Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 6
flibbann, en ennið breitt, svo höfuðið virtist eins og þver- stýft að ofan. Það var rétt komið að stráknum að skella upp úr. Kannski brosti hann. Mamma hans átti sem sé kaffikönnu úr pletti, sem borin var fram fyrir fína gesti, og þeir krakk arnir höfðu haft það sér til skemmtiunar að spegla sig í henni. Gátu þau þá afmyndað andlitin eftir vild, allt eftir því hvemig þau sneru þeim við könnunni. Löngu seinna sá strákurinn þessu líkt í speglasalnum í Tívolí. Andlitið á manninum var nákvæmlega eins og þegar krakkarnir ráku ennin að könnunni, sem við það urðu afarbreið, en andlitin teygðust og mjókkuðu niður á við þegar þau voru færð fjær og enduðu í strýtu. Þessi kjólklæddi maður hélt á bakka í hendinni, með bollum og könnu og öllu tilheyrandi, og þótt- ist strákur þá vita, að þar myndi vera á ferð yfirþjónn skipsins. Þjónninn geystist upp stigann og sýndi ótrúlega fimi í því að halda öllu á bakkanum á sínum stað. Þegar hann kemur efst í stigann, gengur sá aldraði í veg fyrir hann og muldrar eitthvað út í gegnum skeggið. „Va - be?“ hvín hátt, flátt og gjallandi frá stélmanninum. Hann hægði samt ekki á ferð- inni, heldur strunsaði hjá, og strák virtist sem hann um leið ýta við þeim, sem spurði. „Jæja, hann var þá danskur hel- vítið a tama“, hugsaði stráksi. Það hlaut líka að vera, svona gat eng- inn íslendingur litið út. Blóðið þaut fram í kinnar hans og heilög reiðin sauð í honum. í huga hans komu erindi úr kvæði Einars Benediktssonar, Strandsigl- ingunni. En það kvæði hafði feng- ið hann til að fcreppa hnefa þegar hann las það í fyrsta skipti. ' Farþegn stóð við borð með breiðum herðum bönd 1 ræini í höndum lék. Yfirmaður, fasmikill í ferðum, fram að honum vék, ýtti úr vegi hart og hrakorð lagði, hinn fór undan, beygði sig og þagði. 1 einu vetfangi sá strákurinm í þessum danska þjóni ímynd alls þess. sem eárast hefði sviðið und- an í samskiptum íslendinga og Dana: valdníðslxma, hrokagikks- háttinn og fyrirlitninguna. Hon- um var næst að rjúka á eftlr hon- um og veita honum maklega ráðn- ingu, því það hafði hann séð á augabragði, að hann myndi eiga alls kostar við hann, jafnvel þótt hann gripi ekki til ísienzkra giímu- bragða. Af þessu varð þó ekki. En stráfcurinn var staðráðinn í að sýna þeim danSka dóna, áður en ferðinni lyki, að nú væri sköpum skipt. Hinir ungu íslendimgar myndu ekki lengur fara undan fas- miklum yfirmönnum dönskum, þótt fínir væru, eða þegja við öll- um svívirðingum. Skyndilega kveður við dong- dong-dong. Og þótt strákurinn hefði aldrei heyrt þetta hljóð áður, þóttist hann vita, að verið væri að kalla menn til snæðings. Hann lét berast með straumnum. Það stóð heima. Hann bar að dyrum með yfirskriftinni SPISESALON, og þurfti þá ekki lengur vitnanna við. Þegar inn í borðsalinn var kom- inn gafst heldur betur á að líta. Dúkuð borðin blöstu við, það glóði á borðsilírið og stimdi á gljáfagra diskana. Á skyggðum mahogníþilj- unum spegluðust skrautleg borðin, og í Ioftinu tindruðu rafmagnsljós- in. Undraheimur úr Þúsund og einni nótt blasti við. Við enda annars langborðsins sat