Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 14
ír að grípa til þess á næslu árum,
en að því komum við nú seinna.
Þ6tt þetta l æri aðeins þriggja
mánaða námskeið, má í rauninni
segja, að það ylli straumhvörf-
um í lífi mínu. Ég fór nú að
hugsa um það í fullri alvöru að
komast að heiman til náms, en mér
fannst ég orðinn of gamall til þess
að fara í menntaskóla. Ákvað ég
því að reyna að komast í Kennara-
skólann, ef þess væri nokkur kost-
ur.
— Og það hefur þú gert?
— Já, en ekki alveg strax. Mig
vantaði undirbúning. Veturinn eft-
ir fór ég aftur til séra Jóhannes-
ar og var hjá honum í tvo mán-
uði til þess að búa mig undir inn-
tökupróf í Kennaraskóla íslands.
Og það mátti segja, að áætlunin
stæðist. Haustið eftir fór ég til
Reykjavíkur til foreldra minna,
sem þá voru hingað komin. Ég
kom hálfum mánuði áður en skól-
inn átti að byrja og notaði þann
tima eins og ég gat til þess að lesa
og rifja upp það, sem ég hafði
lært hjá séra Jóhannesi. Var það
nú margt tekið að fyrnast. Við vor-
um nokkuð mörg, sem gengum
undir inntökupróf og einhverjir
féllu, eins og gengur. Ég man allt-
af eftir því, þegar ég gekk á milli
vonar og ótta inn til Freysteins
Gunnarssonar til þéss að heyra
vitnisburðinn minn — dóminn um
það, hvort ég hefði fallið eða ekki.
„Ætli maður iáti það ekki duga í
í þetta sinn“, sagði Freysteinn.
Honum hefur víst ekki þótt útkom-
an beysin — og lái ég honum það
ekkert. En hlýjan og góðvildin,
sem frá honum stafaði, gaf mér
þrek til þess að ganga uppréttur
út aftur.
— Svo hefur þú auðvitað hald-
ið áfram i skólanum?
— Já. Ég lauk kennaraprófi
vorið 1950. Og kemur að því, sem
ég sagði áðan, að vélstjóraskírtein-
ið hafi komið mér að notum, þótt
síðar yrði. Bæðf á meðan á kenn-
aranáminu stóð og mörg sumur,
eftir að ég fór að kenna, vann ég
við vélgæzku á bátum og stundum
einnig í landi. Þess á milli málaði
ég hús eða myndir eftir atvikum.
— Fórstu að kenna, þegar þú
hafðir lokið kennaraprófi?
— Eftir misheppriað hanúfæra-
sumar fyrir Norðurlandi, réðist
ég kennari í Stykkishóim um
haustið. En þótt ég væri svo hepp-
inn að hitta þar fyrír framúrskar-
andi elskulegt fólk, þá fann ég, að
þetta fullnægði mér engan veginn.
Mig langaði í meira nám. Hér var
þó úr vöndu að ráða. Ég hafði
ekki tekið stúderftspróf og þar
með voru mér í raun og veru lok-
aða.• allar leiðir til frekari skóla-
göngu hér á landi.
— Hvað varð til ráða?
— Ég komst að því, að í Edin-
borg væri kennaraháskóli, sem
tæki við nemendum, þótt þeir
hefðu ekki stúdentspróf. Einnig
tók Edinborgarháskóli við nem-
endum í ensku, þótt þeir stefndu
ekki að lokaprófi, og voru þeir þá
kallaðir óreglulegir nemendur.
— Þetta hefur verið kjörið fyrir
Þig?
— Já, það má orða það svo. Ég
fór til Edinborgar, lærði ensku í
háskólanum og uppeldis- og sálar-
fræði í kennaraháskólanum. Og nú
var ég fyrst fyrir alvöru farinn að
hugsa til frekara náms. Ég komst
að því, að Edinborgarháskóli hafði
vissar undanþágur fyrir nemend-
ur, sem helzt höfðu úr lestinni í
menntaskóla vegna styrjaldarinn-
ar. Þeir áttu kost á inntökuprófi,
án stúdentsprófs. Þarna var
smuga, sem vel gat orðið mér að
gagni, og ég ákvað að vera í borg-
inni næsta vetur og búa mig und-
ir slíkt inntökupróf. En með þessa
áætlun tilbúna rakst óg einn góð-
an veðurdag á auglýsingu í dag-
blaði. Þar var Íslenzk-ameríska fé-
lagið að auglýsa styrk til háskóla-
náms í Bandaríkjunum. Ég sendi
umsókn og fékk jákvætt svar.
