Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Síða 22
sex hundruð krónur um aldamót- in. Núna fyrir tíu árum keypti é« rafmagnsrakvél, svo að ég losnaði við að vafstra með rakblöð og sápu. Hún kostaði líka sex hundr- uð krónur, nákvæmlega eins og jörð fóstra míns og sambýlismanns hans. Það var ekki tjaldað til einnar nætur, er ég fór að Svínhólum. Þar var ég í fimmtíu ár og alltaf finnst mér allt brosa þar við mér, þegar ég er þar á ferð. Átthaga- ástin er rík í mér, og ég held líka ættjarðarástin. Þeir eru fallegir, dalir íslands, og mikið yndi að vera á ferli um fjöll og hlíðar í góðu sumarveðri. Og góð og heið- arleg staða að vera bóndi og hús- freyja i sveit. Elztur sona Eiríks á Hvalnesi var Einar, sem margir kannast við. Hann var lengi bóndi á Hvalnesi, en er nú orðinn gamall og blind- ur. Hann áfcti bát, sem þeir bræð- ur höfðu smíðað, og var honum haldið út úr Hvalneskróki og oft mikið fiskað. Einar var sjálfur for- maður, góður sjómaður, veður- glöggur og fiskinn, eins og þeir bræður allir. Einu sinni var það um sumar- mál — það var raunar árið 1911, — að við vorum á sjó, og brá þá svo við, að við urðum ekki fisks varir. Kaldi var af norðaustri og nöpur golan. Allt i einu heur Eim ar orð á því, að bezt sé að fara í land — ,,ég tel þetta vera hafís- kulda“, segir hann. Rerum við nú til lands, en þegar við erum bún- ir að setja bátinn og ganga frá honum, sjáum við, hvar hafisinn kemur fyrir tangann. Mátti ekki seinna vera, að við slyppum und- an honum. Hafði ég bá aldrei séð hafís fyrr. En Einar fann á sér, að hann myndi skammt undan, og höfðu þó engar fregnir borizt af ís við Austfirði, enda ekki kominn sími á þessar slóðir á þeim árum Er skemmst af því að seeia, að svo rnikill ís barst þarna að landi, að ekkj sá út vfir hann af lág- lendi, og lá hann í hálfan mánuð við ströndina. Margs væri að minnást frá fyrri tið, ef upp væri rifiað. oe marpt, af því, sem þá var starfað er nú úr sögunni. Ég get ekki stillt mig um að minnast á veggjahleðsluna. Allir veggir voru að siálfsögðu úr torfi og króki. áður en timburhús og steinhús komu, og máttu bsta- ■'erk heita, þegar góðir hleðslu- menn voru að verki. Það var ekki bara, hve fallegir þeir gátu verið, heldur var undravert, hversu lagn ir sumir gátu verið að hlaða þá þannig, að þeir stæðu lengi. Sum- ir veggirnir högguðust lítið í hundrað ár, og höfðu þó þessir menn ekki við neitt annað að styðj- ast en augað og tilfinningu sína og gamla reynslu kynslóðanna. Ég hef sjálfur séð sauðahúsatóft, sem ég veit með vissu, að hafði staðið af sér heila öld. Þessi sauðahús voru byggð upp úr seltóftum á dal hér skammt frá. — Þar hefur mörg lagðprúð kindin átt athvarf, þegar húsaskjóls var þörf. Þó að allmikið væri um það í fyrri daga, að fólk hefði vista- skipti, voru sumir bændur svo heppnir, að sömu vinnuhjúin voru hjá þeim ævilangt, nema þá þau festu ráð sitt og reistu sjálf bú. En misjafnt var, hve menn voru forsjálir að draga eitthvað saman, svo að þeir stæðu ekki uppi tóm- hentir, þegar þeim tókst að finna sér konu. Ég heyrði sagt frá mönn- um, sem áttu fulla sjóvettlinga af peningum, aðrir lagiega hrúgu í handraðanum í koffortinu sínu. Nú nýlega heyrði ég um bónda, sem átti stóran hrútspung fullan af peningum og geymdi hann í járna- rusli úti í skemmu. Meðal þess, sem til hátíðabrigða var, voru brúðkaupsveizlurnar. Þar var oft fjarskalega gaman, oft- ast eitthvað af víni, sem þó var hóflega drukkið, en mikið sungið. Ég var tíu ára, þegar ég fór í fyrstu brúðkaupsveizluna. en alls hef ég setið þær sextán. Nú er ég orðinn gamall maður, og þeim manni, sem unnið hefur hörðum höndum alla ævi, finnst það lítið líf að vera iðjulaus. Þeim, sem eitthvað getur haft fyrir siafni borf aldrei að leiðast. SKYLDA ÞJÓÐANNA Framhald af bls. 971 jarðfræðingar, fornléifafræðing ar og þjóðháttafræðingar sam- ræma stefnu sína. Slíkar stofnanir eru í Englandi og víðar, þar sem strangar kröfur eru nú gerðar um Laússi 40. krossgátu varðveizlu náttúrufarsinis og allra sögulegra minja og menningar- verðmæta. Enginn efi er á því, að tökin verða hert í þorra landa á næstu árum, færð á víðara svið og sam- ræmd betur en verið hefur. Það er einfaldlega krafa tímans — ekki aðeins krafa sérfræðinga og framsýnna áhugamanna, heldur al- þýðu manna, sem ekki vill lengur láta ana áfram í blindni. í þessa átt stafnir í öllum siðmenntuðum löndum. Það er óhjákvæmilegt, ef ekki á að fara verr en illa, að reisa Skorður við margvíslegum fram- kvæmdum, þótt nytsamlegar séu frá peningalegu hagsmunasjónar- miði, fella þær að skipulagi, sem heflar af þeim verstu vankantana, og stofna til þeirrar samvinnu, að ekki reki sig eitt á annars horn. Það verður framvegis miklu fleira, sem taka verður tWIit til við stór- framkvæmdir en menn hafa tam- ið sér til skamms tíma. Því er far- sælast, að allir lúti með sem ljúf- ustu geði. TVEIR Á TALI Framhald af bls. 975 trúa þvi, að íþróttir hafa mikið uppeldislegt gildi, og svo er reynd- ar um margt annað, þótt við_ kom- um oft ekki auga á það. Ég er þess meira að segja fuHviss, að við getum látið flest störf og annað það, sem á vegi okkar verður í líf- inu, stuðla að þroska okkar, ef við aðeins kunnijm að stefna að því. Æviferillinn, atburðirnir, eru ekki annað en hráefni, sem við hnoð- um og togum og teygjum á ýmsa vegu, hver eftir sínum smekk og hæfiíeikum. —VS. KON/IN-v fíPbTE K N I T TE OflN n H'flLFKÖKufi Nfi N U £J7A ö r A 1? I N N j£R L js Y z L J 37 Uflf I tPöSt u r i< y A k t fl U T A N U n S L / T A L R U V N S L fl C-T fl V/ H ifllNUU/ 6 K E 'P S S U-L flCfl Ö N Ö Cr Þ fí r K i 9n 'o p a l i, /c T L A 7? U N U N A 6 'fí a'fírul? K U N A K ir i M T J 'fi M / S ’fí ö L S K 'O S K K E K /V e v r a $ A'o c tt r\ j> n 6 R £ r \*RFHJÚPUN F K 7t T 982 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.