Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Qupperneq 18
var mikið fyrir hesta. Seinna fékk Guðmundur viðurnefnið Th. Ekki veit ég heldur, hvernig hann fékk það viP'Urnefni. Um Th.nafnið er þessi sj>ga: Hallur L. Hallsson tannlæknir (eldri) var eitt sinn á ferð í Borg- arnesi o-g vantaði hesta að láni. Var honum vísað á Guðmund Th. Eftir nokkra leit finnur Hallur Guðmund og kannast þá fljótt við manninn og sér, að þetta er Gvendur trunta. sem hann þekkir frá fornu fari. Þegar Guðmundur hefur útvegað Halli hestana, spyr Hallur hann, hvernig standi á þvi, að hann sé kallaður Th. „Það stendur þannig á þvi, að ég var einu sinni í stúku og þótti heldur. góður templari“, svarar Guðmund ui*. Guðmundur er frægur fyrir hnyttin tilsvör og ýmis ævintýri, sem hann lenti í. í bókinni íslenzk fyndni eru birt ýmis tilsvör Guð- mundar. Séra Einar Friðgeirsson, prestur á Borg á Mýrum, hafði mesta gam an af því að slá fram spurningum við Guðmund, og stóð sjaldan á svari. Eitt sinn voru þeir samferða, séra Einar og Guðmundur, úr Borgarnesi upp að Borg og riðu báðir skióttum. Þegar kom upp í nesið, spyr séra Einar Guðmund: „Ef við mættum nú skrattanum, hvorn okkar heldurðu, að hann tæki fyrr?“ „Nú auðvitað mig, hann á þig allíaf vísan“, svarar Guðmundur. á eftir, er Guðmundur upp á sitt bezta. Hann var mikill þrekmaður og dálitið ófyrirleitinn og Tét ekki hlut sinn að óreyndu. Hann var kvikur i hreyfingum og skjótráð- ur. Nú ví'kur sögunni aftur til Borg hreppinga. Þeir eru snemma ferð búnir að venju og ríða inn Langa- vatnsda! og verða á undan Álft- hreppingum. Smala þeir öllu stóði, sem til næst og reka með sér inn dalinn að svo kölluðum tjaldstað. Þar er skipt í göngur. Nú þurfti að reka hesta leitar manna til baka i náttstað, ásamt því stóði, sem smalað hafði verið. Var það allmargt. Til þess var Guðmundur valinn. Vegurinn lá niður dalinn að vestan verðu, nið- ur á svokaHaðar Hafradalseyrar, en beygði þar austur yfir ána. Nú leggur Guðmundur af stað með allan hópinn og segir ekki af ferðum hans, fyrr en komið er niður undir svokallaðan Rauðhól. Þá ríða Álfthreppingar fram á hann með hesta sinna leitarmanna, og eru þrír eða fiórir saman, og reka þá saman við hóp Guðmund ar. Finnst nú Álfthreppingum bera vel í veiði og láta þau orð falla við Guðmund, að bann þurfi ekki meira að hugsa um stóðið — þeir muni geta annazt það. Guðmund- ur svarar þvi engu og lætur sem ekkert sé. Nú er haldið áfram, sem leið l'iggur niður á Hafradalseyrar. Þar vilja Álfthreppingar stanza, og lætur Guðmundur sér það lynda. Taka þeir upp töskur sínar og setjast að snæðingi. Meðan þessu fer fram gengur Guðmundur milli hestanna, lætur upp tauma á þeim, sem niðri voru og hagræðir öllu sem bezt. Síðan tekur hann hrossabrest upp úr tösku sinni og snarast á bak, hleypir vestur með hópnum og lætur brestinn hvína. Það skiptir engum togum, að allur hópurinn tryllist og tekur á rás. Hundar leitarmanna ganga í lið með Guðmundi og hópurinn fer á fleygiferð austur yfir Langa- vatnsdalsá og Guðmundur fast á eftir. Þó fór svo, að einn af Álft- hreppingunum náði hesti sínum, komst á bak og reið á eftir Guð mundi, komst á hlið við hann og ætlaði að komast fram fyrir hóp- inn. Guðmundur sér það, slær til stráksa með stórri svipu, sem hann hélt á, með þeim afleiðingum, að ólin vefst um hálsinn á strák. Kippir Guðmundur þá snöggt í, svo að stráksi veltur af baki og lendir í polli. Þar skildi með þeim. Var þá greið leið fyrir Guð mund með hópinn niður með Langavatni að kofa Borghrepp- inga. Er þangað kom, var margt aflaga á hestunum, hnakkar undir kvið, töskur týndar og farangur illa útleikinn. Álfthreppingum þótti súrt í brotið að verða svona undir í leikn um við Guðmund, en urðu að sætta sig við það. Þeir náðu í hesta sina, en sdóðið fengu þeir e'kki. Langan tíma tók að finna það, sem týnzt hafði. Út af þessu varð mikil rimma milli hreppanna og lá við málaferlum. Þahnig enduðu leitirnar á Langavatnsdal í þetta sinn. Guðmundur varð frægur fyrir vikið, og fékk nú enn eitt viður- nefnið. Var hann oft eftir þetta kallaður Gvendur brestur. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Th. Storm: Tunglsljós Heiminn allan bjúpar ið hreina mánalín, og friður faðmi lykur um fagra aftansýn. Við þennan þýða bjarma þagna vindur má. Hann suðar mjúkt og sönglar, unz sígur höfgi’ á brá. Og blóm, sem eigi opna sín augu’ í dagsins glóð, þau breiða* út bikarkrónur með bros við tunglskinsflóð. Svona frið og fegurð fann ég vart á leið. Ó, Ijúfi máni, liós þitt mér lýsi’ um æviskeið. Þórður Kristleifsson fslenzkaði. 978

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.