Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 12
Tveir á tali Sú var tíðin, að íslendingar höfðu illa reynslu af kaupmönn- um. Þá gerðist sú trú harla almenn á landi hér, að stétt þessi væri eingöngu skipuð heimskingjum eða blóðsugum, nema hvort tveggja væri, og fráleitt fyndist þar i sveit nokkur maður, sem áhuga hefði eða kunnáttu til ann- ars en telja peninga. Nú er öldin önnur. Sjóndeildar- hringuir manna hefur yfirleitt víkkað nokkuð, og varla mun nnkklji' ipaður sá auli nú, að hann og gráu er oft bætt ofan á svart, að Magnúsi hefur tekizt það, sem aðeins örfáum mönnum er gefið: Að fela mikið efni og hárbeittam sannleika undir sakleysislegu yfir- bragði lausavísunnar, svo yndis- lega saklausu og góðlátlegu, að engum, nema nákunnugum mönn- um, getur dottið 1 hug, hvað við er átt. Það segir sig sjálft, og þarf ek'ki um að ræða, að slíkur maður hefur ekki ofurselt sál sína um- hugsuninni um veraldleg gæði. — Fyrst Iangar mig að spyrja brjóst, hálslín og ermalíningar, sem þá voru mjög í tízku og raun- ar óhjákvæmilegur liður í snyrti- meninsku þess tíma. Síðar gerðist hún maiselja og hafði jaínan marga kostgangara. Það sagðist hún gera til þess, að við, krakkarn- ir, fengjum betra fæði, og liklega hefur það verið aiveg satt. Að minnsta kosti gerði hún það ek'ki til þess að græða peninga umfram nauðsyn. Öll hennar verk og við- leitni beindist að því að sjá okkur farborða og láta okkur líða svo vel sem nokkur kostur var. Það var saninarlega aðdáanlegt, rhvernig henni tókst að vinna bug á þeim erfiðleikum, sem lífið bjó henni, eins og afkomuskilyrði fól'ks voru á þessurn árum, ekki sízt einstæðra mæðra. — Hún hefur verið hraust og sterkbyggð? -jýíVZ........ W ímyndi sér, að hægt sé að dæma heilar stéttir eftir nokkrum ein- slakiingum. Hér er nú kominn til fundar við ok'kur í dag Magnús Þorgeirs- son forstjóri — Magnús í Pfaff, ein.s og Reykvíkingar segja. Og hvort sem hann er undantekning eða regla stéttar sinnar — eða kanmski hvorugt — þá er hitt víst, •að harla fátt er sameigmlegif með honum og þeirri mynd, sem ís- lendingar hafa lömgum gert sér af kaupmönnum. Bökasafn hans, mikið og vandað, er ekki aðeins hilluskraut, heldur og lestrarefni, um það ber val bóka hans gleggst vttni. Og ekki nóg með það. Magn- ús hefur sannað ást sína á fögrum hókmenntum með þeim hætti, sem ólygnastur er: Hann hefur sjálfur orit. En nú er ég kominn út á hálan ís. Frá þessu mátti ég víst ekki sogja. Þó verð ég að bæta því við, samkvæmt þeirri al'kunnu reglu, að ein-syndin býður annarri heim, 97** um uppruna þinn, Magnús. Hvar fæddist þú? — Ég fæddist í Keflavík árið 1902. Faðir minn var Þorgeir Páls- son, útgerðarmaður 1 Keflavík og 'síðar í Reykjavík, og móðir mín hét Kristín Eirífcsdóttir og var fædd í Keflavík. Hafði hún áður verið gift Magnúsi Sakaríassyni, en misst hann eftir skamma sambúð. — Er þitt nafn kannski þaðan komið? — Já, einmitt. Foreldrar mínir fluttust til Reykjavíkur, þegar ég var á fyrsta árinu. Þar bættust þeim tvær dætur. Nokkrum árum síðar slitu þau samvistir, og bönn- in, sem nú voru orðin fjögur, ól- œt upp hjá móður minni. — Hennar hefur þá ekki beðið létt biutskipti? — Nei. Það er alveg óhætt að segja það. Hún lagði ákaflega hart að sór og gekk í hvaða vinnu, sem til féllst og völ var á. Meðal ann- ars lagði hún mjöig stund á að straua þvobt fyrir fólk, einkum — Hún var ákaflega heilsugóð alla ævi og dó níutíu og þriggja ára. En hversu sterkbyggð hún var, það veit ég eiginlega ekki. Hún var M'til, nett og kvenleg, hvar sem á hana var litið, en ákaflega kvik í hreyfinigum og fjörleg. Þannig leið æska okkar, líkt og gerist hjá börnum enn í dag, þótt Reykjavík væri þá næsta ósam- hærileg við það, sem nú er. Við vorum auðvitað í barnaskóla að vetrinum, og þegar ég hafði lokið þeirri skyldukvöð, gerðist ég sendi- sveimn hjá Sláturfélagi Suöur- lands, það er að segja matardeild þess. Varsiu lengi þar? — Hálf't annað ár. — Þú hefur ekki lagt í fram- haldsriám strax að barnaskólanum loknum? — Nei, hvorki þá né síðar. Ég íór aldrei í neitt 'langskólanám, og hálfisé nú reyndar eftir því. En þetta var ekki orðin önnur eins tizka þá og nú. Og svo var ég líka T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.