Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Síða 15
Hvammurinn é Höfn í ‘Hornafirði, þar sem Sigurður Ólafsson (Siggi í Bæ) átti heima. Björgvin liggur við bryggjuna framundan. Inn henni forsvarsmaður, og gefur eftir, að hann gjöri tilraun að geta barn með sér. Það verður orð og að sönnu, og lukkast vel þeirra í millum, og barnið lifir enn, sem þá gátu þau. í leikinn kemur sýslu maður Helgason og Iieimtar hór- dómssekt af manni þessum, sem hann og strax betalar, biður og sýslumann undir eins að gefa sig lausan frá þessari ekkju og búráð- um. Það var enginn vegur. Hann mátti nauðugur viljugur blífa á sama stað og eftir sýslumanns Jóns Helgasonar foranstaltning (ráðstöf un) geta enn á ný barn með ekkj- unni, sem hann þjónar. Kona hans liggur alltaf í kör, og hann þjón- ar henni betur en sjálfum sér. Og nú vill hann af alhuga í burtu frá þessum bæ (hvar hann hefur for- gripið sig á ekkjunni, ef forgrib- else mætti nefna það, sem öllum kemur til nota). I veg kemur sýslu- maður Helgason á nýjan leik og setur manninn kyrran frábærilega, hirtir hönum ekki hvað við liggur, ef hann að konu sinni lifandi ali hörn með ekkjunni, sem hann þjónar, og lætur þau vaða í villu og svima, þar til hann getur hið þriðja faarn með þessari ekkju. Rís þá upp af moldu maður nokk- ur að nafni Christian Vigfússon í téðri sýslu og fram fleygir dómi þeim á degi einum, að maðurinn skuli líflaus og höggvast með öxi höfuðið af. Eg hræðist þá of- dirfsku. Eg bið, að þessi góði rétt- ur líti til sakarinnar ásigkomu- lags, sem nú hef eg sagt og sjálft sig sýnir, og ásamt sjái eftir, að þessi Christian, sem hefur skrifað so strangan dóm án þess að skrifa nafnið sitt læsilega (sem sýnist of fákunnandi), gjöri ei slíkt oftar, en gjaldi hverjum sitt“. Þrátt fyrir þessa ágætu varnar- ræðu Guðmundar, staðfesti skáld- ið Benedikt Gröndal (eldri) héraðs- dóminn með þeirri viðbót, að allir lausir aurar Sveins skyldu fallnir undir konung. En hér fór sem oft áður og síðar: konungurinn í Kaup inhafn reyndist íslendingnum mannúðlegri og skilningsbetri en landar hans. Hann breytti lífláts- dómi Sveins í sex mánaða fangelsi, sem jaðraði við náðun. Og kóng- ur gerði betur: hann gaf Sveini einnig eftir eigur hans. Sveinn sat möglunarlaust af sér tugthúsvist- ina hérna í stjórnarráðinu — Múrnum, eins og það var áður nefnt — og syndgaði ekki framar. — Já, svona var nú erfitt að vera skapaður í kross með heilbrigða hneigð til 'kvenna fyrir aðeins 170 árum. Því má að lokum við bæta, að af Sveini og Rannveigu er kominn sægur fólks um Skaftafellssýslur báðar og Austurland. Ég hef allt- af verið stoltur af því að eiga kyn að rekja til manns, sem gekkst svo drengilega við börnum sínum, þótt getin væru í meinum, og lagði höfuð sitt í hættu fyrir ástina. — En svo að við fetum okkur nær nútíðinni: manst þú eitthvað af forfeðrum þínum? — Ég man vel Ragnhildi Þor- steinsdóttur, langömmu mína. Hún fæddist í Breiðuhlíð í Mýrdal 1841, en dó 1933 á Eskifirði, 92ja ára gömul. Gilli á Neðrabænum í Borgarhöfn sagði mér, að hann hefði aldrei séð konu taka önnur eins föng af fergini og hana. Ég trúi því vel. Hún var stæðileg kona og stórskorin. Enn betur man ég þó móðurafa minn og -ömmu, Einar Pálsson og Guðnýju Benediktsdóttur. Mér fannst þau afskaplega falleg göm- ul hjón, og óg hef engar mann- eskjur þekkt vandaðri í dagíari. Afi var mjög kátur að eðlisfari og mannblendinn, amma hæglát og fór sjaldan af bæ. Hún var svo ást- fangin af honum, að fram á elli- ár varð hún afbrýðisöm, ef hann var að hjala við aðrar konur, og veit ég þó ekki til, að hann hafi nokkurn tíma litið í aðra átt en til hennar í nærri hálfrar aldar sambúð þeirra. Þau átti á margan hátt erfitt framan af, en áhyggju- lausa elli. Þau eignuðust átta börn saman, en áttu sitt barnið hvort af fyrri hjónaböndum — höfðu bæði verið gift áður, en misst maka sína eftir stutta sambúð. Barnahóp urinn tvístraðist vegna fátæktar, og má nærri geta, hvort foreldr- ana hefur ekki sviðið undan þeirri lífsreynslu. Þrjú barnanna voru þó TfMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 711

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.