Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 7
verðandi mann hömlum, sem vörn-
uðu því, að hann dræpi kynbræð-
ur sína, því að þess þarfnaðist
hann ekki, þar til hann
fékk í hendur, aiit of skyndi-
lega, tilbúin vopn, sem rösk-
uðu því jafnvægi, sem var
á milli drápsgetu hans og félags-
legra hamla. Þegar þetta gerðist,
var að manninum stefnt Hkum
vanda og dúfum, ef afbrigðilegir
duttlungar náttúrunnar létu allt
í einu fara að vaxa á þeim hrafns-
nef. Það er óhugnanlegt að hugsa
til þess, að jafn reiðigjörn skepna
og fyrirrennavi frummannsins var,
skyldi allt í einu geta farið að
sveifla kringum sig hvesstri öxi.
Öll mennska hefði áreiðanlega tor-
tímt sjálfri sér, hefði ekki komið
til sögunnar sú undursamlega
staðreynd, að hugvit og ábyrgðar-
kennd eiga sameiginlega rót, hina
sérke-nnilegu hneigð mannsins til
þess að spyrja spurninga.
Þetta ber þó ekki svo að skilja,
að hinn formannlegi forfað-
ir okkar hafi verið djöfull-
inn sjálfur holdi klæddur.
Það var hann ekki einu
sinni á þessu stigi — áður en hann
hafði öðlazt nokkra siðferðilega
ábyrgðarkennd. Hann var ekki
snauðari að félagslegum hvötum
og hömlum heldur en simpansar,
sem þrátt fyrir allt eru félagslynd
og vingjarnleg dýr. En hvaða sam-
búðarhættir, sem kunna að hafa
verið honum eðlislægir, voru
þeir dæmdir til þess að
fara á ringulreið við tilkomu
smíðaðra vopna. Ef siðferði-
leg ábyrgðarkennd og óbeit á
því að drepa mann hefur aukizt,
hafa tækifæri til þess að drepa
aðra án þess að hitta sjálfan sig
fyrir aukizt að sama skapi. Skot-
vopnum mátti beita úr fjarlægð,
sem varnaði því, að í hugskoti
árásarmannsins kviknaði hugsan-
leg kennd, sem aftraði því að vinna
voðaverk. Það vekur ekki tilfinn-
ingalegt andsvar, þegar maður
beygir vísifingur og hleypir af
skoti, sem tætir sundur innyfli
annars manns, sem er langt í
burtu. Enginn maður, sem heill
værl á geðsmunum, myndi einu
sinni hafa Iund til þess að fara
á héraveiðar sér til gamans, ef
hann væri neyddur til þess að
beita þeim vopnum einum, sem
náttúran hefur gefið honum, svo
að hann yrði að standa, í fyllstu
merkingu, andspænis því, sem
hann er í raun og veru að gera.
Sama máli gegnir, þótt þar sé
um meira að tefla; Um notkun
þeirra gereyðingarvopna nú-
tímans, þar sem engum vörn-
um verður við komið. Mað-
urinn, sem þrýstir á hnapp-
inn, er svo víðs fjarri, að
honum er hlíft við að sjá og heyra
eða skynja afleiðingar gerða sinna
á nærtækan hátt. Hann getur
drýgt verknað sinn, án þess að
standa ábyrgur, hversu ríkt sem
ímyndunarafl hans er. Á þennan
hátt einan verður það skýrt, að
jafnvel hinn góðlyndasti maður,
sem aldrei gæti fengið sig til þess
að dangla í óþekkan krakka, getur
hiklaust látið hafa sig til þess að
skjóta eldflaugum eða láta eld-
sprengjum rigna yfir sofandi
borg og búa ineð því hundruðum
og þúsundum barna hryllilegasta
dauðdaga í eldslogum. Sú stað-
reynd, að þetta er talið gott verk,
sem venjulegir menn láta sig ekki
muna um að drýgja, er ægilegt
eins og öll grimmdarverk, sem
framin eru í styrjöldum.
