Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 6
trygga. Það er rétt, sem Arnold Gehlen sagði: Maðurinn er að eðl- isfari dýr, sem hættir við að fara sér að voða. Rökræn hugsun og mælt mál breytti allri þróunarsögu manns- ins. Það, sem einn afrekaði, varð erfð annarra. Erfð er orð, sem hafði lögfræðilega merkingu löngu áður en það fékk líffræði- lega merkingu. Þegar maður fann upp boga og örvar til dæmis, voru það ekki niðjar hans einir, heldur allt samfélag hans, sem erfði þessi tæki og þá kunnáttu, sem þurfti til þess að beita þeim. Það átti þau engu síður en þau líffærl, sem við menn voru gróin, og það var engu líklegra að þau færu forgörðum heldur en eitthvert líffærið, sem jafnmikilvægt var í lífsbaráttunni. Þannig hefur í tíð einnar eða tveggja kynslóða orðið gerbreyt- ing á stöðu fólksins í umhverfi sínu — breyting, sem án hug- kvæmni mannsins hefðí tekið miklu lengri tíma. Engan getur undrað, þótt þróun félagshvata og þess, sem kannski skipti enn meira máli, aðlögun hamla í samfélaginu, gæti ekki fylgzt með svo snöggri breytingu. Augljóst má vera, að eðlislæg háttvísi mannsins varð í ósamræmi við nýjar kringumstæður, sem urðu til við aukna kunnáttu, jafn- skjótt og hann steig fyrstu spor sín á framfarabrautinni. Það fer ekki milli mála, að þeir frumherj- ar mannkyns, sem fyrstir gerðu sér áhöld úr steini, notuðu hin nýju vopn sín ekki aðeins til þess að fella veiðidýr, heldur einnig kyn- bræður sína ekki síður. Peking- maðurinn — sá Prómeþeus, sem komst upp á lag að fara með eld — notaði logana til þess að steikja sína jafningja. Meðal hinna elztu leifa, sem fundizt hafa urn stöðuga notkun elds, eru brotin og sviðin bein Pekingmanna. Sá grunur læðist að manni, að það hafi beinlínis leitt af hverri gjöf, sem mannkyninu hlotnaðist í krafti skynsemdar sinnar, að hana yrði það að gjalda með einhverj- inn voða. Svo er þó hamingju fyr- ir að þakka, að sá grunur hefur ekki við rök að styðjast. Á sveif með hæfileikanum til ályktunar- hæfrar hugsunar, lagðist annað grundvallareinkenni mannsins, sem stuðlaði mjög að því, að hann öðlaðist sannari skilning á um- hverfi sínu: Forvitni hans. Óseðj- 5Tn andi forvitni er undirrót allra rannsókna og tilrauna. Þess konar athafnir, jafnvel í þeirra allra frumstæðustu mynd, eru skyldar þeim hvötum, sem leggja mönnum spurningar á vör. Leit að einhverju nýju má jafna við eintal við náttúrlegt umhverfi sitt. Að spyrja spurninga og geyma svörin sér í minni leiðir til umhugsunar, glæð- ir hugmyndir og tengir saman or- sök og afleiðingu. Þá er ekki óstig- ið nema stutt skref tU þess að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. Þanu- ig hefur sami liæfileikinn og lagði mönnum í hendur verkfæii og gerði hann hættulegan sjálfum sér, einnig vísað honum leið til þess að draga mr misnotkun þeirra: Forvitnin varð móðir skynsamlegr- ar ábyrgðartilfinningar. Ég mun nú ræða meira um þær hættur, sem mannkynsins biðu, þegar það hóf sig yfir önnur dýr í krafti hinna miklu gjafa, sem því höfðu hlotnazt. Seinna mun ég leit- ast við að sýna, hvernig gjöfin mesta — skynsamlegt, ábyrgt siða- lögmál — vinnur gegn þessum hættum. Ég hef annars staðar rætt um þær hömlur, sem halda í