Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Síða 16
Ung stúlka að rækja tesiðina japönsku. Þetta er regla sem gildir um alla þjóðfélagsþegna — nema hina voldugustu forstjóra. Meðal þeirra er ekki neitt aldursmark. Vinnulaun eru lág. Meðallaun þrjátíu og tveggja ára gamals manns með sex starfsár að baki, eru um þrettán þúsund krónur á mánuði. En af þessu eru teknar um tvö þúsund krónur i skyldu- sparnað á mánuði. Það fé á hann svo að f-á, þegar starfsævi lýkur, því að aðrar ellitryggingar eru varla til í Japan. Það, sem hálf- sextugur maðúr telst eiga inni, þegar honum er vísað á dyr, end- ist honum þó ekki að jafnaði til framfærslu nema í fimmtán ár. Framfærslukostnaður er meiri en menn kunna að ætla. Allir Jap- anir nærast á hrísgrjónum, og kíló- grammið af þeim kostar tvö hundr- uð jen. Jenið jafngildir nokkurn veginn þrjátíu aurum, og þess vegna kostar hrisgrjónakílóið upp undir sextíu krónur. Fiskur er miklu algengari matur en brauð og kostar ekki minna en hundrað og tuttugu krónur kílógrammið. Kjöt er tvöfalt dýrara. Húsaleigan er ekki heldur neitt smáræði. Það er japönsk venja, að þrír eða fleiri ættliðir búi saman. Feiknarlega stór leiguhús hafa ver- ið reist, en af því að dýrt er að búa í þeim og fjárráð fólks naum, hefst fjöldi fólks við í hverju her- bergi. Mikillar menntunar er krafizt. Níu ára skyldunám hefur verið í Japan í tvo áratugi. En efcki stoð- ar að láta staðar numið við skyldu- námið. Unga fólkið flykkist í há- skólana, og í einum þeirra eru stúdentar ríflega hundrað þúsund. Síðan er auðvitað aragrúi tækni- skóla og iðnskóla af öllum tegund- um, og mikill fjöldi fullorðins fólks stundar heimanám að stað- aldri. Því þjónar kennslusjónvarp átján klukkustundir í viku hverri. Kapphlaupið um háskólamennt- unina veldur því, að háskólar, sem njóta sérstalks álits, veita ekki við- töku nema sérstökum úrvalsnem- endum. í fyrra vildi á fjórða þús- und stúdenta komast í læknadeild eins slíks háskóla, en aðeins þrjú hundruð voru teknir. Samtímis börðust fimm þúsund nemendur um fjögur hundruð sæti í tækni- háskóla einum. Miklu fleiri ljúka háskólanámi en komizt geta að störfum í sér- grein sinni að námi loknu. Háskóla próf tryggir mönnum engan veg- inn góða stöðu. Og þegar til kast- anna kemur, er það ekki góð frammistaða við nám og störf, sem ræður því, hverjir fá eftirsóttustu embættin, heldur auður og ættar- tengsl. í Japan drottna eitthvað þrjú þúsund ættir í öllum meiri háttar atvinnufyrirtækjum, bönk- um og viðskiptafyrirtækjum, emb- ættiskerfinu og stjórnmálalifinu, og þær kunna að beita valdi sínu sér til framdráttar. Þessar ættir ráða efnahagsstefn- unni. f landinu er auðvitað þjóð- þing, sem samþykkir lögin, og rík- isstjórn, sem frarafylgir þeim, en bak við tjöldin eru það iðjuhöld- arnir og kaupsýslumennirnir, sem öllu ráða. Japan er auðvaldsríki, þar sem stjórnmálamönnunum er stjórnað af stóreignamönnunum. Japanir eru stórveldi á heims- markaðnum og fara þar sínu fram. Veldi þeirra nær alla leið til Evr- ópu, og er þess skemmst að minn- ast, að þeir eru um þessar mundir að semja við spænsku stjórnina um heimild til þess að reisa og reka stáliðjuver á Spáni. Með því ætla þeir að ná undirtökunum í mikilvægri starfsgrein í einu af vanþróuðustu löndum Norður- álfu. Japanir gera hvort tveggja í senn: Dyngja framleiðsluvönu sinni á heimsmarkaðinn og verja heimamarkaðinn með ströngum innflutningslögum, sem leggur stjórnarvöldunum sjálfum í hend- ur, hvað þangað kemur af útlend- um varningi. Þar að auki eru inn- flutningstollar háir. Japanir eiga mikil skipti við ýms vanþróuð lönd. En þeim viðskipt- um er svo hagað, að þeir kaupa nálega einvörðungu hráefini, sem þeir vinna síðan og breyta í dýra vöru, er þeir selja þessum sömu þjóðura aftur að nokkru leyti. Jap- anir leggja fram raikið fé til hjálp- TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ Mótmælafundur japanskra stúdenta í Tokíó. 856

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.