Óbein afleiðing af tilkomu til-
búinna vopna var í hæsta máta
óæskilegt úrval náttúrunnar meðal
mannanna. Ég hef annars staðar,
þar sem ég ræði um gildi árásar-
hneigðar til viðhalds kynstofni og
enn fremur skipulag það, sem sam-
félagshættir rottunnar lúta, fjallað
um það, hvernig samkeppni innan
sömu tegundar getur haft óaðlag-
anlegar afleiðingar, þegar hún
hrindir af stað úrvali, sem ekki
er í samræmi við umhverfið að
öðru leyti.
Þegar maðurinn hafði í krafti
vopna sinna og annarra verkfæra,
sem og klæðnaðar síns og kunn-
áttu í meðferð elds, að meira eða
minna leyti náð valdi á óvinveitt-
um öflum í umhverfi sínu, hlýtur
næsta skrefið á þróunarbraut lians
að hafa verið háð því, hvaða þætt-
ir úrvals meðal fiandsamlegra
hópa voru þyngstir á metunum.
Það þarf engan að undra, þótt
þetta leiddi af sér hið hættulega
fyrirbrigði. sem stundum er tákn-
að með orðum eins og hermanns-
dyggð.
Árið 1955 sagði ég í riti um
dýrategundir, sem heyja hjaðn-
ineavís innbyrðis: ..Ég held — og
sálfræðingar, einkum þeir. sem
stunda sálgreininvu. ættu að sann-
reyna það —, að það þjái sið-
menntaða menn á okkar dögum,
að þeir fá ekki næga útrás fyrn*
árásarhvöt sina. Það er meira en
sennilegt, að hinn óheillavænlegi
skerfur árásarhvatar, sem Sig-
mund Freud skýrði sem sérstaka
tortímingarhvöt, sé einfaldlega
arfur, sem mannkynið hefur
hreppt með úrvali innan tegund-
arinnar á forsögulegum tímum, en
getur ekki fengið útrás við þá sam-
félagshætti, sem nú eru“.
Ef þessi orð fela í sér eitthvað,
sem er sálfræðinni til niðrunar,
verð ég nú að taka það aftur. Þeg-
ar þetta var skrifað, voru margir
sálfræðingar orðnir trúlitlir á til-
veru sjálfseyðingarhvatarinnar og
skýrðu réttilega þá tortímingu, er
árásarhvötin hefur í för með sér,
sem mistök hvatar, sem uppruna-
lega stuðlaði að viðhaldi lífsins.
Seinna kynntist ég sálfræðingi,
sem jafnvel þá þegar var farinn
að rannsaka árásarhneivðina í því
ljósi, að hún væri afleiðing úrvals
innan tegundarinnar.
Sidney Margolin gerði mjög ná-
kvæma sálfræðilega og íélags-
fræðilega rannsókn á Sléltu-
Indíánum og sýndi fram á, að
þeir þjáðust mjög af óhóflegri
árásarhvöt, sem þeir gátu hvergi
látið koma niður við þá lífshætti,
sem nú eru á byggðasvæðmn
þeirra. Það er skoðun Margolins,
að þær tiltölulega fáu aldir, sem
Sléttu-Índíánar lifðu villtu lífi við
styrjaldir og herfarir, þegar mjcg
sterk öfl hljóta að hafa knúið til
sérhæfingar, hafi innrætt þeim
ákaflega ríka árásarhvöt. Þetta olli
breytingum á erfðaeigindum
þeirra á svo stuttum tíma sem
frekast er unnt að hugsa sér. Eig-
inleikum búpenings er einmitt
unnt að breyta viðlíka hratt með
ræktun. Tilgáta Margolins er
studd þeirri staðreynd, að ungir
Indíánar, sem alast upp við allt
önnur menningaráhrif en foreldr-
ar þeirra, þjást nákvæmlega á
sama hátt og eldra fólkið í ætt-
bálkunuin, sem mótaðist af hinni
gömlu Indíánamenningu. Og það,
sem meira er: Þessara sjúklegu
einkenna gætir einungis meðal
þeirra ættbálka Sléttu-Indiána,
sem undirorpnir hafa verið þeim
kjörum, sem sérhæfðu meðal
þeirra arfgenga árásarhvöt.
Meðal Indíána þessara er tauga-
veiklun miklu algengari en þekk-
ist hiá nakkrum öðrum þióðflokki.
Séu þeir sjálfir snurðir, hvað þeir
Framhald á 526. síSo.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
511