Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Blaðsíða 3
í náttúrunni er sífelld barátta, og sá, sem lakar er bú- inn til sóknar eSa varnar, lýtur I lægra haldi. En ekkl er aflið einhlítt. Mörg dýr kunna þá list að gera sig stærri og ægilegri en þau eru til þess að hræða óvininn. Froskarnir örva ekkl munnvatnskirtla okkar, en snákum, veslum og krákum finnst bragðið bara gott. Steðjl að hætta, láta þeir hausinn siga, reisa sig upp á afturfæturna og belgja sig út. Þeir eru að gera sig ægilega, og oft dugar þetta. ígulfiskurinn er líkastur peru, þar sem hann iónar. Verði hann hrædd- ur eða festist hann á öngli, breytist hann á fimmtán sekúndum. Skyndi- lega er skrokkurinn alþakinn hvöss- um broddum, sem standa út. Við tálknin er pokl, sem hann getur þanið út á svipstundu. Hann flýtur upp, unz hann er kominn f vatns- skorpuna, og þar lætur hann sig reka og er svo óárennilegur, að eng- inn bekkist við hann. Mauriguil getur ekkl þanið sig út. En á honum eru sextán þúsund broddar, sem sltja á rót i hreyfan- legum vöðvum. Þegar hann dregur vöðvana saman, rísa broddarnir sex- tán þúsund. Beltisdýr hefur þann hátt á að vefja sig saman. Höfuð og hali falla f skarð f hornskildinum, sem hlífir því, og rándýrum tekst ekkl að festa tennur á kvikindinu, þegar það hefur hniprað sig saman. Eðla ein bftur f haiann á sér og hringar sig saman. Skrokkurinn er þakinn göddum, nema kviðurinn, og með þessum hætti tekst hennl að veita viðkvæmasta hluta iikamans nauðsynlega vernd. Ein broddgaltartegund lætur sér ekki nægja broddana. Hún getur grafið sig niður svo hratt, þar sem jarðvegur er laus, að engu er likara en dýrið sökkvi bókstaflega niður f jörðina. 1 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 291

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.