Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Side 10
r ' og þem kölluðu til frelsara síns og vildu, að ég predikaði fyrir þá. En ég sagði að ég hefði verið fjar- verandi og átf orðræður við guð minn og yrði nú að fara heim og bugsa um það, sem hann hefði sagt. Þetta var ef til vill ekki rétt. En mér fannst ég staddur meðal ókunnugra og gekk heim fullur ; sorgar. ó, þú hjarta mitt, hve erfitt er i að lifa! Hve þungbær er ekki sú ; köllun, sem mér er á herðar lögð! í dag þegar ég var á gangi úti á götunni, niðursokkinn í hugsan- ir mínar, reikaði ég mitt inn í hóp barna, sem voru að koma úr skól- anum. Þau hoppuðu í kring um mig. Sjáið Frelsarann, hrópuðu þau, lítið á Frelsarann! Þau : þrengdu sér að mér, og ég varð að stanza. Þá var það sem eitt þeirra rétti hendurnar upp og æpti: Krossfestið hann, krossfestið hann! Það var eins og sverði væri stungið gegn um brjóst mitt. Ég fann, hvernig hjartað hætti að slá, og angistarsvitinn brauzt fram á enni mínu. Þau æptu og ólátuðust, en ég losaði mig frá þeim og komst undan. Ég gekk inn í j garð Lundgrens smiðs og grét. Ég elska börnin. Enginn elskar þau svo mjög sem ég. Þegar ég út í hin björtu augu þeirra, finn ég til gleði, sem ekkert annað á jörð- inni getur veitt. Ég vildi óska, að þau kæmu til mín. Þá skyldi ég taka þau í fang mér og strjúka þeim um hárið, og þau myndu Ieggja hina litlu heitu kinn sína að minni... Þannig hef ég oft séð litla snáð- ann hans Jóhanns bakara gera, þegar Jöhann er seztur til hvíldar ; á kvöldin — þá hef ég séð, hvernig ; hann klappar föður sínum á kinn- ina og leggur handleggina um háls- i inn á honum, og þannig hafa þeir lengi setið án þess að hugsa um neitt annað. Þá hefur mig oft . langað til, að lítil hönd klappi mér ; þannig ... En hann, sem frelsa skai menn- 1 ina, hann fer einsamall, sem meðal ókunnugra. Hann á ekkert heimili hér, enga gleði, enga sorg, sem af jarðneskum toga er spunnin. ; Hann er útlægur, því að í honum brennur eldurinn, sem mun eyða þeim. Hver er hann, sem ekki er eins og þeir? Krossfestið hann! Krossfestið hann! Aðeins trúa og trúa! Trúa fyrir þá alla! Æ, á kvöldi hverju er ég svo þreyttur sem ég hefði lifað þúsund mannsaldra. Ég læt fallast niður á bælið og fell i svefn eins og dýr. Aðeins stjarnan liómar yfir dauðþreyttum líkama mínum, svo ég skuli vakna aftur og trúa enn meir. Hví hef ég verið útvalinn til þessa? Oft þegar ég sit hér uppi við gluggann á framfærslustofnun- inni og horfi yfir borgina, þykir mér svo undarlegt, að aðeins ég eigi að frelsa þá. Ég, sem er svo vanmáttugur, margir hafa meira vald og áhrif á jörðinni en ég. Köllunin hvílir á mér eins og byrði, sem ég er of veikburða til að bera, ég er næstum fallinn nið- ur á hnén. Þá fyllist sál mín slikri angist . . • Frelsari þeirra, — ekki má hann hníga niður? Ekki má hann finna til angistar í sál sinni? Ó, hví skal ég, sem er veik- byggðastur allra, trúa fyrir þá? Seinni hluta dags, þegar ég kom gangandi yfir torgið, mætti ég for- stöðumanninum. Þegar hann gekk fram hjá, kinkaði hann vingjarn- lega kolli. Góðan dag, Jóhann, sagði hann. Ég næstum stanzaði... Góðan dag, Jóhann, sagði hann aðeins. — Jóhann, ekkert annað. Ekki síðan ég var barn hefur nokikur ávarpað mig þannig. — Nú man ég, að það var móðir mín, sem ávárpaði mig svona. Hún tók mig í fang sér og strauk á mér höfuðið . . . Nú man ég það svo vel, þegaræg hugsa um það. Góðan daginn, Jóhann. .. Hún var mér svo góð, á kvöld- in kom hún heim og kv-eikti á lampanum og bjó til mat, og svo skreið ég upp í .fang hennar. Hár hennar var fagurgult, hendur henn ar fíngerðar og hvítar, því hún skúraði gólf á daginn . . . Nú man ég allt svo vel.. . Það er hún, sem ég ber um hálsinn, það er mamma. Góðan dag, Jóhann ... Mikið var gott að heyra hann segja þetta. Svo öruggt og gott. Það var eins og allt yrði dauðahljótt innan í mér, enginn órói, engin hræðsla við neitt. Aðeins Jóhann, ekkert annað. Ó, ef ég aðeins fengi að vera eins og allir aðrir! Ef ég fengi að taka af mér tákn frelsaraköllunar minnar, ganga um sem einn þeirra, aðeins vera sem þeir. Fengi að lifa í friði og spekt við veraldlega sýslan mína eins og aðrir gera, dag eftir dag, og leggjast þreyttir til hvíldar að kvöldi eftir veraldar- vafstur, og vanaskyldur, ekki að- eins af að trúa og trúa . . . Ef til vill gæti ég orðið aðstoðar- maður Lundgrens smiðs. Eða sóp- að garðinn, þótt það sé erfitt. Og þá væri ég eins og þeir. Og það myndi ekki vera sem eldur brynni innan í mér! Engin sálar- kvöl myndi brenna mig meir. Aðeins Jóhann. Ekkert annað . .. Þeir myndu allir vita, hver ég væri, sæju mig hvern dag ganga til starfa minna . . . Jóhann, það er hann, sem sópar garðinn . . . Ó, hvers vegna á ég að frelsa þá — ég, sem er fátækastur og veikastur allra — ég, sem vil lifa hér í kyrrð, svo þakklátur jörð- unni, sem hefur boðið mér hingað til sín. Eins og gestur, fallinn á kné við hið ríkulega búna borð, eins og blóm, sem vart stendur upp úr vellinum. Ó, Guð, Faðir minn, ef það er mögulegt, þá tak þú þennan ka- leik frá mér. Nei, nei! Ég má ekki efast! Ekki svíkja þá! Hvað er það, sem vill afvega- leiða sál mína? Hvað er það, sem vill steypa þeim öllum niður í djúp myrkranna, og láta mig bregðast þeim? Eitthvað óttalegt hefur hent mig! Hvað er það? Trúi ég ekki lengur? Jú, jú! Ég trúi meir en nokkru sinni fyrr. Ég skal frelsa þá! Það er ég, það er ég, sem á að frelsa þá! Ég geng og geng hér í nóttinni, á enga ró til. Á götunum, úti á vegunum, langt inni í s'kóginum og aftur til baka. Stormurinn þýtur, skýin rekur áfram á himninum, hvar er ég . . .höfuðið brennur að innan .. . ég er svo þreyttur . .. Já, ég trúi! Ég trúi! Ég á að frelsa þá. Mér skal fórnað fyrir þá! Bráðum, bráðum . . Hví kenni ég slíkrar angisfc- ar.. .? Frelsari mannanna, ekki má hann kvíða og láta hugfallast eins og ég? ni8 T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.