Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Blaðsíða 16
á Kópask&ri. Bakki reis upp á auðri ströndinni til ómetanlegra þæginda fyrir alla, sem viðskipti ábtu við félagið, en Árni var þar 9tarfs*iaður, einn bræðranna frá B’T'tefciu. Bæði voru þau hjón sam he ft, þrekið frábært, festa í fram- ko.tKi og góðvild í svip og löng un til að leysa hvers manns vand ræði einstök. Með landnámi þeirra var stað urinn helgaður samhjálp og þeirri lífstrú, sem alltaf sér birtu fram undan. í þessum þætti verður fyrst og fremst getið tveggja þeirra manna, sem mestan þátt hafa átt í, að gera draum samvinnunnar að veru leika á þessum stað og um leið að sameina héraðið í eina samstæða heild og gera sögu þess um margt glæsilega og stóra, en þeir eru Björn Kristjánsson og sonur hans af fyrra hjónabandi, Þórhallur Björnsson, annar nýlega níræður, hinn sextugur. Þeir hafa verið kaupfélagsstjórar á Kópaskeri um hálfa öld. Á fundi í febrúar 1916 var Björn ráðinn kaupfélagsstjóri. Hann fæddist á Vikingavatni 22. febrúar 1880 og var því ný orðinn 36 ára, ekkjumaður eftir stutta sambúð við fyrri konu sína, Gunnþórunni Þorbergsdóttur frá Sandhólum, en hún Iézt í marz 1911, en Þórhall- ur er sonur þeirra. Faðir Björns var Kristján bóndi á Víkingavatni, Kristjánssonar bónda í Ærlækjar seli, Árnasonar, Þórðarsonar á Kjarna. Er margt góðra náms- manna afkomendur Þórðar. Móðir Björns var Jónína Þórarinsdóttir, Björnssonar. Er það Víkingavatns ætt, og eru miklar gáfur ekkl síð- ur þeim megin. Björn er óskóla genginn, en þó mjög vel menntað ur. Hann var þrjá mánuði við nám hjá séra Benedikt Kristjánssyni á Grenjaðarstað og byggði síðan of an á með sjálfsnámi. Hann varð brátt fær að lesa bækur á Norður- landamálum og hefur lagt sig sér staklega eftir ævisögum og saga fræði. Einnig les hann enslku full um fetum og hefur auk marg# annars á þeirri tungu lesið vand- lega ýms stærstu verk Maeaulays, en hann er eins og kunnugt er einn frægasti sagnfræðingur enska liberalismans. Auk þess er .hann auðvitað vel að sér í íslenzkum bókmenntum, bæði að fornu og nýju og á gott bókasafn. Þegar hér var komið hafði hann verið bóndi á Víikingavatni og var þaulkunnugur búskap og brenn andi í anda fyrir öllu, ar að hom- um laiut. Einnig hafði hann gerzt víðreisuil, farið tvær ferðir hiring inn í fcringum landið sem fuUtrút og fylgdarmaöur Myklestads við útrýmiugu fjáhkláða og kynntist á þeim ferðum vel bæði landi og þjóð. Ilann hafði og verið enduir skoðandi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, og var því vel kumnugur öllu, er viðkom rekstri þess. Haun kom því sízt varbúinn til ieilks, ©r hann var kvaddur til forystu inn- an hims unga félags á Kópaskeri. Útskálar í K»patkeri, hús Björns og Rannveigar. 304 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.