Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 12
VS her að dyrum í friði næsta sprettinn. Og nú má fara fljótt yfir sögu: Ástarbréfið til Þuru í Garði tók sér slíka ból- festu í lieilabúi mínu að ég kunni það orðrétt frá upphafi til enda og fór gjarna með það í góðra vina hópi næstu árin á eftir. Bréf- ið var undirritað: „Þinn einlægur Einar Bragi“, og leyndi sér ekki, að kærleikar, eigi alllitlir, höfðu lengi verið með skáldkonunni og bréfritara, þótt hitt væri jafnljóst, að allir hefðu þeir verið af hin- um andlega toga spunnir. Árin liðu. Einar Bragi hélt áfram að skrifa, og sumt af því las ég, en annað fór fram hjá mér, eins og gengur. Sumt líkaði mér ágætlega, annað vel og sumt öld- fjalla um ætt mína og uppruna. Ég byrjaði á Jóni Arasyni, af því að ég hafði heyrt, að allir íslend- ingar væru komnir út af honum. En mér fannst svo sorglegt að hefja ættartölu mína á tveimur hálshöggnum mönnum, að ég komst ekki lengra í fræðunum og get ekki sagt, að ég hafi sinnt ætt fræði síðan. En einhverja úrlausn verð ég að gera þér. Ég fæddist á Eskifirði 7. apríl 1921 og er því rétt að byrja að labba upp eftir sjötta áratugnum. Annars er ég að drýgstum hluta Skaftfellingur, því að báðar ættir móður minnar og móðurætt föður míns eru þaðan runnar. Móðurætt mömmu er úr Suðursveit, en þang- að fluttist reyndar sumt það fólk * „Ég get ekki hugsað mér dýriegra hf en við áttum í uppvexti" Fyrir réttum tuttugu árum átti höfundur þessara lína vetrarlanga dvöl á Akureyri. Þá bar svo til eitthvert sinn, að ég rakst á grein í einu af blöðum bæjarins og byrj- aði að lesa. Þetta reyndist vera ást- arbréf í gamanstíl til Þuru í Garði, skrifað í tilefni af sextugsafmæli hennar, en að vísu heldur síðbú- ið fyrir það tækifæri, enda bréf- ritari erlendis. Fátt getur veíið hversdagslegra en að renna augum yfir blaðagrein, sem á vegi manns verður, og vissulega er slíkt oftast gleymt, áður en dagur er að kvöldi kominn. En hér var annað í efni. Þetta bréf var sl.mgið þeim göldr- «ni máls og stíls, að sá, sem einu sinni l*fði lcúið það, þurfti ekki fcð hugsa, að það myndi láta hann ungis herfilega, enda með þeim ósköpum fæddur að hafa eigin- lega aldrei getað „lært átið“ á órímuðum ljóðum. , í>að er langt síðan mig fór að langa til ,ess að skrifa blaðaviðtal við Einar Braga, þótt ekki yrði af framkvæmdum fyrr en nú. Ég var þess fullviss — sem líka reyndist rétt — að við myndum hafa um nóg að spjalla, þótt ef til vill færu skoðanir okkar ekki að öllu leyti saman, en slíkt er síður en svo ' ‘r ^alli, þegar tVéir talast við. — Ég held ég verði að byrja á því, Bragi, að spyrja þig um ætt og uppruna. — Einu sinni í ungdæmi mínu fékk ég þá hugdettu að rita bók, sem átiti að heita Langfeðgatal og lengra að sunnan: Langamma hennar, Guðný Einarsdóttir, var frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöll- um, en langafi hennar, Þorsteinn Sigurðsson, frá Steig í Mýrdal. Og svo sterkt toga ræturnar, að í hvert sinn, sem ég á leið um Mýr- dalinn, stari ég heim að Steig, þótt nokkuð sé liðið á aðra öld, síðan íorfeður mínir gengu þar um stétt- ir. Föðurætt mömmu er úr Öræf- um. Einar Pálsson, afi minn og nafni, fæddist á Hofi í Öræfum, en fluttist á barnsaldri að Hofs- nesi og ólst þar upp. Móðir hans var Rannveig Sveinsdóttir, systir Oddnýjar á Gerði, sem þeir Hala- bræður, Þórbergur og Steinþór, hafa sýnt verðuga ræktarsemi. Afi 70* T t M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.