Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 22
landi? Þið eruð asnar! Og við ber- um ekki ábyrgð á lauslætinu í blökkumannahverfunum, þegar búið er að slökikva á kvöldin. Guð mun hegna ykkur, sem lifið í synd og bætið glæp á glæp. Burt! Ég get ekkert gert fyrir þig. Farðu til þessara kommúnista, sem er svo annt um ykkur. . . Næsta!“ Sara hrökklaðist út. Það var «kki hún, sem stýrði fótum — það •oru þeir, sem báru hana brott. >rð feita embættismannsins flumdu enn í eyrum hennar: Barn ið, sem hún gekk með, fæddist til þess að berjast við hvítu menn- ina. . . hún gat talað við kommún- istana. . . lauslætið í blökku- mannahverfunum. þegar búið er að slökkva á kvöldin. . . Honum skiátlaðist, manninum, var hennar fyrsta hugsun. Hvaða ljós átti að slökkva í blökkumanna hverfunum? Þar var engin lýsing. Og barnið hennar — yrði það svart? Hún grét með svo mikl- um ekka, að hún nötraði öll. Með veikum burðum dróst hún til dyra. Dyravörðurinn kraftalegi stóð enn við dyrnar, tilbúinn að hleypa þeirri næstu inn. Hann greip utan um hana, og þegar hún sneri sér við. sá hún Janna gegnum tárin. Hann stóð enn í forsalnum og horfði á eftir henni. Reiðin sauð niðri í henni, þegar hún festi á honum augu, og enn einu sinni spurði hún sjálfa sig, hvers vegna í ósköpunum hún h'afði leynt nafni barnsföðurins. Gerði hún það hans vegna eða gerði hún það vegna sjálfrar sín? Ef hún segði sannleikann, yrði henni vafalaust varpað í fangelsi og síðan yrði hún dæmd fyrir að hafa haft sam- band við hvítan mann og seld í þrældóm hjá einhverium bónda. Þannig höfðu þeir farið með bróð- ur hennar, og svo dó hann snögg- Iega í fangavistinni hjá bóndan- um. Það var ekki nema eitt ár síðan það gerðist. En samt sem áður: Hvers vegna hafði hún hlíft þessum sama lögresluþióni og handtók bróður hennar? Þessi holdugi og voldugi em- bættismaður þarna inni — hann óð í villu og svíma. Hann vissi ekki, að það var einmitt bessi und- irtylla hans, sem skriðið hafði til hennar i fátæklegt bólið, kysst á henni brjóstin og kal.lað hana litlu, fallegu negrastelpuna. Hann var írwkkur cg áleitinn á meðan har.n var úts í blökkumannahverf- inu. En það var annað upplitið á honum, þegar hann sá hana með- al hvítra manna. Hún flýtti sér út. Hún gekk meðfram biðröðinni, og kom þar auga á konuna, sem spurt hafði, hvaða erindi hvítu mennimir ættu eiginlega í blökkumannahverf- in. Þá stundi hún þungan. Hún vissi, til hvers þeir komu þangað. Eldrauð sólin var hnigin til vesturs — senn komið sólarlag. Þannig lauk hverjum degi. En hvað varðar mig um það? hugsaði hún. Hörmungar mínar eru að byrja. Einn góðan veður- dag kemur lögregluþjónn, sem slítur af mér barnið mitt, því að það á að vera þar á skrá, sem fað- ir þess fæddist. Hvar verður það? Sól mín gengur aldrei til viðar, tuldraði hún í barm sér. J.H. þýddi. Sjálfur finn ég, aö ég er manneskja Framhald af 844. siðu. eru fleiri en ég, sem segja, að þetta séu listaverk". ,,Ég held, að það sé lausn gát- unnar um verk þessa vangefna fólks“, heldur Karottki áfram, „að það hefur frjálsari skynjun forms og Íita en þorri fólks og dregst ekki með hömlur, sem verða öðrum, er meira vita um veröldina i kringum sig, oft og tíðum til trafala við myndagerð.“ Hann segir líka: „Þá breytingu, sem orðið hefur á geðslagi þessa fólks og lífsviðhorfum, rek ég f..i. — ■■ ■ ■■■■■■■ — Lausn 35. krossgátu fyrst og fremst tii þess, að hér hefur það fundið verksvið, þar sem það nýtur sín. Það er ekki lengur sjálfu sér til leiðinda. Það hefur fengið jörð að standa á, og það held ég, að sé frumskilyrði þess, að nokkrum manni geti liðið þolanlega. Sjálfur finn ég, að ég er manneskja, þegar ég geng að starfi með þessu vangefna fólki. Það er ekki af því, að mér er gefin meiri greind en því, heldur af því, að ég finn leggja frá því mann- lega hlýju til mín. Mannfélagið dæmir marga til taps og tortím- ingar. Skólarnir eru þvl miður oft eins og nokkurs konar flokk- unarvél, sem vamar því, að sá, sem stendur höEum fæti, fái að njóta sín í friði. Þeir ættu að hjálpa öllum til þess að skynja, að þeir eru nokkurs virði, en stað- festa ýmsa iðulega í þeirri dapurlegu trú, að þeir séu ekki til neins nýtir. Það er skylda sam- félagsins að veita öllum tækifæri til þess að finna, að þeir geti þó að minnsta kosti eitthvað“. „Ég efast að vísu um, að kleifb sé að endurtaka það, brotalaust, sem mér hefur auðnazt að gera hér, í fjölmennum hælum“, segir Karotbki að lokum. „Ég held, að það hafi mikið gildi, að þessir fimmmenningar eru til skiptis hjá mér við störf sín og heima hjá sér. En ég þykist lika vita, að margt vangefið fólk gæti fundið sjálft sig á öðrum sviðum — til dæmis ef alúð væri lögð við að þroska tónlistargáfu þess, sem oft getur verið fast að því í öfugu hlutfalli við það, sem við köllum almenna greind“. KfyR i Jt fl KM b i> * K I S NB fl L r fí u K Í- b *■ Í? K'AT fí K I* RÚ LA C. r A ft D K fi N N L £ Qirx * f/> A B K A F L fí S 1 s u n n a s r ’b l r n * A » A N F A R I L fí K B U C £ L Ú X B X V fí ) a u l k e x b rr fí r/ s L it Ó S T l N /V t F / S L b r £ S E / A/ F 6 X ft i 2 a m b t i n / n a N fl F * F P N C fl X S’i N F ÖsÆ »V fl R A L L L A c fí r 'o fí H r r i N £*? K 'fí M 'n H i s T U K-»'OT><fXfísruX I M 862 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.