Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Page 18
Sveinn Einarsson á Reyni:
ÞEGAR NJÁLLINN FÓRST
Það var árið 1922, að mig minn-
ir, sem vélnáturinn Njáll fórst.
Um þennan bát var myndað út-
gerðarfélag, að hluta til úr Mýr-
dal, en báturinn var gerður út frá
Vestmannaeyjum. Útgerðin hafði
gengið erfiðlega, utan fyrstu ver-
tíðina, en þá var Stefán í Skuld
formaður á bátnum, kunnur afla-
maður.
Skipshöfn á Njáli hans síðustu
vertíð var, eftir því sem ég bezt
man, þessir menn: Sigurfinn-
ur Lárusson frá Álftagfóf í Mýr-
dal formaður, Magnús Runólfsson
frá Skaganesi í Mýrdal háseti, Guð-
finnur Jakobsson frá Skammadal
í Mýrdal háseti, Sigurður Hall-
varðsson frá Pétursey í Mýrdal bá-
seti. Nafn vélstjóra man ég ekki.
Mun hann hafa verið af Austfjörð-
um, hægur og geðugur maður.
Af þeim, sem unnu við bátinn
í landi, man ég eftir þessum: Jóni
Hafliðasyni á Garðsstöðum í Vest-
mannaeyjum, sem átti að sjá um
aðgerðina, Helga Dagbjartssyni frá
Vík í Mýrdal, sem var yfirmaður
í beituskúr, Sigurjóni Skaftasyni
frá Fossi í Mýrdal, sem var að-
gerðarmaður, og Sæmundi Rjarna-
syni í Vík, sem einnig var aðgerð-
armaður. Ég var ráðinn netamað-
ur.
Mig minnir, að undirbúningi
undir vertíðina væri lokið. Það
þurfti að standsetja allt, bæði of-
anþilja og vél bátsins, rétta af
áttavita og fleira. Eftir að undir-
búningi var lokið, þótti vel við eig-
andi að fá sér svolítið bragð. Ekki
var þarna um neinn dryfckjuskap
að ræða. Menn voru orðnir smá-
sætir og málhreifir og allir í góðu
skapi. Þá er það að Magnús heit-
inn Runólfsson segir:
„Ég veit það nú, Siggi minn, að
þú drepur nú okkur alla í vetur“.
„Alltaf er það svo lítið“, segir Sig-
urfinnur og vildi sýnilega ekki láta
á sjá. Reynt var að slá þessu á
dreif, en hefði þó þurft að takast
betur. Annars var betra að Magnús
sagði þetta en nokkur hinna, þeg-
ar um var að gera að kveða þetta
niður, því að hann hafði orð fyrir
að taka fullan munninn, og þá
helzt, ef hann hafði smakkað vín.
Ekki gat Magnús um það, hvern-
ig hann öðlaðist þessa vitneskju,
enda ekki að spurður. í ann-
að skipti sagði vélstjórinn okkur,
að sig hefði dreymt að þeir á Njáli
hefðu verið á vakki einhvers staðar
á sjávarbotni, og að þar hefði
verið eins og kjarr af þaragróðri.
„Skyldi þetta vera fyrir fiski“,
sagði hann. „Ég veit efcki,“ bætti
hann svo við.
Ekki man ég hvort Njállinn var
búinn að róa einn eða tvo róðra,
áður en hann fórst. En nú var
beitt lína í síðasta sinn. Ég var
einn af beitumönnum og kom ekki
heim fyrr en um miðja nótt Við
vorum þrír í herbergi og héldum
til í Tungu. Herbergisfélagar mín-
ir voru þeir Sigurður heitinn Hali-
varðsson og Sigurjón Skaftason,
sem nú er einnig látinn. Ég byrjaði
að þvo sér og hugðist taka á mig
náðir. En þá, allt í einu, kemur
mér í huga: Njállinn ferst, nema
að hægt sé að koma í veg fyrir
róðurinn á morgun. Það var fast 1
huga mér, að ef hægt yrði að
hindra Njál frá róðri á morgun,
þyrfti ekkert að óttast um bátinn
framvegis. Ég var eins sannfærð-
ur um að þetta hlyti að vera rétt,
og ég hefði lesið frétt af skeðum
atburði. Mér leið óumræðilega illa.
Er mér trúað fyrir því að koma
í veg fyrir stórslys? Er ég maður
til þess að leysa þetta hlutverk?
Og hvernig? Að vísu kom vél-
stjórinn um kvöldið með olíurör
úr mótornum í beituskúrinn, sem
gert hafði verið við, og auðvitað gat
báturinn ekki róið nema rörið
væri með. En beituskúrinn
var læstur og lykillinn austur á
Garðsstöðum hjá Helga Dagbjarts-
syni, sem svaf þar með þremur í
herbergi. Það hefði verið sök sér
að eiga við Helga einan. Þetta
fannst mér ékki koma til mála. Mik
ið óskaði ég að lykillinn væri hjá
mér. Þá hefði ég ekki hikað við
að fjarlægja rörið. Svona má mað-
ur sín lítils. Ég gafst upp. Ég tíndi
af mér spjarirnar og sofnaði ör-
magna.
Næsta morgun vakna ég á
tíunda tímanum við það, að Sigur-
finnur er kominn til þess að kalla
SigUTð Hallvarðsson til skips. Það
hafði verið hvasst um nóttina, en
Vélbátur i „Lefc'jnni" út úr Vestmannaayjahöfn.
642
lÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