Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 21
íæra hestinn í kaf, skimaði ég eitt hvað kringum mig, líklega til að sannfæra sjálfan mig, um að eng in hjálp væri nálæg, og því ekk ert undanfæri að farga hestinum. En þegar ég sneri mér að honum á ný, lá hann á hliðinni uppi á skörinni, og sýndist í fyrstu ekk ert lífsmark vera með honum. Ég sá þó fljótlega, að hann var lif andi og óttaðist þá, að ef hann færi að brölta, myndi ísinn bresta undan honum á ný. Tók ég því að mjaka honum frá vökinni og að bakkanum og tókst það án þess, að hann hreyfði sig hið minnsta. Steig ég svo upp á bakkann, tók í taum inn og sagði: „Stattu upp“. Þá brá svo við, að engu var líkara en að hestinum væri fleygt upp á bakk ann. Og þá fyrst stóð hann upp. Ég strauk af honum vatnið, steig á bak og sagði: „Hlauptu nú, Brúnn minn!“. Og ekki stóð á því. Þetta var bráðskarpur og skemmti legur hestur. Og aldrei held ég, að ég hafi komið ánægðari úr Króknum en í þetta skipti. En hver vill nú skýra það, sem þarna gerðist. Sigurður hefur um langa hríð gefið sig mjög að trúmálum og haft á þeim ákveðnar skoðanir. — Hefurðu alltaf verið trúað ur, Sigurður? — Já, líklega hef ég alltaf ver ið það. En ég trúði svona eins og gengur og gerist með börn og unglinga, sem aldir eru upp í „guðsótta og góðum siðum“, eins og það hefur stundum verið orð að. En auðvitað lifði ég líkt og aðrir. Nei, ég hef aldrei verið van trúaður að minnsta kosti. Hus- aði oft um trúmál, lenti út í anda trú, þegar á henni fór að brydda hér. Þá bjó ég á Hafsteinsstöðum. Þar var um hönd hafður svonefnd ur borðdans, og tók ég nokkurn þátt í því. En það reyndist bara allt lygi, sem borðið sagði. Eitt Sinn gekk Steinunn heitin, kona Jóns gamla á Haf: teinsstöðum, þar hjá, sem við vorum að þessu kukli og sagði þá: „Nú er andskot inn ekki langt frá ykkur“. Þessi orð gömlu konunnar snertu mig allóþægilega, kannski af- því að ég var búinn að reyna borðið að ósannindum. Og ég var aldrei giaður yfir lífi minu. Aldrei fyllilega ánægður með sjálfan mig eða aðra. Af einhverjum ástæðum fór ég að lesa bíblíuna. Og sá lest ur leiddi mig inn á þá braut, sem ég hef reynt að ganga síðan. Ég sá undir eins, að kirkjan fór ekki eftir kenningum biblunnar. En ég tók biblíuna trúanlega og ákvað að fara eftir henni, hvað sem aðrir kenndu. Eitt sinn spurði einn fyrr verandi ráðherra mig að því, hve nær ég hefði eiginlega haft tíma til þess að lesa biblíuna. Sá tími reyndist mér auðfenginn. Ég var kvöldsvæfur, en vaknaði hins veg ar snemma á morgnana, og ég las í biblíunni klukkustund á hverj um morgni í heilan vetur, áður en ég fór í peningshúsin. Ég þakka engum manni eða samkomu sér- staklega áhrif á mínar trúarskoð anir. Þar var biblían að verki. Snorri bróðir minn kom oft vestur til mín, og vorum við ekki alveg sammála um trúmálin. Einu sinni sagði hann við mig: „Ég skal útvega þér blað, sem er þér sam mála“. Jú, og hann gerði það. Þaö var Norðurljósið. Þá var Gook kominn til Akureyrar trúboði, og hann gaf út Norðurljósið. Margir halda, að trúarskoðanir mínar hafi myndazt við áhrif frá Gook. En það er að litlu leyti rétt. Og þegar ég fór að kynnast betur sumu fólki í söfnuðu hans, fannst mér það ekki lifa að öllu leyti eftir því sem bihlían kenndi. Það reyndi ég hins vegar til hins ýtrasta og fannst víst sumum, að ég væri æði öfgakenndur. Það var til dæmis mikið skopast að mér, þegar ég hætti að neyta blóðmörs. En bæði í Gamla og Nýja testamentinu er það skýrt fram tekið, að ekki skuli eta blóð, því að blóðið er lífið. Jónasi lækni Kristjánssyni likaði vel þessi ákvörðun mín. Hann var andvígur blóðáti — ekki af trúar legum ástæðum, heldur heilsufars legum. En það var sama. Ég var svo sem enginn kjarkmaður. Ég var búinn, að neyta blóðs í fjögur ár, eftir að ég vissi, að það var rangt, þegar ég loks hætti því. Svona var ég hræddur við umtal ið. Ekki var ég nú sterkari en þetta. Svo skrifaði ég presti mínum, séra Guðbrandi í Viðvík, og sagði mig úr þjóðkirkjunni, því að ég taldi hana ekki fylgja kenningum bíblíunnar sem henni bæri. Hafði ég þá ekki sízt í huga skírn ina. Það er rangt að skíra nokk urn mann fyrr en hann trúir á skírnina og skilur þýðingu hennar. Jesils skírðl okki börnin — hann tók þau í fang sér og blessaði þau. » Nei, mín ii*ú er ekki afleiðing neinnar skyndilegrar hugarfars breytingar. Þetta smáþróaðist með mér. Jú, það reyndu margir að telja mér hughvarf, ekki vantaði það. Og prestur einn gekk svo langt í því, að mér fannst nálgast guð last. En ég stæltist bara við þenn- an andróður, því að hann leiddi til þess, að ég fór að lesa biblíuna meira og betur en áður. Og ég tek biblíuna mína að gæðum og bless un langt fram yfir allt, sem ég á, og tel það þjóðarínnar mesta tjón og ógæfu að lesa hana ekki og þekkja hana ekki. Þá myndi marg ur hamingjusamari en hann er og margt fara betur með þessari þjóð. Magnús H. Gíslason. Þeir, sem hugsa sér að halda Sunnudags* blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvert eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á því. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 693

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.