Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 12
VS ber að dyrum og draga til stafs. En ekki hafa allir kennarar slíka sögu að segja. Á Hrafnistu í Reykjavík dvelur ní- ræð kona, sem kennt hefur börn- um „hartnær í hálfa öld“ og leng- ur þó, ef allt er talið. Hún segist aldrei hafa kynnzt ódælu barni og hugtak eins og „vond börn“ neit- ar hún að viðurkenna. Ég sótti hana heim einn sól- bjartan júlídag, mest fyrir þá sök, að ég vissi, að það er ævintýri líkast, hve ágætlega t hún heldur kröftum sínum, andlegum og lík- amlegum. ; — Ég fæddist, segir Ingibjörg, á Kjörseyri í Hrútafirði 25. ágúst 1880. Faðir,minn var Finnur Jóns- son, bóndi á Kjörseyri, sem ýmsir kannast víst við. Móðir mín hét mmmmmámm^mmmmmmm farkennslu, strax á unga aldri, og má segja, að ég stundaði han^ óslitið frá tvítugsaldri til sjötug^ En þá verður fólk að hætta opini* berum störfum, eins og þú veiz& Maður er orðinn úreltur um sjö- tugt. — Svo að barnakennsla hefur verið þitt ævistarf? — Já. Það má víst kveða svo að orði. En þó er þetta ekki svo að skilja, að ég hafi aldrei gert neitt annað. Og um tíma mátti segja, að kennslan slitnaði alveg í sundur hjá mér. Ég missti heils- una árið 1915, svo ég þoldi ekki ferðalögin að vetrinum, Oig þó enn síður heyskapinn á sumrin. Þá réðst ég til Landssímans og var fyrst eitt sumar við símaaf- enginn held ég skaðist á því gera náunga sínum greiða“ — segir ingibjörg Finnsdóffir orðin níræð án þess að hafa kynnzf „vondum börnum'' í iöngu kennarastarfi Það er útbreidd skoðun, að kennsla sé erfitt starf, sem mjög reyni á þolinmæði manna og still- ingu. Ef til vill er hún fyrst og fremst komin frá nemendum, sem orðið höfðu fyrir barðinu á van- stilltum kennurum, en ekki hefur heldur öllum kennurum þótt hlut- skipti sitt létt. Um það vitnar eft- irfarandi staka, sem alþekkt var á æskustöðvum undirritaðs fyrir svo sem fjórum áratugum: Það er mik- ið bölvað basl/börn að troða i,/ vildi ég heldur vakta kýr/og á vetrin oiga frí. Fjósavenkin voru sem sagt leikur og iðjuleysi hjá hinu, iÆ kenna kröklkum að stauta Jóhanna Matthiasdóttir og var Hrútfirðingur að uppruna. Faðir hennar var Matthías Sigurðsson frá Fjarðarhorni í Hrútafirði. Var hann bróðir séra Ólafs Sívertsen í Flatey á Breiðafirði. — Þú hefur svo alizt upp á Kjörseyri? — Já. Ég ólst þar upp og átti þar heima fram á fullorðinsár. — Hvert lá leiðin, þegar þú hleyptir heimdraganum? — Ég gerðist flakkari um mína heimabyggð. — Ha, flakkari? — Já, einmitt. — Og nú brosti Ingibjörg hýrlega. — Ég lenti út í greiðslu á Selfossi, síðan tvö sum- ur á Hólmavík og loks átta ár á Borðeyri. Þá var mér svo.batnað, að ég gat aftur tekið til við mitt fyrra starf, farkennsluna. En að vísu hafði ég dálítið borið það við að kenna á veturna á meðan ég vann við síma, einkum árin sem ég var á Borðeyri. — Hvernig var að vera barn norður í Hrútafirði fyrir svo sem áttatíu árum, eða rúmlega það? — Ég held, að það hafi að mörgu leyti verið betra, en vjða annars staðar. En ekki er nú hægt að segja, að árferðið hafi leikið við menn þar, fremur en víða annars TllUINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.