Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 6
þó að ótrúlegt kunni að þykja, þá
finnst mér alltaf, að ég hafi í raun
og veru aldrei átt annars staðar
heima en í Græna húsinu. Auk
þess bar svo þráfaldlega að garði
næturgesti framan úr sveit, og þá
var bara að þrengja betur að sér,
og taldi það enginn eftir. Samvinn-
an milli sveitafólks og bæjarbúa
var alltaf góð. Vitanlega var það
héraðið, sem bjargaði bænum —
upp á annað var ekki að hlaupa,
— og gerir raunar enn, þvi að
viðgangur Sauðárkróks byggist
hvað mest á því að hafa þetta
stóra og góða hérað á bak við sig.
Auðvitað átti öll alþýða hér í
bænum ekki neitt á þessum árum,
jafnvel stundum ekki mat til
næsta máls þegar fram á vetur-
inn 'kom — bara hafragrjón og
vatn út á, stundum kannski súr.
Kjöt og fisk höfðu menn gjarna
eitthvað framan af vetri, en það
vildi ganga upp. Mjólk sást ekki,
nema þá sem vinargjöf frá kon-
um frammi í sveit, og svo fékkst
hún stundum í vöruskiptum. Upp
úr 1910 fór einn og einn maður
að fá sér kú. Var mjólkinni þá
miðlað eftir þörfum og ástæðum,
en það þekktist ekki, að hún væri
seld. Kúm smáfjölgaði svo í bæn-
um, og munu ha'fa verið eitthvað
á annað hundrað, er þær vor-u
flestar. En er Mjólkursamlagið tók
til starfa lagðist sú búgrein niðu-r
hér í bænum. Ekki þekktist held-
ur þá, að fiskur væri seldur hér
í fjörunni. Menn sögðu bara við
náungann: „Taktu þér í soðið,
góði“, og svo var það útrætt mál.
Upp úr 1910 fóru einstaka
menn einnig að koma sér upp
geitum og kindum. Geiturnar eru
horfnar, en kindurnar halda enn
velli, þó að þeim hafi fækkað eft-
ir því, sem atvinna hefur aukizt,
og ég held, að meginástæðan til
þess, að surnir hafa hér enn
nokkra kindaeign, sé fremur and-
leg nauðsyn en efnaleg. Verzlun
öll við bændur var hrein vöru-
skiptaverzlun. Og í verzlunum var
úttekt bara gegn vinnu, sem verzl-
unin, eða vinnuveitandinn. verð-
lagði í raun og veru sjálfur, —
og svo ef til vill einhverjum fisk-
uggum. í róður fóru menn yfir-
leitt ekki nema til þess að fá sér
í soðið. Að vísu tók Popp kaup-
maður fisk og verkaði — lét
þurrka hann hér niðri á mölum.
En afli var sjaldan mikill, og
menn gerðu sig ánægða með lít
ið. Ég reri einu sinni tvö sumur
og fé'kk hundrað pund í hlut. Það
þótti alveg tætingsafli.
Tveir til þrír bátar reru héðan
til Drangeyjar frá því ég man
fyrst eftir og þangað til sá útveg-
ur lagðist miður. Bjarni heitinn
Jónsson var með stóran bát og
fjölmenna áhötfn, en auk hans
reru til Drangeyjar þeir Hálfdán
Kristjánsson og Þorkell Jónsson,
en þeir voru báðir einir á báti.
Drangey bjargaði öllu á vorin.
Þaðan kom fyrsta nýmetið, því að
yfirleitt var ekki róið í fisk fyrr
en Drangeyjarvertíð var lokið.
Verkamannafélag var stofnað
hér 1904, en það átti erfitt upp-
dráttar, lengi vel. Sumir, sem það
var þó stofnað til að vernda, höfðu
takmarkaðan skilning á gildi þess,
og harðvítugir menn voru 1 and-
ófi og réðu öllu um afkomu al-
þýðu og töldu sig eiga að gera
það.
Nokkur vinna var jafnan við
sláturstörf á haustin. En hún var
bæði erfið og óþokkaleg. Slátrun
fór öll fram úti og í hvaða veðri
sem var. Bændur sáu um hana
sjálfir og réðu menn úr bænum
sér til hjálpar. Öll vinna var
greidd í sláturafurðum, og var
alltaf hið bezta samkomulag milli
bænda og tómthúsmanna um það.
