Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Side 2
★★ íslendingar eiga ekki í styrjöld. Samt flýtur blóð á strætum ög þjóðvegum, tala særðra manna og fallinna er óhugnanlega há og eignatjón mikið. Það eru landsmenn sjálf ir, sem þannig gerast böðlar hver annars, og orsök þessa alls er kæruleysi og tilhneiging til þess að láta kylfu ráða kasti. Trúin á slembilukkuna birtist hér í alveldi sínu, og hennar vegna verður daiglega að ganga í valinn og flytja burt slasað fólk og lemstruð ökutæki. Og því fer fjarri, að íslenzkir öku menn séu neitt í þeim þönkum að sjá að sér. Ekkert lát er á hrakförunum. Slysum af þessu tagi fjölgar meira að segja sí- fellt. Fleiri og fleiri eiga um sárt að binda, meira og meira af dýrum tækjum fer í súginn, og vátrygigingargjöld, sem leggj ast að meginhluta jafnt á seka og saklausa, hækka upp úr öllu valdi. (Að vísu er ofurlítill munur á gerður um vátrygging argjöldin, en engan veginn í nokkru skynsamlegu hlutfalli við tilverknað.) ★★ Það er sem sagt ekki að sjá, að manntjónið og verðmæta sóunin ganigi fram af fólki. ískyggilega margir virðast að minnsta kosti skella skollaeyrum við slíku á meðan þeir sjálfir eða nánustu vandamenn eru ekki meðal þeirra, sem bornir eru úr valnum. Ljótasti vitnis burðurinn um rangsnúið hugar- far mikils fjölda manna er þó sú staðreynd, hversu margir leyfa sér að aka bifreið, er þeir hafa fyrir skemmstu neytt áfengis. Það er þó sannarlega glæpur í vélvæddu þjóðfélagi, og hann ekki af skárra taginu, að drýgja slíkan verknað, og ætti öllum að vera vorkunnar laust að skilja það, svo mörg og geigvænleg slys sem ár hvert má rekja beint til ölvunar við akstur. í þessu efni er aðeins til ein regla, sem hver maður ætti að fylgja: Að snerta aldrei bifreið eða annað ökutæki, ef hann hefur dreypt á áfengi. Því er sem sé þannig varið, að einn er sá, sem ekki er dóm bær um það, hvort hann getur heitið ökufær eftir að hafa neytt áfengis: Sá, er stútinn bar eða glasið að vörum sér. Hann á sóma sínum enga vörn, nema þá eina að gerast aldrei stjórn andi ökutækis, er svo stendur á. ★★ Eins og kunnugt eru þeir nú orðnir hátt í eitt þúsund á ári, ökumennirnir, sem staðnir eru að ölvun við akstur. Eng- inn veit, hversu margir þeir eru, sem komast upp með að aka ölvaðir, án þess að sannað sé. Líklega eru þeir æðimargir, því að ella myndi óttinn við löggæzluna reisa skorður við slíku athæfi. Eigi að síður er það furðuleg uppspretta, að átta eða níu hundruð menn skuli vera staðnir að ölvun við akstur á einu ári, þegar þess er gætt, að svipting ökuleyfis er sú refsing, er þeirra bíður. Það eru því ófáir, sem dæmast úr leik. En þá vaknar líka sú spurning, hvaðan allt þetta fólk kemur misseri eftir misseri. Hvers vegna verður aldrei ein- hver þurrð á þeim, sem brotleg ir gerast, þegar svo margir missa ökuféttindi sín? Við verð um að ætla, að lögin séu látin ganga jafnt yfir alla, svsp að engir, sem til næst á annað borð, smjúgi í gegn um möskv ana á þeim forsendum, hversu merkilegir menn þeir séu og virðulegir í þjóðfélaginu. En getur hitt þá verið, að dómar þeir og úrskurðir, sem upp eru kveðnir, séu að einhverju leyti sýndarmennska og sökudólgum gefnar upp sakir miklu fyrr en vera ber? Að sjálfsögðu er þess þó að gæta, að í tölu hinna seku eru réttindalausir vand- ræðamenn, sem ganga á snið við þá refsingu, er þeir hafa sætt, og stela iðulega bílum í ölæði. En um það skal ekki dæmt, hvort slík brot eru svo mörg, að þau hækki heildartöl una til mikilla muna. ★★ Það er virðingarvert, að nú hefur herferð verið gerð gegn ölvun við a'kstur. Sú her- ferð má ekki vera skorpa um stundar sakir, heldur daglegt brauð, og haldast í hendur við strangt og stöðugt aðhald á öðr um sviðum umferðarmála. Al- mennum borgurum ber að styðja lögregluna við þetta eft- irlit á allan hátt, og veita henni fulltingi sitt, og minnast þess, að hún er lofsverð en ekki lasts er hún stöðvar ökumenn til eft- irlits, mælir ökuhraða eða hygg ur að öryggisbúnaði. Það er fáránlegt að sjá amazt við því í lesendabréfum í blöðunum, að hún liggi í leyni með mælitæki sín á þjóðvegum — jafn fárán legt og ef það væri lastað, er hún hremmir innbrotsþjófa án þess að gera boð á undan sér. Umferðarlög eru sett af miHnUi og brýnni nauðsyn eins og dæm in sanna svo til daglega, og það er slysavörn að láta einskis ó- freistað til þess að framfylgja þeim. Hitt mætti lögreglan láta afskiptaminna en verið hefur undanfarin ár, þótt strjálingur fólks gangi um borgarstræti með vígorð á pappaspjöldum, ef allt fer friðsamlega fram, eða ein- hver dauðans meinlaus maður, sem telur sig ranglæti beittan, stendur dagstund við dómhús hæstaréttar eða kirkjudyr ein- Framhald á 718. síSu. 6*ft 1ÍMÍNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.