Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 13
Þegar við komum á Leitið, blasti
gamli bærinn á Ánastöðum við
með sínum fjórum burstum, vall-
grónum þekjum og allri þeirri
reisn, sem fylgdi gömlu bæjunum
okkar. Og viðtökunum þarf ég auð
vitað ekki að lýsa, að minnsta
kosti ekki fyrir þeim, sem átt hafa
góða ömmu og afa. Ég held, að
Þóra amma sé bezta manneskja,
sem ég hef kynnzt á ævi minni.
Hún lagði alltaf gott til allra mála
og hallmælti aldrei neinum. Hún
var glæsileg kona, há og grönn og
bar sig vel. Afi var ekki hár vexti,
en þrekinn. Prúður var hann og
dagfarsgóður. Hann var með al-
skegg, og mér er það sérlega minn-
isstætt, hve fallegt það var og vel
hirt.
— Ég heyri, að þér er ljúft að
tala um gamla Ánastaðaheimilið.
— Já. Rétt er það. Mér finnst
í endurminningunni, að það hafi
alltaf verið gott veður, sólskin úti
og inni, þegar ég hef komið þar.
kannski stafar þetta af því, að
þessi bær skipar sérstakt rúm í
huga mínum, ólíkt öllu öðru, sem
ég minnist frá barnæsku minni.
Gamli bærinn með torfveggjum
sínum og moldargólfi, eldhúsið
gamla, þar sem pottur hékk á
krók uppi yfir hlóðunum — þar
sat amma mín og bakaði heimsins
beztu flatkökur. Allt þetta og ótal
margt fleira er órjúfanlega tengt
æsku minni og óaðskiljanlegur
hluti af sjálfri mér. En þetta og
þessu líkt þekkja víst flestir, sem
komnir eru fram á miðjan aldur.
Á Ánastöðum voru börn á lík-
um aldri og við, systkinin. Það var
því margt hægt að gera, þegar
okkur sló saman, frændliðinu, og
engin þurrð á verkefnum. Á sumr-
in var alveg sjálfsagt að fara nið-
ur að sjó og skoða klettana. Eink-
um voru það tveir klettar, annar
nærri lóðréttur, en hinn framslút-
andi, sem höfðu sterkt aðdráttar-
afl. Sá lóðrétti hét Lambabrik, en
hinn Hrafnakór. Ekki veit ég,
hvort þessi nöfn eru mikið notuð
í daglegu tali þar um slóðir nú,
en hitt er víst, að bæði væru bau
vel þess virði að halda sæti sínu
í mæltu máli. Neðst í túninu voru
smá-klettabelti, sem hétu Haliar.
Skammt frá þeim í túninu var
dæld, sem Fjólulaut hét og hafði
yfir sér einstæðan þokka. Það var
líka eins og hún byggi yfir duid-
um áhrifum því það brást ekki,
að við yrðum sérlega andrík, þeg-
ar við komum þangað. Þá var far-
ið með ljóð og jafnvel ort. Líklega
væri þó ekki rétt af mér að tala
mikið um þá framleiðslu, enda
hefur sjálfsgagnrýni fullorðinsár-
anna dæmt hana hart.
Enn er eitt, sem ekki má gleym-
ast, þegar talað er um æskuleiki
okkar, barnanna: Það var að fara
í Selið, þar sem Helga, frænka
okkar, og Ágúst, maður hennar,
bjuggu af alkunnri snyrtimennsku
með mörgum börnum sínum. Sel-
ið hét víst að réttu lagi Ánastaða-
sel, enda áreiðanlega gamalt sel
þaðan, og síðar beitarhús. En nú
TÍMINN
SUNNIJDAGSBLAÐ
517