stilli árásarhneigð margra dýrategunda og koma í veg fyrir, að dýr særi eða deyði einstaklinga af sínu kyni. Eins og ég sýndi þar eru þessar hömlur mikilvægastar og þar af leiðandi flóknastar meðal dýra, sem geta deytt dýr jafnstór sér. Hrafn gæti rifið auga úr öðr- um hrafni á svipstundu, úlfur gæti bitið sundur hálsæð á kynbróður sínum í einu vetfangi. Ef óbrigð- ular, náttúrlegar hömlur kæmu ekki í veg fyrir þetta, væru hvorki hrafnar né úlfar til í veröldinni. Hvorki dúfa né héri, né heldur simpansi, getur deytt einstakling af kynþætti sínum í einnd atrennu. Þar við bætist, að dýr, sem eru tiltölulega illa búin til varnar, eru að sama skapi viðbragðsfljót og gædd góðum eiginleikum til þess að bjarga sér á flótta, jafnvel þótt árásaraðilinn sé búinn vopn- um, sem bezt henta í elt- ingaleik. Þar sem náttúran hefur búið svo um hnút- ana, að sjaldan ber við, að slík dýr særi að ráði önnur dýr af sömu tegund, er þar ekki sama þörf á hömlum á árásarhneigð. Sérhver dýragæzlumaður veit, að þær eru ekki til, og það kemur honum í koll og dýrum hans, ef hann hirðir ekki um skærur þeirra í því trausti, að þetta séu „mein- laus“ dýr eða fuglar. Við ónáttúr- leg skilyrði í búrum getur sigrað- ur aðili ekki flúið frá andstæðingi sínum, og þess vegna bíður hans ekki annað en dragast upp og deyja í eymd og kvöl. í bók minni, Hringur Salómons konungs, lýsi ég í einum kaflanum, hvernig dúf* an, tákn friðarins, getur kvalið aðra dúfu minni máttar til dauða, ef hún á sér ekki undankomu auð- ið, af því að dúfur eru ekki bún- ar neinum hömlum, sem stilli árás- um þeirra í hóf. Mannfræðingar, sem rannsak- að hafa hætti frummanna, hafa margsinnis lagt áherzlu á, að þessir veiðiglöðu fyrirrennarar mannsins hafi látið mannkyninu eftir hættulegan arf, sem þeir hafa kallað eðlisfar kjötætunnar. Á því orðafari er sá galli, að þar er blandað saman kjötætu og mann- ætu. Hitt væri nær að harma, að maðurinn hefur alls ekki hreppt eðlisfar kjötætunnar. Vandkvæði hans stafa af því, að hann var í upphafi meinlaus alæta og ekki búinn neinum vopnum, sem hon- um voru ætluð til þess að deyða með bráð, sem nokkurs var megn- ug, og þess vegna voru honum ekki heldur gefnar þær hömlur, sem koma í veg fyrir, að raunverulegar kjötætur snúi drápstækjum sínum gegn eigin kynstofni. Það er ógæfa mannsins, að liann vantar þessar náttúrlegu varúðarhömlur. Ljón eða úlfur geta í afarsjaldgæfum til- vikum drepið dýr sinnar tegundar í snöggri reiði. En eins og ég hef annars staðar sýnt fram á, eru aliar kjötætur, sem búnar eru skæðum vopnum af náttúrunnar hálfu, líka búnar traustum, náttúr- legum hömlum, sem reisa skorður við því, að þær tortími sjálfum sér. Forfeður mannanna þörfnuð- ust ekki neinna slíkra hamla sem kæmu í veg fyrir, að þeir dræpu hver annan, einfaldlega af því, að þeir voru ekki svo úr garði gerðir, að þeir væru færir um að verða kynbræðrum sínum að bana með snöggum hætti. Hugsanlegt fórnardýr hafði nægjanlegt svig- rúm til þess að vekja meðaumkun eða stilla reiði árásaraðilans með auðmýkt og afsakandi látbragði. Ekkert þrýsti náttúrunni til þess á forsögulegum tíma að búa hinn T ( IV1 I N N SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.