Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 21
Þetta er nálin, sem saumaði skyrtuna, sem skýldi bakaranum, sem bakaði brauðið, sem mettaði málarann, sem málaði húsið, sem hýsti hershöfðingjann, sem bjó með hundinum, sem gelti að stúlkunni, sem hjálpaði lögregluþjóninum, sem handtók ökuníðinginn. sem ók á prestinn, sem skírði barnið, sem stakk sig á nálinni, sem saumaði skyrtuna. einni, hagmælt kona og gerði tit dæmis margar vísur um mig. Einu sinni var ég úti að leika mér í jniMum snjó, missti af mér annan skóinn og kom grátandi inn með hann í hendinni. Þá sagði Guðný 1 minn orðstað: Það er von, að þreytist ég þykkan vaða snjóinn Blessuð Margrét blíðuleg, bittu á mig skóinn. Margrét var elzta dóttir Bjarna, og henni var ætlað að hjálpa mér. Ég man enn eftir svartri likkist- unni, þegar Guðný dó. Fólkið á Hvalnesi gerði það ekki endasleppt við okkur. Næst kom þangað bróðir minn, Óiafur, til Eiríks og Guðrúnar. Hann gekk að sjálfsögðu í leikfélag okkar Sigurð- ar, en heldur leit ég hann þó hornauga fyrst í stað. En ekki varaði það lengi né dró dilk á eft- ir sér. Við unnum oft saman seinna, vorum báðir góðir bygg- ingamenn, og góð okkar frænd- semi. Skólagöngu naut ég ekki 'mik- illar. Ég vai aðeins einn mánaðar- tíma í barnaskóla, og varð það að nægja méi ti] inngtingu í lífs- reynsluskólann, sem ég held skóla beztan Ég mun hafa verið átta ára, er fóstri minn fluttist með fólk sitt að Svínhóluum, og fylgdi ég honum þangað. Svínhólar voru lít- il tvíbýlisjörð, sex huncferuð talin, og keyptu ábúendurnir hana fyrir T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 981

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.