Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Side 3
Fólk byrjar kannski búskapinn i kjallarakytru, en eykur seinna vi5 sig. Líkt fer þetta krabbakyn að. Krabbinn tekur sér bústað i kuðungi, flytur hann með sér og flyzt svo búferlum í stærri kyðung, er þröng gerist um hann. Kroppur þessa krabbakyns er linur ákomu og viðkvæm- ur, og þess vegna þarfnast hann verndar. Óvinirnir eru margir í sjónum. Krabbinn lifir á burstormum og smá- rækju, en sjálfur á hann yfir höfði sér gráðuga fiska. Ekkl rikir heldur ævinlega sátt og friður meðal krabbanna sjálfra. Þelr heyja keppni um lifsgæðin, og með þeim getur tekizt bardagi um kuð- ung, sem fientugur er til búsetu. Samræmið er ekki gott i líkamsvextl krabbanna, sem við erum hér að tala um. Önnur framklóin er löng, hln mun styttri. En klærnar nota þeir eins og lok, þegar þeir eru í kuð- ungnum. Þar sem ekki er kostur á kuðungum, láta krabbarnir sér lynda annað húsaskjól. Þeir geta til dæmis bjarg- azt við bambusbút á reki. Sumir krabbar ganga á land og setjast að í ávaxtaskurni. Merkilegt dýr er krabbi sá, sem kall- aður er pálmaþjófur. Hann er með mjög harða skel og liflr á landi, þrjátiu sentimetra langur. Hann lifir að talsverðu leyti á hræjum, sem hann leitar uppi. Maðurinn, sem við sjáum á leið upp pálmastofninn, er fljótur að snúa við, er hann mætir krabba, sem er á leið niður með kókóshnetu i klón- um. Krabbanum verður ekki skota- skuld úr þvi að opna skelina. Ýmiss konar snikjudýr leita á krabb ana, tii dæmis burstormar. Þeir lifa á skrokknum á þeim, sjúga tll sin næringu, er þeir hafa ætlað sér og fylgja þeim, þegar þeir hafa bústaða- skiptl. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 963

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.