Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 16
SJÚKLINGUR - MAÐUR EDA SKÖDDUD VÉL? Fjórir rosknir menn lágu í sömu stofu í íslenzku sjúkrahúsi. Sjálft sjúkrahúsið var nýieg bygging og vel úr garði gerð, og enginn dreg- ur í efa, að læknarnir, sem þar störfuðu, hafi verið hinir færustu menn. Hálfgerður urgur var þó í fjórmenningunum og meðal ann- ars furðuðu þeir sig á og höfðu í fiimtingum, að þeir væru allir látnir hafa sömu „meðölin11. „Við erum víst allir með sama sjúkdóm- inn“, sagði einn þeirra. „Meðölin11 munu raunar hafa ver ið vítamíntöflur. En þessir öldruðu imenn, sem þó voru ekki elliær gamalmenni, gerðu sér ekki grein fyrir því. Hvernig mátti það vera? Um þessar raundir er staða sjúklingsins í hinu víðfeðma kerfi heilsugæzlu og heilbrigðisþjón- ustu talsvert til umræðu á Norður- löndum, og þar hefur komið fram talsvert harkaleg gagnrýni á það, hve persónulegri nærgætni og mannlegri tillitssemi sé oft áfátt í sjúkrahúsum og heilzugæzlustöðv- um. Einkum eru ungir læknar og 'læknanemar, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu. Það kemur tiT dæmis beriega á daginn, þegar nýir sjúkTingar eru spurðir um ferif sinn, að þeir vita iðulega ekki, hvað að þeim hefur amað, þótt þeir hafi áður iegið í sjúkrahúsi og jafnvei verið skorn- ir upp, segja hinir dönsku gagn- rýnendur. Svörin eru oft á þessa ieið: Okkur var aldrei sagt það, við fengum lítið um það að vita. Þeir telja sig jafnvel ekki hafa komizt í talfæri við lækninn. sem hefði getað sagt þeim það. „Sjúk- dómurinn var bara númer í sjúkra- skrá“, er haft eftir einum, „og maður sjáTfur hlutur, sem fór úr einni rannsókn í aðra eins og tau- poki, sem sendur er í þvottahús". Háskólakennari einn skýrir frá því, að átján manns hafi á •fimm klukkutímum komið í mis- munandi eriodagerðum inn i tveggja manna stofu, þar sem hann lá, og hjúkrunarkona, sem Tá tva%" Vikur í sjúknhúsi í Kaupmanna- hön virðist hafa séð spítalalífið I öðru Ijósi en áður, því áð eftir henni er haft: „Læknar og hjúkr- unarkonur á stofugangi komu að fótagaflinum á rúmi mínu og taut- uðu þar eitthvað, og mér fannst ég vera kýr á gripasýningu á Bella- höj“. Meginþáttur hinnar dönsku gagnrýni er sá, að andrúmsloftið 1 sjúkrahúsunum sé þrúgandi, mannlegri virðingu oft misboðið, sjúklingum miðlað ónógri vit- neskju, sambandi á milli lækna, hjúkrunarfólks og sjúklinga mjög ábótavant. Flestir sjúkrahúsTækn- ar, sem hafa Tátið til sín heyra, telja siíka gagnrýni þó ýkta, en neita því fæstir með öllu, að nokk- uð sé til í henni. Við könnun. sem gerð var í sjúkrahúsi Friðriksborgaramts í Hilleröd, kom þó í Tjós, að ótrú- lega mörgum sjúklinganna fannst ónóg rækt lögð við að gera þeim grein fyrir heilsufari þeirra og batahorfum. Þó hafði bæði starfs- fólk og sjúklingar fengið að vita fyrirfram, að þessi könnun yrði gerð, svo að líkiegt er, að meira hafi verið rætt um þessi efni i sjúkrahúsinu um þetta leyti en endranær. Það var aðeins þriðji hver sjúklingur, sem taldi sig hafa fengið fullnægjandi vibneskju um hagi sína. Meðal hinna atkvæðameiri gagn- rýnenda, er sjúkrahúslæknir, sem hieitir Per Gregersen. Honum vex einkum í augum, live oft sjúkling- ar eru auðmýktir. Þeir eru spurð- ir spjörunum úr í margra áheyrn, segir hunn, og verða jafnvel að svara því á fjölbýlisstofum, hvoirt þeir hafi misst fóstuir, fengið kyn- sjúkdóma og þar fram eftir götun- um. Ofmikil brögð eru að því, seg- ir hann, að læknirinn sjái ekki annað en sjúkdóminn, en maður- inn hverfi með öTTu í skuggann af honum. Hann ber það líka bláfcalt fram, að vanfærum konum, sem koma til skoðunar í heilsuverndar- stöðvar Kaupmannahafnar, sé stundum skipað að fara úr buxun- um tveim eða þrem klufckutímum áður en röðin komi að þeim — og síðan látnar híma I langri biðröð. Danskir læknanemar hafa farið um það hörðum orðum í blaði sínu, hvernig sjúklingar séu stunduim notaðir eins og sýningargripir og tilraunadýr, án þess að sam- þykkis þeirra sé Teitað. Þeir séu rannsakaðir, og þeim sé tekið blóð, þótt þess sé ekki þörf þeirra sjálfra vegna, og fyrir komi, að þeim sé haldið lengur í sjúkrahús- um en efni standa til, ef sjúkdóm- ur þeirra þykir lærdómsríkur, einkum þegar í námunda eru próf í læknadeildum háskólanna. Yfir- Iæknar og háskólaprófessorar taki sór þannig vald til þess að gera sjúklinga sína ómynduga í stað þess að segja þeim sannleikann og leita samþykkis þeirra. Þeir tala einnig um, hve auð- mýkjandi það sé oft, þegar sjúkl- ingar eru notaðir við kennslu. Þar kalla þeir til vitnis eityrlyjaneyf- anda í Blegdamssjúkrahúsi, sem sýndur var fjölda stúdenta í kennslusal, af því að allur líkami hans var heiðgulur. YfirTæknirinn taldi janvel nauðsyn til bera að sýna stúdentunum hörundsflúrið á handleggjum hans. En hvorki kast- aði hann á manninn kveðju, er komið var með hann í salinn, né sagði stakt orð við hann, er hann er hann lét bera hann burt. Per Gregersen heldur því fram, að hvimleitt andrúmsloft í sjúkra- húsi geti jafnvel tafið fyr- ir því, að sjúklingar fái bata. Sjúklingurinn, sem lítið sem ekkert fær að vita um batahorfurnar, elur með sér áhyggjur. Enginn ber brigður á það samband, sem er á milli streitu og magasárs og hjartasjúkdóma. segir hann, en enn er ósannað, hvort beinbrot eða sár gróa lakar, ef hugarvíl þjáir sjúklinginn. Hann telur það mikið mein, að starfshættir í' sjúkrahúsum, eink- ■um stórum, skuli vera þannig, að þeir hamla eðlilegum kynnum læknis og sjúfclings. Þar snýst allt um tæknibúnaðinn, rannsóknirnar og læknisráðin. Annað verður að þoka. Þó hefur sænsk könnun sýnt ótvírætt, að sjálfum finnst sjúkl- ingunum viðmótið og atlætið skipta meginmáli — miklu meira máli en húsakynnin og tæknibún- aðurinn. Læknirinn gengur stofugang dag hvern. segir Gregersen, og 976 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.