Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 9
I Þjóðarkerfið allt var orðið einber vitfirring. f þjófaskóla þjóðin gekk og þótti engin smán. Bankar rýrðu fólksins fé og fáum veittu lán. f útvarpinu gall og glumdi gaul og dansi-hopp, auglýsingar, hnegg og hlátrar, hanagal og popp, en ætti að segja orð af viti einhver sagði stopp. Lágkúra í list og máli lögun flestu gaf. Þar var ekkert öðru hærra, allt með litlum staf. Áróðurs og öfgastefnur alla færðu í kaf. Menn leigðu fjölda flugvéla og fjölmörg risaskip, svo fólkið gæti ferðazt nóg og fengið nýjan svip. Auðvitað gat enginn notað innlend lekahrip. Vinnudeilur voru sport og verkföll löng og tíð. Við samningsborðið setzt var fyrst en svo fór allt f stríð. Með uppbótum í ýmsum myndum úr var leyst um síð. Alltaf voru viðsjár miklar, valdastreita og tog. Flestum sýndist sjálfsagt vera að svíkja mál og vog. Loks var krónan skökk og skæld skorin niður við trog. Þegar gengið fór að falla flesta rak í strand. Stjórnin hafði helzt það ráð að hækka tíkarbrand, því enginn vildi færa fórn og „flotinn sigldi I land." Expertarnir öllu réðu en engu stjórn og þing. Almenn greind var úrelt talin eða sjálfsblekking. Að kjósa á þing var þjóðarskylda og þótti fyrir rest sjálfsagt vera að senda þá, sem sviku og lugu mest. Lýðræðið að lokum dó úr langvarandi pest. Skáldin ortu ekki lengur eins og fyrr á tíð. Allir fengust orðið helzt við atómljóðasmíð. Heiðursverðlaun flestir fengu fyrir klám og níð. Vínið flóði út um allt og eiturpillur með. Dansað var á hverju kvöldi — kátt og létt var geð. Velferðina úti og inni allir gátu séð. Konur ýmist eltu vinnu eða fóru í „geim". Börnin hvergi athvarf áttu, enqinn sinnti þeim. Æskan varð að öfgalýð, sem aldrei sneri heim. í velgengninni enginn uggði að eitrun hafs og lands fyrr en loftið eitrað æddi inn í vit hvers manns. Að fríast við að falla úr mengur fáir höfðu sjans. Úrelt hugtak ástin var en ailir höfðu vin, ekki til að eignast börn, það önnuðust vísindin. Loksins urðu allir hómó, enginn hirti um kyn. Spútnikar um geiminn geysast gegnum rosaský, hlaðnir atómorku sprengjum. Enginn neitar þvi að nú gæti, eins og forðum eldi rignt á ný. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 513

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.