Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 8
r-
Jónas Guðmundsson:
Sódóma
Sjá, synd Sódómu, systur þinnar, var ofdramb, hún og dætur hennar höfðu gnótt matar
og lifðu góðu lífi í makindum, en réttu þó ekki hinum voluðu og fátæku hjálparhönd. Þær
urðu drambsfuilar og frömdu svivirðingar fyrir augum mér, þá svifti ég þeim í burt, er ég
sá það. (Esekíel 16.49-50).
En á þeim degi, er Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi
þeim öllum. Eins mun verða á þeim degi er mannssonurinn opinberast.
(Lúk. 17.29)
Að himnaríki gert var gys
og GuS var enginn til.
Kirkjur flutfu ( tali og tónum
trúarbragðasull.
Flest um Krist menn kváðu vera
kynjasagnabull.
Þó voru jólin ennþá eftir
eins og barnagull.
Blöðin áttu að fræða fólk
en fannst það nánast pjatt,
hvort lesmál, sem þau létu i té,
var logið eða satt.
Um áramótin úppgjör var
og allir sviku skatt.
Skólar áttu að mennta menn,
en mest var þar um reyk.
Margt um öfga og ærslalýð
en yfirstjórnin veik.
Loks kusu börnin kennarana
og kennslan varð að leik.
Sjónvarpið var seft í gang
og sýndi morð og rán.
Sódóma var sjálfstæft ríki
suður við Dauðahaf.
Þar var alltaf yfirvinna,
aldrei fólkið svaf.
í Akabaflóa var alltaf fiskur
ef á sjóinn gaf.
Allir voru orðnir ríkir,
áttu bíl og hús.
Jöfnuður og frelsi fylgdu,
flestir voru dús.
Hreint og smart var yfir öllu,
enginn var með lús.
Að fylgja hinum fornu dyggðum
fæstir tóku í mál.
Alveg talið öruggt var
að enginn hefði sál.
Guðshús tóm og talin vera
tildur eitt og prjál.
Tölvur spáðu um framtíð fólksin*:
Flest mun ganga í vil.
Með reikningsheilum ráðin voru
rúms og tíma skil.
412
T t M I N N — SUNNUDAGSBLA®