maður klæddur logagylltum ein- kennisklæðnaði. Meira að segja ermarnar voru með fjórum, loga- igylltum röndum. Það hafði Jó- hannes sýslumaður aldrei haft, og var hann þó fyrirmyndin, þegar farið var í ræningjaleik og fífil- blóm notuð í stað gylltra hnappa yfirvaldsins. Sá borðalagði mælti á íslenzku. Þetta hlaut að vera skipstjórinn. Þótt meðfæddur beygur við yfirvöld færi í gegnum strákinn, varð hann var tilfinning- ar, er líktist sigurgleði. Hinn ís- lenzki skipstjóri hlaut að vera yf- irmaður hins danska dóna, sem birzt haf ði í stiganum. Setzt var að borðum. Strákur valdi sér sæti við sama borð og skipstjórinn. í skyndingu voru rifj- uð upp heilræðin, sem gefin höfðu verið í sambandi við fína borðsiði: Ekki ryðjast, ekki teygja sig, held- ur biðja um að srétta sér. Takk — gerið svo veL Ekki mátti láta of mikið á diskinn í einu eða láta of mikið upp í sig. Tyggja varð upp á dönsku — það er að segja með aftuir munninn. Ekki tala á meðan maður var með mat í munninum, ékki sleikja bnífinn, ekkl láta hnífapörin ®tanda upp í loftið. Og bvo varð að muna að skilja hnífapörin eftir á diskinum, þegar búið væri að borða. Ekki virtist erfitt að muma þetta allt, ernda nokkur þjálfun að baki. En hon- um duldist ekki, að undir þessu fyrsta borðhaldi var mikið komið hverisu til tækist — ekki aðeins virðing hans sjálfs, heldur og sjálf- stæði þeirrar þjóðar, sem hann taldi sig fulltrúa fyrir. Fyrir framan hann voru að minnsta kosti þrír diskar, hver of- an á öðrum. Þetta hafði strákur aldrei séð eða heyrt um, en vafa- laust myndi maður borða fyrst af þeim efsta og svo koll af kolli. Dúkurinn í kringum diskastaflanm virtist löðrandi í hnífapörum. Auk þessara venjulegu hnífapara, sem strákur þekkti og hafði handleikið — skeiðarinnar, gaffalsins og hnífsins, sem Lúðvík 14. hafði lát- ið skella oddinum framan af, svo hirðmennirnir gætu ekki stangað úr tönmumum á sér með þeim — voru skeiðar og hnífapör af allt annarri gerð og með öðrum lit, miklu ljósari — sama efni í blaði og hnífskafti. Öll voru þau eitthvað óverulegri en hin hnífa- pörin. Aldrei hafði strákur séð meitt þessu líkt og bezt mundi sjálfsagt vera að láta þau eiga sig í lengstu lög. Mitt í þessum hugleiðingum birt ist sá danski með plettkönnuand- litið og klofma stélið. í fanginu hélt hann á skínandi tarínu — orðið súpuskál þekktu menn ekki í þá daga. Hann gengur á röðina og skammtar, Stráknum fannst hann skammta sér minna en hinum og var sannfærður um, að hann væri farinn að hafa horn í síðu sinni vegna þess, sem gerðist í stiganum. En góður var ilmurinn af súpunni, og strákurinn var staðráðinm í að láta þrælinn koma aftur með súp- una. Ekki skyldi Dönum lengur haldast uppi að thafa íslendinga út undan eins og þeir höfðu löngum gert. Fyrstu skeiðarnar brögðuðust undurvel, en brátt fór sterka bragðið, sem strákurinn var óvan- ur, að segja til sín, svo um það bil sem hanm píndi í sig síðustu skeiðinni — ekki mátti leifa — og þjónninn sópaði burt súpu- diskunum, hafði hann alveg misst áhugann á því að ná sér niðri á 9AA x | a [ N N - SUNNUDAGSBLAn

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.