Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 20
Tvö kvæði BLEKKING Að kvöldi vinnudags finn ég í þreytunni von um lítinn bæ við sjávarströnn cg friðsæla elli. Úr voninni orku til að lifa næst dag. I FJÖTRUM Yfir véladyn iðjuversins heyri ég rödd iandsins kalla. Óralangt - heyri ég kyrrð íslenzkrar nætur til fjalla, öldugjálfur við fjarðarströnd, brimgný, lækjarnið, fuglasöng, öskrandi stórhrið og krafs úrigangshrossins. í fjötrum stóriðjudraumsins: minningar. M.I.G. Kínverjar eru fjölménnasta þjóð heimsins. í Kína eru allir, bæði háir og lágir. í buxum af einfóld- ustu gerð og vinnujökkum með sama sniði — og þannig klæðist oddvitinn sjálfur Svo virðist sem hlutfallið á miMi fjölda karla og kvenna hafi áhrif á klæðaburðinn, og þau ekki Util. Saenfræðingurinn og rithöfundur- inn Broby-.Johansen spáði því fvr- ir mörgum árum, að karlar myndu fara að klæðast litríkari fötum eu áður. þegar jafnvægi kæmist á fiölda karla og kvenna. Áður höfðu karlar verið færri en konur. Þetta á sér svipuð rök og skrúð æðarblikans og hanans (sem ekki er einn með fjöldamöfgum pútum, nema þar sem maðurinn hefur far- íð að fikta við reglur náttúrunn- ari. Karlmennirnir þurfa að láta meira bera á sér, þegar samkeppn- in harðnar. Spá hans virðist hafa rætzt. Þveröfugt var þetta i .kring- um 1920, þegar mannfallið í heims styrjöldinni fyrri hafði breytt hlut- föilunum á þá lund, að karlmenn i álfunni voru miklu færri. En þá voru strangir tímar hjá kvenþ.jóð- inni víða.í borgum Evrópu. Konur urðu að tjalda því, sem til var. Þær hafa heldur aldrei verið mál- aðar á jafn ögrandi hátt sem þá. Nú um hríð hefur konum þótt það mikil lífsnauðsyn (á vissu sviði tilverubáráttunnar) að vera grann- ar. Aldrei hefur þó lífstykkið ver- ið jafnast reyrt og rétt fyrir alda- mótin síðustu, því að þá var reið- ingur ekki fastar gyrtur á klyfja- hesta, þegar votaband var reitt af engjum, heldur en sumar konur, sem stóð ógn af maganum og mjöðmunum á sér, reyrðu að sér lífstykkið. Það var lagt fyrir róða snemma á öldinni, nema hvað sum ar konur notuðu það af gömlum vana. en var tekxð aftur fyrir fá- urn áratugum í talsvert mannúð- legrí gerð. Um þessar mundir er sala magabelta dræin og ungu stúlkurnar eru ekki ginnkeyptar fyrir þeim. En hver veit nema Eyjólfur hressist. Matvenjur okk- ar hafa það í för með sér, að ungu stúlkurnar braggast oft vel og verða jafnvel pattaralegri en þeim sjálfum finnst við hæfi Reið- ingarnir, sem kvenfólkið gyrti sig, geta komizt lízku á ný. Nema karlmennirnir forði þeim frá beim ósköpum eins og mörgu öðru, sem ógott er — og taki ífxýkt alveg eindregið fram yfix’ nxjódd, eins og forfeður okkar gerðu í eina tíð og blökkumannahöfðmgja" gera enn. Hér erum við komin aS árinu 1943. Þetta klæðasniS varð fil á striðsárunum, þegar alls konar gerviefni voru að verða algeng. Hér er því sérlega augljósf sam- hengi á milli aimennrar atvinnu- þróunar og .klæðaburðar. 524 T í ftl I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.