Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 13
Magnús í Pfaff. Ljósmynd: TÍMINN — G.E. jjat'ur, — já og kannstei peninga- laus i þokkabót — nei, annars, ég held að það hafi mestan part ver- tó bölvuð 1-efci. Ætli maður hefði e'kki komlzt einhvern veginn í gegnum það, fjárhagsins vegna, ef mann hefði langað nógu mikið til þess? Bezt gæti ég trúað því. — Það er með þetta, eins og margt annað, Magnús, að þar hef- ur orðið næsta skringileg kúvend- ing hjá okkur, íslendingum. Áður komust menm ekki i skóla, þótt þeir hefðu bæði hæfileika og löng- un til þess, nú fara næstum allir í skóla, hvort sem þeir eiga þang- að nokkurt erindi eða ekkert. En varst þú ekki í sveit, eins og al- gengt var og er með kaupstaða- börn? — Jú. Ég var þrjú sumur í sveit hjá Jónasi Halldórssyni, hrepp- stjóra í Hrauntúni í Þingvallasveit. — Var ekki gaman að vera þar? — Það var meira en gaman. Það var blátt áfram dásamlegt. Bæjar- húsin voru í gömlum stíl, baðstofa úr torfi og grjóti, — og þar var hlóðaeldhús. Enginn skyldi þó halda, að þessum húsakynnum hafi fylgt einhver frumstæður óþrifnað- ur. Nei, ekki nú alveg. Snyrti- mennska var þar slík, að ég hef óvíða kynnzt henni á hærra stigi. Þar sást bókstaflega aldrei at á nokkrum hlut, úti né inni. Jónas bóndi hlóð sjálfur túngarð sinn. Var hann einhlaðinn úr hraungrýti og svo vel gerður, að hann stend- ur enn, þótt hann sé allt að því mannhæðarhár. Halldór, faðir Jónasar, hafði fyrstur manna byggt þetta býli, þarna í miðju hrauninu. Þá var túnrækt ekki komin á það stig, sem síðar varð, en Halldór kunni ræktunaraðferð, sem í s.jálfu sér er engu ómerkari en vinnubrögð Njáls sáluga, að aka skami á hóla. Hann dró að hrís til eldsneytis eins og algengt var á þeim tíma, en áður en limið færi á bál, breiddi hann það á völlinn. Hann hafði tekið eftir því, gamli maðurinnr að þar sem hríslur lágu á graslendi, dafnaði gróðurinn bezt, vegna þess skjóls, sem limið veitti. Og hann lét ekki við það sitja að veita því athygli, hvernig þetta gerðist, þar sem það varð óviljandi úti í hinni vMItu náttúru, heldur tók aðferð- ina í þjónustu sína oig bar jafnan ttim á tún sitt á vorin. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Mér heíur alltaf fundizt þetta hliðstætt því, sem um Njál er sagt, að hann hafi látið aka skarni á hólana í kringum bæ sinn. Annar bjó í frumstæðu bændaþjóðfélagi vík- ingaaldar, með verkmenningu járn aldar, hinn byggði sér bæ og græddi upp tún, þar sem hvorki hafði verið bær né tún fyrr. Á milli þeirra liggja tíu aldir, en þó er ekki ýkjamikill munur á bú- skaparaðstöðu þeirra og verkleg- um möguleikum. Og báðum er það sameiginlegt að veita því athygli, sem fyrir augum ber, og færa sér það í nyt. Sumrin, ®em ég var í Hrauntúni, var Halldór, sonur Jónasar, sá er síðar tók við búi þar eftir föður sinn, vinnumaður þar heima hjá foreldrum sínum. Með okkur tókst góð vinátta, og honum á ég mjög margt gott að gjalda. Hann varð síðar frægur fonnbóksali í Reykja- vík. Við höfðum alltaf mikið sam- band, og það svo mjög, að ég tel hann hafa að verulegu leyti geng- ið mér í föðurstað. Það má nærri kveða svo að orði, að mér hafi enzt vináttusambandið við hann fram að þessum degi, því það eru aðeins tvö ár síðan hann lézt. Hann varð, eins og kunnugt er. háaldr- aður maður, dó níutíu og eins árs hér í Reykjavík. — Þér hefur þannig orðið harla notadrjúg og endingargóð sumar- dvölin í Þingvallasveitinni? — Ja, það var nú meira en það. Sá tími var mér bláfct áfram ómet- anlegt uppeldisatriði, þótt ekki sé litið á neitt nema þann tíma, sem sjálf dvölin Stóð yfir. Þar fékk ég að vita, hvað hlóðaeldhús var og hvað baðstofa var, og þar var mér kennt að ganga snyrtilega um, svo úti sem inni. Síðast en ekki sízt má nefna það, að Jónas hreppstjóri hvatti mig óspart til þess að fá mér bækur að lesa úr safni hans, en bækur átti hann bæði margar T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 973

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.