Unnu sömu menmirnir að þessu
saman svo árum skipti. AJlt kjöt
var saltað niður og mest í spað.
En margir bændur, einkum þeir
efnaðri, lóguðu sínu fé heima og
fluttu svo afurðimar hingað.
— Hvenær heldurðu, að fyrst
hafi verið farið að greiða vinnu í
peningum hér í bænum?
— Ég hygg, að ég megi full-
yrða, að það hafi ekki verið fyrr
en 1912, þegar vinna hófst við
gerð vegarins hér fram héraðið
vestanvert, Sauðárkróksbrautar-
innar, eins og hún er víst kölluð
nú. Og þá var allt greitt
i silfri, fimmtíu aura —
krónu — og tveggja króna-
peningum. Þá, og síðan
nokkur ár, var tímakaup full-
orðins manns 35 aurar, eða þrjár
og fimmtíu á dag fyrir tíu stunda
vinnu. Árið 1914 byrjaði ég í þess-
ari vinnu, þá „kúskur“, og hafði
nítján aura á klukkustund. Eins
og fyrr segir var þessi vegagerð
hafin hér í bænum 1912, en þeg-
ar ég byrjaði, var vegurinn kom-
inn fram fyrir Gilsgilið, en þó var
eftlr að s-'.^ypa bogann yfir gilið.
Pétur Þorsteinsson. Reykvíkingur,
var verkstjóri fyrstu þrjú árin, en
síðan Guðjón Bachmann, Borgnes-
ingur. Vinnan var erfið, eða svo
myndi sjálfsagt þykja nú. allt unn-
ið með handverkfærum. En hún
var svo sem ekki erfiðari en menn
áttu að venjast í þá daga. Þá áttu
menn þess ekki ko9t að velja um
vinnu. Menn urðu að taka því,
sem bauðst, eða hafa ekkert ella.
Flo'kksstjóri fyrir mínum vinnu-
flokki var Sigurður Pétursson, síð
ar verkstjóri við vitabyggingar,
harðduglegur maður. Þessi vinna
var álkaflega mikið bjargræði á
sinni tíð, og hvað kaupgjald
íhrærði var með henni algerlega
brotið í blað. Að öðru leyti var hér
lítið um peninga manna á mini
fyrr en hafnargerðin hófst 1937.
En síðan hefur það haldizt, að at-
vinnurekendur greiddu vinnulaun
í peningum, án allra eftirgangs-
muna — með einstaka undantekn-
ingum þó.
— Löngum hefur verið tölu-
vert af verzlunum hér á Krókn-
um. Veittu þær ekki stundum tals
verða atvinnu?
— Ja, það var þá helzt við upp-
skipun og útskipun á vörum. En
þá var nú um minna vörumagn
að ræða en nú er orðið. Út var
náttúrlega aðallega skipað land-
búnaðarafurðum — kjöti, gærum,
ull og svo hrossum. Jú, þetta
veitti nokkra vinn-u, en ekfci var
hún nú tekin út með sitjamdi sæld
innf. Aðstaðan var ekki beinlínis
þægileg. Lengi vel var notazt við
tvær flotbryggjur. Átti Höpfners-
verzlun aðra, en Gránuverzlun
hina. Þær varS að taka upp og
setja fram eftir því, hvernig stóð
á sjávarföllum.
Svo kom bryggja Kristjáns
kaupmanns Gíslasonar 1914 eða
þar um bil, að því er mig minn-
ir. Hann hafði afgreiðslu Eimskipa
félagsins og sá úr þvi um upp-
skipun fram yfir 1930. Við flutn-
ing vörunnar milli skips og
bryggju var notaður fjórróinn bát
ur, sem mun hafa borið sjö eða
átta smálestir. Úr honum var vör-
unum lyft upp á flotbryggjuna.
Tunnurnar að vísu — en þá flutt-
ist, talsvert af vörum í tunnum —
dregnar upp úr bátnum með eins
konar „ski'úfutógi“ og svo velt
upp bryggjuna. Önnur vara, svo
sem öll sekkjavara, var borin á
bakinu upp bryggjuna. Síðan upp
brattan malarkamb og inn í pakk-
846
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAf)