Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 14
Á BorSeyri starfaSi ingibjörg átta ár sem símastúlka, og i HrútafirSi dvaidist hún lengst. var góð gjöf og kom sér vel, því að fjallagrös eru ekki nærtæk á Kjörseyri. Ég hugsaði auðvitað ekk- ert út i þetta þá, en á síðustu ár- um mömmu spurði ég hana, hvern ig á þessari gjöf hefði staðið, því ég vissi vel. að þessi hjón voru eng- ir nágrannar okkar og auk þess fátæk. Þá sagði móðir mín mér, að eins og ég sjálfsagt myndi, hefði það verið seint um vor, sem hjónin hefðu komið til okkar með grasapokana. En fyrr það sama vor, eða seint um veturinn, hefði þessi bóndi komið við heima hjá okkur á leið í kaupstað, þar sem hann ætlaði að ná sér í kornvöru. Á heimleiðinni hafði hann líka stanzað heima hjá foreldrum mín- um, og tók þá pabbi eftir því, að pokarnir, sem hann hafði haft með sér undir kornið, voru tómir. Hvort sem það hefur nú stafað' af því, að hann hafði ekki fengið úttekt í kaupstaðnum fyrir skuldir, eða þá að verzlunin hafi verið orðin korn- !aus, sem reyndar er allt eins lík- legt. Á meðan maðurinn neytti góðgerðanna, bað pabbi mömmu að finna sig fram, og fóru þau út úr baðstofunni. Létu þau nú í sam- einingu dálítið af kornvöru í pok- ana hjá bónda og héldu síðan 1 bæ- inn til lians og létu sem ekkert væri. Það var. fastur siður hjá pabba að fylgja ævinlega gestum sínum út á hlað, en að þessu sinni lét hann það ógert. Tíminn liafði liðið. Nú var vorskipið komið á Hrútafjörð, og þá komu þessi góðu hjón bæði saman í kaupstað, haf- andi með sér tvo fulla poka af beztu fjallagrösum til foreldra minna. Þegar nú mamma fór að þakka konunni fyrir grösin og láta í Ijós undrun sína yfir gjöfunni, varð konunni að orði: „Þú getur varla orðið meira hissa en bóndi minn, þegar hann tók upp mjöl- pokana sína hérna á hlaðinu hjá þér í vetur“. — Það er kannski ósæmilega nærgöngult að spyrja, hvort þú haf ir sjálf kynnzt matarleysi og sulti í uppvexti þínum? — Ekki get ég nú sagt, að ég hafi' kynnzt sulti. En ég man mjög vel eftir því, að maður gat ósköp auð- veldlega þegið meiri mat en mað- ur fékk og hefði ekki verið í nein- um vandræðum með að koma því í lóg. Og hitt man ég enn betur, að fæðið varð svo einhliða, einkum á vorin, að maður varð dauðleið- ur á því — og þurfti nánast að vera svangur, til þess að geta kom- ið matnum niður. Vorið 1899 fékkst til dæmis eng- in kornmatur á Borðeyri, nema maís og baunir. Það vor var kall- að snjóavorið mikla, því snjóalög voru þá afarmikil í Hrútafirði. Ég man, að þegar komið var fram á sumar þetta ár, fór ég einhverju sinni með foreldrum mínum að Tannstaðabakka. Þá spurði pabbi bóndann þar, Einar Skúlason, gull- smið (hann var afi Skúla Guð- mundssonar, fyrrverandi alþingis- manns Húnvetninga), hvort honum hefði ekki fundizt orðið harðinda- legt í sveitinni um vorið, á með- an snjórinn var sem mestur. „Nei“, svaraði Einar. „Mér finnst aldrei harðindalegt á meðan fjörðurinn er auður“. Og þetta var ekki út í bláinn mælt, því einmitt þetta vor hafði Skálholt komizt inn Hrúta- fjörð með mat handa mönnum og skepnum vegna þess að fjörður- inn var íslaus. Það bjargaði öllu. Það var fyrsta sunnudag í sumri, sem Skálholt kom. Þann dag var logn, en kafaldsmugga og þoka, svo varla sá faðmslengd frá sér. Skipstjóri sigldi Skálholti hjálpar- laust inn allan fjörð, en þeytti þokulúðurinn í sífellu, svo heyrð- ist á hvern bæ í sveitinni. Lét það hljóð vel í eyrum manna, sem von- legt var. Ég man, að þá um dag- inn kom til okkar gestur, sem heyrt hafði til skipsins úti á firði ( því auðvitað sást ekkert). Þegar þessi gestur kom í hlaðið til okk- ar/ yarð lionum að orði: „Nú er allt gott, því nú er blessað skipið að koma“. Og svo mikið þótti Hrút- firðiiigúm til um afrek skipstjóra, að sígla skipi sínu lóðslaust inn all- an Hrútafjörð í slíku kafalds- myrkrí, að þeir gáfu lionum haust- ið eftir áletraðan silfurbikar, smíð- aðan af Eiriari gullsmið á Tann- staðabakka. — En svo við víkjum aftur að sjálfri þér: Hverrar menntunar hafðir þú aflað þér, áður en þú lagðir út í kennsluna? — Faðir minn tók heimiliskenn- ara, sem kenndi okkur, krökkun- um, einn vetur. Veturinn eftir fór Oddný systir mín í þriðja bekk Kvennaskólans í Reykjavík og lauk burtfararprófi þaðan um vorið. Þegar hún kom heirn aftur, kenndi hún okkur þær námsgreinar, sem hún hafði lært. Seinna fór ég svo til Reykjavkur og var þar einn ItHINN 638 SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.