Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Qupperneq 14
og góðar. Og það gerði ég. Þessu fylgdi sú kvöð ein, að ég færi vei tmeð bækurnar og léti þær á sinn stað aftur, þegar ég hefði lesið nægju mína — og það var ágæt kvöð. — Þetta hefur verið ágætur kafli á mótunarárunum? — Já, það e, nú ekki aiveg laust við það. Það getur vel verið. að ég hafi ekki ávaxtað þetta pund mitt svo sem skvldi, en þó er það alveg víst, að áhrifin frá þessu ágæta heimili hafa fvlgt mér fram á þennan dag, oá munu areiðanlega gera það á meðan ég held ráði og rænu. Þáð var ekki fyrr en árið 1920, að ég komst í kynni við ann- að svið mannleera athafna. sem átti eftir að verða mér drjúgur reynsluskóli og góður förunautur lengi síðan. — Hvað var það? — Það var þegar ég gekk í íþróttafélag Reykjavíkur. Þar var þá leikfimike-nnari Björn Jakobs- son frá Narfastöðum í Reykjadal. Hafði hann lært i Askov-skóla í Danmörku og lokið námi við Stat- ens Lærerhöi^kole í Kaupmanna- höf.n. Kjörsvið hans voru fimleikar og heilsufræði. Var hann, þegar hér var komið sögu, jafnframt kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Björn var mjög sjálf- stæður í kennslu sinni og fór eig- in leiðir. Hann byggði upp nvtt Kerfi, sem mörgum þótti líkara ballett en leikfimi. Gamla kerfið var stífara og stirðara. líktist her- menn-skutilburðum. Mönnum var því ærin nýjung í hinum mjúka, .létta og leikandi stíl Björns Og það var ekki nóg með bað, að okk- ur hér heima væri þetta ný reynsla. Yfirburðir Björns voru slíkir, að hann hafði ærna mögu- leika til þess að verða heimsfræsu-r eftir utanferðir sínar með fim- leikaflokka árin 1927 og 1928 — Hann hefur samt metið aðra hluti meira en frægðina? — Já. Tryggð við gamla hug- mynd hans sjálfs og vinar hans, Jónasar frá H-riflu, um íþrótt.askóla á Laugarvatni, kom i veg fyrir frekari frama hans erlendis. En eins og alþjóð er kunnugt, var hann fyrsti skólastjóri íþróttaskól- ans á Laugarvatni, og var starf hans þar bæði mikið og þjóðholit, þótt að sjálfsögðu væri það allt annars eðlis en það, sem skapar mönnum frægð og frama meðal annarra þjóða. 4rið 1922 kom hingað fiml-eika- ug íþróttaflokk-ur.frá Oslo Tum- f-orening. Sýndu þeir hér leikfimi o-g tók-u þátt í íþróttamótum, þar sem þeir meðal annars sýndu leik- fimi á svifrá, sem ekki hafði áður sézt hér, og mörgum þótti mikið til koma. Þetta varð til þess, að Í-R. keypti sér slíkt áhald og fékk síðan þáverandi Noregsmeistara til þess að koma hingað og kenna. Minna mátti nú ekki gagn -gera. Árið 1923 lagði Í.R. upp í sína fyrstu sýningarför vestur og norð- ur um land til Akureyrar. í þeim hópi voru eingöngu karlmenn. — Va-rst þú þar með? — Já, ég var þar með í för. Við sýndum á ísafirði, Sigl-ufirði og Akureyri. Þegar sýningum var lok- ið. ákváðum við að fara fótgang- andi suður Kjöl til Þingvalla. — Var það ekki hin skemmti- legasta ferð? — Hún var blátt áfram stórko-st- leg. Við fórum byggðir vestur yf- ir Blöndu og síðan upp úr Blöndu- dal á Hveravelli. Þaðan suður Kjöl á Hlöðuvelli og Þíngvöll. Þegar við komum að Skjaldbreið, var veðrið svo gott, að við „styttum okkur leið“ méð því að -gan-ga beint yfir fjallið. Það var dýrle-g för, sem skildi eftir góða líðan í