Haustið eftir innritaðist ég svo í
skóla í Missouri.
— Hvað varstu lengi þar?
— Það urðu þrjú misseri.
— Hverjar voru helztu náms-
greinar þínar?
— Ég lagði aðallega stund á
myndlistarkennslu og lauk B.S.-
prófi í þeirri grein.
— Hvernig líkaði þér Ameríku-
vistin?
—• Ég Kunni vel við mig þar.
Sérstaklega líkaði mér vel allt, er
snerti skólann og aðstöðuna til
námsins. Auk míns beina náms,
kynntist ég talsvert náið kennslu-
háttum Bandaríkjamanna, sem eru
allmjög frabrugðnir okkar aðferð-
um. Þessu átti ég þó eftir að kynn-
ast miklu betur síðar, þau tvö
skipti, sem ég fór sérstaklega til
þess að kynna mér kennslutækni.
t hverju er sá munur eink-
um fólginn?
— Ég get til dæmis minnzt á að-
ferðir Ameríkumanna við móður-
máls- og tungumálafeennslu. Þeir
byrja á því að kenna nemendum.
að hlusta. Síðan lærir nemandinn
að tala sjálfur, þar næst að lesa
málið og loks að skrifa það.
Eins og kunnugt er, byrjum við
á nákvæmlega gagnstæðum enda.
Við byrjum á því að berja inn í
'nemendur þunga málfræði, eða
látum hana að minnsta kosti fylgja
fyrstu sporunum í lestri og tali.
En myndi ekki vera sigurstrang-
legast að nota þá aðferð, sem nátt-
úran beitir sjálf? Við vitum það
öll, að börnin okkar læra einmitt
að tala með þessari aðferð. Fyrst
læra þau að nema mál ofekar, þeg-
ar við tölum við þau. Síðan læra
þau sjálf að tala og loks að lesa
og skrifa.
— Hvað tókst þú þér fyrir
hendur, þegar þú komst heim frá
námi?
— Haustið 1953 réðist ég skóla-
stjóri til Patreksfjarðar og var þar
í tvö ár, en tók þá að mér að gegna
skólastjórastöðu í Hveragerði í eitt
ár, í fjarveru skólastjóra.
Eftir þetta hef ég lengst af
kennt við gagnfræðaskóla verk-
náms í Reykjavík, þangað til ég
rafe endahnútinn á nám mitt ytra
og byrjaði hjá sjónvarpinu 1966.
— Hefðir þú kosið að halda enn
áfram námi eftir lok M.S.-prófs?
— Námi er að sjálfsögðu aldrei
lofeið. Mér líður afarvel í akadem-
ísku andrúmslofti og óg hefði nátt-
úrlega þurft, sjálfs mín vegna, að
halda áfram. Og þessir tveir staf-
ir, sem enn er hægt að bæta við,
skipta raunar öllu máli, hvað „stat-
us“ áhrærir. En þetta verður víst
að duga.
— En livenær fékkst þú áhug-
ann á endurmenntun fullorðinna?
— Ánægjulegasta stritið, sem
ég hef-lagt á sjálfan mig, er nám
í einhverri mynd. En allir mínir
krákustígar á þeirri braut hafa
kennt mér sitthvað um aðrar
manneskjur, þarfir þeirra og ósk-
ir. Ég hef gaman af kennslu, ekki
sízt þegar ég er í hópi þroskaðs
fólks, sem hefur áhuga á því, sem
það er að gera. Þessi tilraun með
námsflokka er því býsna spenn-
andi, því að fullorðið fólk getur
lært það, sem það vill læra. Og
eigin reynsla gagnvart „kerfinu“
686
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