Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 21
r
V/Ð G LUGGANN
Á árunum 1965 til 1969
fækkaði fæðingum í Danmörku
úr tæpum 86 þúsundum á ári
niður í tæpt 71 þúsund. Fram-
sýnum mönnum var farið að
standa stuggur af því, að
danska þjóðin ætlaði að hætta
að endurnýja sig.
Nú hefur breyting orðið á. 1
fyrra tók barnsfæðingum held-
ur að fjölga á ný, og á fyrra
helmingi þessa árs hefur orðið
svo mikil breyting, að sýnt þyk-
ir, að 75 þúsund konur muni
ala börn í Danmörku á þessu
ári. Er þá talan komin upp yf-
ir það, er var 1968. Sama saga
hefur gerzt í Svíþjóð, þar sem
barnsfæðingar voru einu þús-
undi fleiri í janúar í ár held-
ur en 1970. Félagsfræðingar
búast við, að áfram muni stefna
í þessa átt og barnsfæðingar
senn verða viðlíka margar og
þær voru fyrir nokkrum árum.
★
Hér á dögunum kom maður
með dómarakápu á handleggn-
um í ráðhúsið í Oslo og sagði
hjúskaparfulltrúanum, að hann
ætlaði sjálfur að annast hjóna-
vígslurnar þann daginn. Síðan
gaf hann saman sex hjón og
undirritaði vígsluvottorðin
æfðri hendi.
Nú er hlegið að þessu um
allan Noreg. Þarna var að verki
maður, Viggó Jóhann Örbak að
nafni, er áður hefur gert mörg-
um slæman grikk. Einu sinni
kom hann inn í herbúðir í
gervi yfirforingja og setti þar
allt á annan endann. Seinna
veitti hann sér þá forfrömun,
að hann gerðist hershöfðingi og
ferðaðist víða um landið og
flutti fyrirlestra hjá kvenfélög1-
um um' hlutverk kvenna á
ófriðartímum. Skamma hríð
var hann læknir, og hann hef-
ur einnig brugðið sér í gervi
prests og embættismanna af
ýmsu tagi. Mest varð fjaðrafok-
ið, þegar hann gerðist umferð-
areftirlitsmaður og stöðvaði
alla bfla á einum helzta þjóð-
vegi í Noregi, svo að þar mynd-
aðist einn hinn mesti umferðar-
hnútur, sem sögur fara af í
landinu.
Nú er lögreglan norska að
leita uppi hjónin, sem hann gaf
saman, því að gerðir hans telj-
ast ekki löglegar. Þetta fólk
verður að endurtaka vígsluna,
veizluna og brúðkaupsnóttina
líka ef vel á að vera.
★
Yngsta móðir í Norðurálfu
er ellefu ára gömul, og heima-
stöðvar hennar eru í Ljungby
— Lyngbæ — á Bleking. í
Gautaborg ól tólf ára gömul
stúlka einnig barn fyrir fáum
vikum.
Þetta. eru samt ekki yngstu
mæður veraldar. í Perú ól enn
yngri stúlka barn árið 1960.
★
Ritari samtaka starfsfólks í
gistihúsum og veitingahúsum í
Danmörku hefur opinberlega
fullyrt, að átta til níu af hverj-
um tíu útlendingum, sem’vinnu
fá þar í landi (en þeir eru ein-
mitt mjög margir í gistihúsum
og á veitingastöðum) séu að
einhverju leyti sviknir í kaupi
og kjörum. Víðtæk rannsókn
hefur leitt í ljós, að hinar tíðu
skekkjur á launaseðlum þessa
fólks eru svo að segja án und-
antekningar á þann veg, að at-
vinnurekandinn greiðir minna
en honum ber samkvæmt gild-
andi samningum. Atvinnurek-
endurnir nota sér einfaldlega,
að útlendingar skilja oft ekki
dönsku nema til hálfs, kunna
sjaldnast nein skil á því, hvað
þeim ber að fá í sinn hlut, og
geta ekki ævinlega hlaupið í
nýtt starf, ef þeim er vísað
brott úr vinnu, er þeir hafa
áður haft. Þar að auki vantar
svo í löggjöf Dana um vinnu-
réttindi útlendinga í landinu
ákvæði um, að atvinnurekandi
skuli bæta þessu fólki það, er
af því hefur verið haft. Þess
vegna eru litlar vonir um leið-
réttingu eftir á.
KRISTJÁN
JAKOBSSON:
BIKARINN
Saman þéttum sóknar-raðir
sækjum þrótt og gleði á fund.
Lyftum braiður bikar glaðir,
blessist starf í skógar-lund.
Vel á lofti hugsjón höldum,
hækkum merkið, sækjum fram.
Landi og þjóð vér glaðið
gjöldum,
gróður-rein í laut og hvamm.
Fram til starfs skal götur greiða,
góðu verkj þjálfa mund.
Glæsta vegu gróðrar leiða,
‘ göfgan svein og fagurt sprund.
Reyna græða hrjóstrin heiða,
hylla vora móður grund.
Láta yfir byggðir breiða,
blæinn, ilm frá skógar-lund.
Veiti guð oss styrk að starfa,
standi af einhug saman þjóð.
Allt skal gert til íslands þarfa,
okkar bíður framtíð góð.
ísland geymir auðlegð nóga,
yl í jörðu, hafsins gnótt.
Látum græna greniskóga,
geyma minni um æsku-þrótt.
(Kristján Jakobsson var ötull
skógræktarmaður og vann að
þeim málum í flestum frístund
um sínum. Marga plöntuna gróð
ursetti hann í Þórsmörk. Hann
hlaut verðlaun Skógræktarfé-
lags íslands fyrir skógræktar-
störf og kvæði það, sem hér
birtist orti hann og flutti við
það tækifæri í ágúst 1959.
Kristián ar nú látinn fyrir
nokkrum ávum.)
T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB
645