Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 7
Þannig ganga útflutnlngshrossin nú á skipsfjöl á Sauöárkróki. Þau þurfa ef til vill ofurlitla stund til þess aö átta slg á göngubrúnnl. En það eru ekkl nema fót og fautamennl, sem sparka í þau, þó að þau hlki við. hús. Hreint engin léttavara, því að sökkirnir voru eitt og tvö hundruð pund að þyngd. Út yfir tók þó að bera kolin. Það segir sig sjálft, að þetta var engin sældarvinna og aðstaða öli þannig að heita mátti, að upp- skipun væri óframkvæmanleg, ef nokkurt gráð var. Oft voru menn hundrennandi við þetta, því að hlífðarföt voru engin, nema ef ein hverjir áttu skinnsokka, en jafn- vel þeir voru ekki algengir. Kaffi- sopa fengu menn sendan í flösku heiman að, og hann supu menn í sig á staðnum á eins stuttum tíma og mögulegt var. Á vinnuaðstöð- unni varð stór breyting til batn- aðar þegar gamla „hafskipa- bryggjan“ var tekin í notkun um 1920. Á hana var sett spil til að lyfta vörunni upp út bátnum, og hún síðan látin á sporvagn og ek- ið upp í pakkhús. Þá fékk hrygg- urinn loksins svolitla hvíld. Svo fókk Uppskipunarfélagið sér vél- bát, sem dró uppskipunarbátana milli skips og bryggju. Horfði þetta hvort tveggja til mikilla framfara, þótt sjálfsagt þyki mönn um ekki mikið til þeirra koma nú. — Þú minmtist áðan á útskip- un á hrossum. Hvað kanntu frá henni að segja? — Jú, ég fylgdist náttúrlega með henni, þótt aldrei væri ég þar beinlínis þátttakandi. í stórum dráttum fór hún þannig fram, að fyrst voru hrossin mýld. Ég minm- ist einkum þriggja manna, sem mi'kið fengust við það og voru eldfljótir að mýla, þótt við ótam- in hross væri að eiga, en þannig var ástatt um þau flest. Það voru þeir Björn Sigfússon, Friðrik Jóns son og Magnús Halldórsson. Þeir fóru ekki ofan í réttina, heldur skriðu eftir bökum hrossanna og smeygðu þannig á þau múlum. Því mæst voru hrossin teymd fram hryggjuna. en þar var þeim hrint ofan í bátinn og bundin við þóft- una. Mig minnir, að oftast væru átta hross flutt í bátnum í einu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.