun. Ekki skil ég hvers vegna þeir hlæja. Ég, ég hlæ aldrei. í min- um augum er allt alvara. Þegar ég stóð þarna og leit yfir allan hinn mikla skara, og hugsaði um að i hverjum og einum þeirra væri sál. sem frelsa yrði frá glötun, seni eignast yrði trú, svo hún ekiki yrði ofurseld örvinglan, þá íann ég hvílíkur hátíðleiki og alvara kom 1016 T I M I N N — SUNNUDAGSRLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.