sálinni, þótt ekki skilaði hún sama árangri og för Jónasar Hallgrímssonar, þegar hann tróð þær sömu slóðir ásamt h-undi og hesti forðum. Nú. Tveimur árum seinna, 1925, fór Í.R. með fimleikaflokk karla og kven-na norður og a-u-stur um 1-and, alla leið til Seyðisfjarðar. Það var ferðazt með ströndum fram, ýmist með s'trandferðaskipi eða bátu-m, og sýnt í ka-upstöðum. Á Seyðisfirði s-kildi leiðir. Kvenfólk- ið hélt áfram suður með skipi-nu, en við, karlaflokkurinn, héldum áfram sýning-um fyrir austan, með- al annars bæði á Seyðisfirði, i Nes- kaupstað og Eskifirði. Ætlunin var að sýna líka á Egilsstöðum, og við fórum upp á Hérað í þeim tilgangi, en þá voru þa-r mislin-gar og sam- komubann, svo ekkert varð úr sýn- ingu. Á Valþjófsstað fengum við hesta og fórum á þeim suður í Berufjörð. Þaðan fóru-m við í Hornafjörð og síð-an sem leið liggur landveg alla leið út í Fljó-tshlíð. En að vísu vor- um við ekki alltaf með sömu hest- ana. Einn af næturstöðum okkar var Stafafell í Lóni. Kvöldið, sem við vorum þar, kom upp hjá okk- u-r d-eila um það fræga misklíðar- efni, hvað áttirnar eru margar á norðurpólnum. Vildu sumir halda því fram, að þær hlytu að vera fjórar, eins og annars staðar á hnetti vorum, en aðrir álitu að ekki gæti verið þar um aðrar átt- ir að ræða en suður. Um þetta var deilt drjúga stund, þangað til Try-ggvi Magnússon kom með við- hlítandi la-usn. Hann sagði: „E-f þið eruð þrír á pólnum Ósvaldu-r, Silli og Magnús — þá er Magnús áreiðanlega ve(r)stur“. Þar með var því máli til lykta ráðið. Nú liðu en-n tvö ár. Þá var það árið 1927, að Í.R. þáði boð Osló- Turnforening um að senda fim- leikaf-lokka karla og kvenna Hl Noregs. Þetta þótti mörgum hér í mi-kið ráðizt, en ég held, að flokk- arnir hafi ekki orðið landinu eða sjálfum sér til neinnar skammar, jafnvel þveröfugt. Kerfi Björns Jakobssona-r vakti hvarvetn-a óskipta athyg-li, en mesta þó í Gautaborg, þar sem háð var fim- leikamót allra Norðurlandanna. Þar sýndu stúikurnar í sirkus, þar sem voru að minnsta kosti fimm þús-und áhorfendur. Og þáverandi sendiherra íslands í Danmörku, Sveinn Bjömsson, síðar forseti, gerði sér ferð ti-1 Gautaborgar til þess eins að -horfa á sýninguna, og skrifaði mjög lofsamle-ga um han-a á eftir. Það, sem vafcti alve-g sér- stáka eftirtekt þarna, var munur- inn á fyrirs-kipunum Björns o-g annarra íþróttakennara, sem þar voru. Sumir kölluðu og hrópuðu, stífir eins og hermenn. Björn af-t- ur á rnóti, hálf-hvíslaði sínar fyrir- skipanir, svo enginn heyrði þær, nema fólkið, sem hann varð að stjórna. Þar vi-rtist því allt gan-ga -sjálfkrafa. E-nda var líka þögnin í salnum svo alger, að á meðan gólf- æfingarnar stóðu yfir hefði mátt heyra saumnál detta. Að staðæf- ingum loknum dundi lófaklappið í salnum með slíkum þrótti, að því var líkast, sem fellibylur skyl-li á húsinu. Árið eftir, það er að segja 1928, fór Björn með kvennaf-lokk til Cal- ais og Lundúna, og varð sú för ein-nig hin bezta. Ég hef rakið þetta til þess að undirs-frika það, sem ég sagði áð- an, að Birni Jakobssy-ni hefðu stað- ið allar dyr opna-r á-þessum vett- vangi erle-ndis, ef hann hefði ekki verið bundinn í báða skó við sín 974 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.