Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Side 9
Vafalaust flýtur eitthvað af íslenzku blóði í æðum sumra, sem föður- land eiga í Norður-Afríku. Við skulum vona, að þeir eigi þess stundum kost að koma út úr þröngum og daunillum götunum í pálmalundina- sem búið var að þurrausa fslenzku heimildirnar, fór ég að leita uppi frásagnir liinna þjóðanna um við- Skipti sín við sjóræningjana. Um sama leyti og íslendingar voru 280 Frakkar og 3000 Englendingar í haldi. En Frakkar voru oftast vopnabræður þeirra í S‘la, en Eng- lendingar alltaf andstæðingar. Franskur maður, Le Chevalier Isaac de Razilly, segir í bréfi til Richelieu þann 26. nóvember 1626: Þeir í S‘la hafa á síðastliðn- um átta árum tekið yfir 6000 kristinna manna og 15.000.000 pund af skotfærum og púðri. Þeir eiga nú fleiri en sextíu hafskip. Slökkt er á öllum vit- um. Razilly riddari sigldi með sjö frönsk skip til S‘la og komst þang- að eftir þriggja vikna ferð. Lagði hann skipum sínum svo, að hann lokaði höfninni, og lá hann þar í sex vikur. Tókst honum að taka, brenna eða eyðileggja sjö skip frá S‘la, það stærsta þrjú hundruð lestir með 24 fallbyssur og 180 menn. 2. október samdi hann um fimm mánaða vopnahlé, kom svo aftur næsta sumar og hertók strax fyrsta daginn þrjú ákip. En seytján skip, vel búin vopnum, þorðu ekki að fara fram hjá hon um út á hafið. Tókst Razilly að ná tvö hundruð frönskum föngum um borð í frönsku skipin. Þann 3. september var aftur samið um vopnahlé, í þetta skipti til tveggja ára. 1. október sigldi hann heim til Frakklands, og 23. nóvember komu síðustu frönsku fangarnir áttatíu heim. Þetta allt saman lifði Guðríður Símonardóttir og aðrir íslending- ar. Ætli þau hafi ekki stundum mænt út á hafið í von um íslenzkt skip, sem kæmi til að endurlieimta þau? Englendingar voru ekki eins happasælir. Ekki fyrr en 1637, þegar íslendingar voru þegar komnir til Danmerkur og voru að leggja út á síðasta áfangann heim, gerðu þeir út leiðangur til STa. Árið áður höfðu sjóræningjarnir tekið á einum degi tvö hundruð Englendinga, og snemma vorið 1637 lagði William Rainsborough af stað frá Englandi. Þegar hann kom til STa eftir sjö vikna sigl- ingu, fann hann borgina brenn- andi og blæðandi eftir árás Spán- verja. Það tók hann fjörutíu daga að frelsa fáeina af þessum þrjú þúsund löndum sínum, sem voru fangar. Þeir voru átta alls, sem sigldu heim með honum. Enn vil ég geta tveggja einstakl- inga. Öðrum þeirra tókst að her- taka lieila aðmírálsgaleiðu frá Alexandríu og með því frelsa 220 kristna þræla. Líklega hefur þetta verið á Miðjarðarhafi, en maður- inn, sem sjálfur var galeiðuþræll, hét Marco Jackimowsky, og gerð- ist það þann 18. júlí 1628. Hinn var Svisslendingur og hét Jóhann Philipp Hochreuthiner. Ekki veit ég, hvar hann var í haldi, og auk þess var það seinna, árið 1681, þegar Hallgrímur Péturs- son var dáinn og Guðríður Símon- ardóttir orðin gömul kona. Philipp Hochreuthiner frá Sankt Gallen átti sér engrar hjálpar von og varð að berjast til frelsis á eig- in spýtur. Lausnargjald hans átti að vera sex þúsund ríkisdalir, sem hlýtur að hafa verið ærið há upp- liæð miðað við það gjald, sem þurfti að bonga fyrir íslenzku fangana, nefnilega tvö hundruð ríkisdali fyrir Guðríði, en fimmtán hundruð fyrir Benedikt Pálson. Tókst Philipp Hochreuthiner að fá vini sína í Lyon til þess að lána honum þessa sex þúsund ríkisdali, ef hann gæti tryggt endurborgun þeirra. Sá Philipp sér enga aðra leið færa en þá að biðja landa sína um samskot. Samdi hann því bónarbréf, þar sem hann kynnir T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 631

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.