Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 2
Á ýmsum nótum Virki Bak l°kaðar , skrifstofudyr pappirs- sitja pappírs- fígrisdýr- tígrisdýr í gervi ráðherra, anna bæiarstjóra, skrifstofustjóra eða embættis- manna í einhverri mynd og ráða ráðum sínum. Þar er það til lykta leitt, hverja eigi að v skipa í ráð og nefndir. Þar er um það þiingað, hverjir eigi að fá stöður og styrki, lán og fyr- ingreiðslu af ýmsu tagi, Þar er um það fjallað, hverja eigi að sækja til saka og hverj- um eigi að vægja eða gefa upp sakir. Þar er ákveðið, hverjir eigi að fá lóðir, atvinnuleyfi, innflutningsleyfi, framkvæmda- réttindi O’g þar fram eftir göt- unum. Þar er komizt að niður- stöðu um það. við hverja á að semja um viðskipti alls kon- ar, 'kaup og sölu af ýmsu tagi. En það er sjaldnast á torg borið, hvers vegna er samið við þennan, en ekki hinn — hvers vegna þessi fær styrk eða stöðu, en ekki hinn — hvers vegna vali manna í nefnd ir og ráð er hagað eins og gert er. Þetta er ekki sagt með ís- land neitt sérstaklega í huga. Um allar jarðir hafa virki papp írsitígrisdýranna verið sem viggirt borg, torsótt öllum, er vilja vita skil á því, hvers vegna einn er tekinn fram yfir ann- an. Þar hefur leynd ríkt yfir Nú eru Danir að rjúfa múra þessarar borg- ar embættis- valds og um- boðsvalds. Um næstu áramót taka gildi ný lög, sem veita þegnunum að- gang að í'ijölum og skilrikjum um mannaval, úthlutanir. leyf- isveitinigar og samningagerðir, fiestu. Skarð í múrana ef þeir óska þess, og mikil aug- lýsingaherferð verður gerð til þess að kynna þessi nýju lög í öllum atriðum, svo að fóik viti, hvaða rétt það hefur öðlazt. Á eftir mun fylgja nýr lagabálkur um umboðsstjórn og stofnun dómstóls, sem sker úr deilum, þegar einhverjir telja sig mis- rétti beitta af ríkisvaldinu, sveitarstjórnum, ráðamönnum sjálfseignarstofnana eða öðrum þeim aðilum, sem með vald fara í umboði almennings. Með þessu á að svipta hul- unni laf ákvörðunum þeirra, sem með umboðsvald fara i einhverri mynd. Þeir verða v framvegis að vera við því bún- ir að réttlæta gerðir sínar frammi fyrir almenningi, sýna fram á, að þeir hafi farið eftir einhverju, sem gildari rök geta talizt en eigin geðþótti. „Papp- írstígrisdýrin verða að koma fram í dagsbirtuna“, segja Danir. Þessi nýju lög gerbreyta að- öll qögn stöðu þegnanna. , i Neiti sveitar- a boröið stj6rn manni um leyfi til þess að byggja bílskúr, getur hann heimtað öll gögn, sem að málinu lúta og meðferð þess. Telji nemandi kennara fara út fyrir námsskrána, á hann heimt ingu á að sjá, hvaða námsefni bekk hans hefur raunverulega verið ætlað. Svipaðan rétt á sá, sem vefengir réttmæti próf niðuirstöðu, styrkveitinga eða annars þess háttar. Það eru þó ekki málsaðilar einir, sem geta krafizt að sjá málsgögn, heldur — með nokkr um takmörkunum — hvaða maður sem er, búsettur í Dan- mörku, jafnvel þótt útlendur ríkisborgari sé. Þetta á við um stöðuveitingar, hvort heidur menn eru skipaðir i embætti eða ráðnir til starfa, launabæt- ur og launaívilnanir, útvíkkun starfssviðs og þar fram eftir 'götunum. Framvegis verður því ekki unnt að hundsa neinn um- sækjanda, án þess að starfs- hæfni hans hafi verið könnuð, né velja aðra til starfa, án þess að á takteinum séu gild rök, er styðji það val. Sama skylda hvílir á nefndum og ráð- um og sjálfseignarstofnunum: Al’lir þessir aðilar verða að geta rökstutt ákvarðanir sínar þegar þess er krafizt. Geri opinber aðili samninga um kaup eða leigu eða hvað annað sem er við félag, fyrirtæki eða ein- stakling, á hver sem er að geta gengið að öllum gögnum, sem að því lúta. Og það, sem meira er: Fari til dæmis bve°ing skóla, sjúkrahúss eða skrif- stofuhúss fram úr áætlun, get- ur hvaða skattþegn sem er feng ið að sjá samningana við verk- takana og kostnaðarreikninga alla. Hið sama gildir, ef um- sókn öryrkja er hafnað, túlk- un dómsmálaráðuneytisins á la-gaákvæðum vefengd, athafn- ir lögreglunnar gagnrýndar, réttlæti í veitingu verðlauna og starfsstyrkja dregið í efa. Um allt þetta giidir eitt og hið sama: Öll gögn skulu lögð á borðið og engu heimilt að Ieyna, og það gildir jafnt um málsmeðferð og afgreiðslu alla sem sjálfa niðurstöðuna. Hyrning- arsteinn meira réttlætis Það er von dómsmálaráðu- neytisins danska, að þessi nýju Iög verði hyrning- arsteinn betri embættisfærslu heppilegra mannavals í stöður og trúnaðarstörf og meira rétt- lætis í landinu. Þessi lög eiga að verða sverð og skjöldur al- mennings, sem þrátt fyrir allt lýðræði, hefur oft og tíðum stað ið uppi varnarlítill gagnvart geðþótta umboðsvaldsins og engan kost átt að kynnast því, hvað fram fer bak við tjöldin. Það eru sem sagt tjöldin. sem byrgt hafa sýn yfir sviðið, sem nú eiga að hverfa, ef vel tekst til um framkvæmd laganna. J H. 962 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.