Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 10
Á vegum Ríkisút'gáfu náms- bóka hefur verið hrundið af stað bókaflokki sem kallast Bók menntaúrval skólanna. Ásamt öðru starfi á þeim vettvangi í seinni tíð er framtak Ríkisút- gáfunnar til marks urn vaxandi skilning manns. á nauðsyn víð- tækari bókmenntalestrar í skól- um. Ber að fagna því og vænta að slíkri starfsemi verði fram haldið. Fyrsta sagan í Bók menntaúrvali skólanna kom á markað í vor, upphafsbók F.iall- kirkjunnar eftir Gunnar Gunn- arsson, Leikur að stráum. Þessi Leikur að stráum er hluti miklu stærra skáldverks, þótt sagan standi að vísu prýðilega fyrir sínu án samhengis við seinni hluta Fjallkirkjunnar. Ekki er ætluinin að fara hér mörgum orðum um Fjallkirkj- una, mesta og fe-gursta verk Gunnars Gunnars-sonar. Auð- ugra skáldrit getur ekki frá hendi íslenzks sagnaskálds. List fengi höfundar og íþrótt, næm- leiki hans og skyggni í gerð þessa mikla verks mun eiga fáa sína líka þótt leitað sé vítt um til á íslenzku í búningi höfund- ar sjálfs. Þýðing og frumtexti eru að vísu jafnan sitt hvað og fullkominni e-ndurspeglun verð ur aldrei náð, til þess eru tungu mál of ólík sín í milli. En ætla mætti að höfundur komist nær frumtexta verksins en aðrir menn. Skoðanir hafa verið skiptar um hvort rit samin á erlendu máli geti talizt til is- lenzkra bókmennta. Nú munu þó fáir vilja synja slík-u sagna- skáldi sem Gunnari Gunnars- syni um rúm í íslenzkri bók- menntasögu, enda sverja verk ÞAU ÁR ERU LIÐIN... útgáfa telst af þei-m sökum bók- menntaviðburður að nú birtist sagan í fyrsta sin-n í íslenz-kri þýðingu höfundar sjálfs. Um Fjallkirkjuna hefur nokk uð verið ritað á íslenzku og sumt prýðilega. Merkast af því munu vera tvær ritgerðir Hall- dórs Laxness og sálfræðileg könnun Sigurjóns Björnssonar, Leiðin til skáldskapar. En varla eru þessar ritgerðir við hæfi ungra lesenda. Aftan á titil- blaði hinnar nýju útgáfu Leiks að stráum er þess getið, að Sveinn Skorri Höskuldsson hafi „séð um útgáfuna". Sú umsjón virðist ekki í öðru fólgin en lestri prófaiika, því að hvorki fylgir sögunni nein greinar- gerð, skýringar né ábendingar til lesenda. Væri það þó mjög gagnlegt ungu fólki sem bókin er ætluð, enda eru skólaútgáf- ur Skálholts þannig úr garði gerðar. Tel ég inlður farið að Sveimn Skorri skyldi ekki að minnsta kopti rita formálsorð að bókinni þar sem skýrt væri frá verkinu og höfundi þess. Því fremur væri það þarft að lönd. Einkum á þetta við um þann hluta sögunn- ar sem gerist á íslandi. Steingrímur J. Þorsteinsson hefur lýst Fjallkirkjunni á þessa lund: „Hún er töfrafull- ur veruleikaheimur, dagsönn skáldskaparveröld, risin upp af reynslu höfundar, þroskasaga skálds frá upphafi vega, rakin með því að skynja umhverfi og tilveru frá hans viðhorfi. Og hér verður jafnvel hið smávægi- lega stórvægilegt: hér er ekk- ert svo lítið að það hljóti e'k-ki inntak og gildi, — yndisleiki, viðkvæmni, kímni, beiskja, — lífsauðlegð í seiðmagnaðri stíl- snilld“. Slíkt er þetta skáld- verk. Sem kunnugt er sneri Hall- dór Laxness Fjallkirkjunni úr dönSku af mikilli málsnilld og hefur sú þýðing ver- ið prentuð þrívegis í heild. Þegar Gunnar Gunnarsson tekur sér síðan ‘ fyrir hendur að íslenzka söguna mun það gert sökum þess að hann vill að bækur sínar séu hans sig öll í íslenzka ætt þótt mörg séu sarnin á danska tungu. Gunnar vill þó trúlega festa sig enn frekar í sessi með því að umrita bækur sínar á ís- lenzku þótt þær liggi fyrir í ágætum þýðingum annarra. Þar ber hæst þá Magnús Ásgeirs- son og Halldór Laxness. Fróðlegt er að bera saman þýðingar Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar á Leik að stráum. Sá samanburður verð ur þó ekki reistur á jafnréttis- grundvelli, og mun nokkuð vill- andi þar sem þýðendur standa ólíkt að vígi. Sá er vitanlega munur á, að höfundur bókar hefur miklu frjálsari hendur en annar þýðandi. Hann er ekki bundinn af frumtexta sínum en getur að eigin vild vikið frá honum, þar sem sá er þýðir verk annars manns hlýtur að fylgja frumtexta hans af fyllsta trúnaði sem við verður komið. Gunnar Gunnarsson hefur gert töluverðar breytingar á Leik að stráum. Tvö atriði skul-u nefnd sem kunna að virð- ast minni háttar en segja þó 850 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.